Reginn - 28.05.1943, Blaðsíða 5

Reginn - 28.05.1943, Blaðsíða 5
R E G I N N 5 Skinn- blússur kr. 136.00 GESTUR FANNDAL Sundnám- skeið fyrir nemendur gagnfræðaskólans og 11—12 og 13 ára bekk barna- skólans hefst n. k. þriðjudag. Þátttakendur mæti til skráning- ar í barnaskólanum n. k. mánudag (31. maí). Nemendur gagnfræða- skólans kl. 1 síðd., barnaskólans kl. 214 síðd. Skólastjórarnir. skáldsins megi reynast' sannmæli um Islendinga, og ferskeytlan megi hér eftir sem hingað til stytta þeim- stundir og létta lund þeirra, um leið og hún heldur á- fram að vera einkaeign þjóðarinn- ar sem list. En muna skyldu allir orð And- résar Björnssonar, að ferskeytlan er biturt vopn. Má ekki misbeita henni, fremur en öðrum vopnum. Frú Lára Jóhannsdóttir átti fimmtugsafmæli 24. apríl s. 1. Er hún ein af elztu templurum í Siglu- firði og átti 20 ára templara-af- mæli í vetur. St. ,,Framsókn“ færði henni þá smágjöf, sem virðingar- og þakk- lætisvott fyrir vel unnin störf og órofa tryggð við stúkuna. Hefur frú Lára gegnt Iengur embætti í stúkunni en nokkur önnur kona og jafnan rækt öll störf sín með slíkri ósérhlífni og alúð, að á betra verð- ur ekki kosið. Stúkan þakkar henni störfin, óskar þess, að vér f áum sem lengst að njóta starfskrafta hennar og árnar henni allra heilla í framtíð- inni. Væri vel, að stúkan bæri gæfu til að eignast sem flesta félaga, er fetuðu í fótspor frú Láru um á- huga, dugnað og ágætt starf fyr- ir málefnið. ★ Frá vetrarstarfi st. Framsókn. Laugardaginn 22. þ. m. boðaði stúkan Framsókn til síðasta fund- arins á starfsárinu, en sá er siður í þessum félagsskap, sem flestum öðrum f-élögum hér í Siglufirði, að aðaltíminn til fundahalda er að vetrinum. Á fundinum fór fram kosning fulltrúa á Stórstúkuþing. Mælt var með Hannesi Jónassyni sem umboðsmanni Stórtemplars. Æ.t. Pétur Björnsson stjórnaði fundinum, en hann hefur ekki s.l. 6 mánuði getað gegnt þessum störfum vegna veikinda. Starf stúkunnar í vetur hefur því miður ekki verið sem æskileg- ast, fundarsókn verri, miðað við liðna vetur og á starfsárinu hefur meðlimum fækkað og hefur stúk- an þurft að sjá á bak góðum kröftum, sem talið var að yrðu að miklu liði í baráttunni gegn áfeng- inu. Ástæðurnar fyrir þessari fækkun meðlima eru án efa mis- jafnar, suma þyrstir, aðrir yfir- gefa félagsskapinn til að geta tek- ið þátt í samkvæmislífinu!!! Nokkrir hafa flutt burtu og f jórða flokkinn skipa þeir, sem finnst bar átta okkar gegn áfenginu og fyrir Sjómannaheimilinu (en það eru höfuðverkefni okkar), tilgangs- laus og erfiðið meira en uppsker- an. Þessi misjöfnu viðhorf verða innan skamms rædd í ,,Regni“, svo að eg læt hér staðar numið. Þrátt fyrir að vetrarstarfið hef- ur ekki verið giftudrýgra en raun ber vitni, er ástæðulaust að ör- vænta, Félagarnir í stúkunní eru enn tæplega 200 og margir vinna vel. Stúkan minntist 20 ára afmælis síns. í nóvember s.l. með ánægju- legu hófi. Sátu það'Urn 250 templ- arar og gestir.Sjónleikurinn,,Mað- ur og kona“ var sýndur til ágóða fyrir Sjómannaheimilið og Þor- móðssöfnunina. Sjóður að upphæð kr. 500.00 hefur verið myndaður til eflingar leiklist í Siglufirði, síð- ar verður þessa sjóðs getið nánar, svo og um tekjuöflunarleiðir hon- um til handa. Fundir hafa verið haldnir tvisv- ar í mánuði í vetur og þar rædd ýmis mál varðandi stefnuskrárat- riði. ,,Reginn“ hefur verið gefinn út af stiikunni sem að undanförnu. Útbreiðslufundur var haldinn 1. febrúar. Segja má, þegar litið er yfir lið- inn vetur, að þar sé ekki hægt að eygja nein stórvirki, sem við höf- um unnið, en ýmsir hafa fórnað miklum tíma til að vinna fyrir fé- lagsskapinn og hugsjón hans. — Þökk sé þeim. — Hittumst heil að hausti. S k r á yfir tekju- og eignaskatt, stríðsgróðaskatt, verðlækkunar- skatt og gjöld til Lífeyrissjóðs Islands, ennfremur skrá ýfir gjaldendur til námsbókasjóðs fyrir árið 1943, liggja frammi, alménningi til sýnis, á skrifstofu bæjarfógeta frá 18. maí til 1. júní að báðum dögum meðtöldum. Kærur út af skrám þessum skulu vera komnar á skrif- stofu bæjarins í síðasta lagi þann 1. júní n. k. kl. 12 á hádegi. Siglufirði, 17. maí 1943. SKATTANEFND J. K.

x

Reginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.