Reginn - 04.02.1950, Qupperneq 1

Reginn - 04.02.1950, Qupperneq 1
* BLAÐ TEMPLARA SIGLUFIRDZ 13. árgangur. Siglufirði, laugardagurinn 4. fehrúar 1950. 1. FEBRÚAR Fimmtán ára reynsla sannar oss að eina örugga leiðin til að útrýma áfengis bölinu, er að koma á álgjöru banni um kaup pg sölu já öllu áfengi. Þessa reynslu þekkir mikill meirihlui þjóðarinnar og telur því rétt að þjóðin fái ív almennri atkvæðagreiðslu, t að segja til um það, hvort ekki skuli komið á banni. I dag eru liðin fimmtán ár síðan bannlögin voru numin úr gildi til fulls og leyfður innflutningur og sala áfengra drykkja í landinu. Þessi fimmtán ára reynslutími hefur fært okkur heim sannanir fyrir því, sem bindindismenn hafa alltaf haldið fram, að því rýmra sem er um sölu áfengra drykkja, þess meira er neytt af þeim, og auðvitað fara afleiðingar áfengisnautnarinnar vaxandi i ]jj óðlífi voru, í sama hlutfalli og neyslan vex. Það eru staðreyndir, sem ekki verður á móti mteelt, að á þeim fimmtán árum, sem liðin eru frá 1. febrúar 1935 eru það ekki svo fáir Islendingar ,sem fórnað hafa fé og fjöri á altari vinguðsins. Vissulega er því reynsla vor dýru verði keypt og tímabært að hugleiða þá spurningu, og svara henni, hvort við höfum ráð á því að hafa reynslutímann lengri. Svarið verður: A því höfum við ekki efni og því ber okkur öllum skylda til að benda á þær leiðir er við teljum líklegastar til mbóta. Fyrir fimmtán árum trúði allstór hluti þjóðarinn- ar því, að rétt væri að afnema bannlögin og hafa frjálsa sölu á áfengum drykkjum. Þá myndi áfengis neyzla þjóðarinnar fara minnkandi og þá um leið þær slæmu afleiðingar er hún veldur í þjóðlífinu. Reynsla s. 1. 15 ára afsannar þessa skoðun gjör- 1.—2. tbl. samlega. Þetta viðurkenna nú allir, en deila um hvaða leiðir eigi að fara til úrbóta. Hjá öðrum þjóð- um hafa verið reyndar ýmsar leiðir i áfengismál- unum. Má þar nefna skömmtun á áfengi; héraða bönn og fl. Reynslan hefur orðið sú að slíkar ráð- stafanir hafa reynst gagnslitlar og enga lausn veitt á vandanum. Vmsir hér á landi, hallast að þeirri lausn að koma á skömmtun á áfengi eða héraðabönnum, sem þegar er lögheimild fyrir, en það virðist óþarft að vera að lengja enn rejmslutímann með slíkp. Hann er þegar orðinn of langur. Fyrir tveim árum kom fram á alþingi tillaga um að láta fara fram þjóðaratkv.gr. um kaup og sölu- bann á áfengi samtímis næstu kosningum, en þessi sjálfsagða lausn náði ekki fram að ganga. Ilið háa Alþingi sá sér ekki fært að leyfa íslenzku þjóðinni að segja til um það hvort hún vilji losna við áfeng- isbölið eða ekki. Enn hefur ekkert gerzt í málinu. Alþingi ekki treyst sér til eða viljað neitt gera og þjóðin ekki fengið tækifæri til að segja til um það, hvort hún viLI koma á algjöru banni eða ekki. Af ýmsu má þó ráða (skoðanakönnun, samþ. og fl.) að meiriihluti þjóðarinnar vilji að nú þegar sé komið á algjöru banni, enda er það eina rétta leiðin. Aðal rökin gegn banni virðist nú orðið vera þau, að ríkissjóður geti ekki misst þær fjárupphæðir, sem hann nú hefur af sölu áfengis. — Því skal ekki neitað að rikissjóður hafi ekki fulla þörf fyrir allt það fé er hann nú fær, og þótt meira væri. Hitt er líka rétt að upphæð sú er hann fær fyrir áfengissölu er ekkert smáræði. Hún nam á árinu 1948 rúmum 63 milljónum króna eða um 2285 krónu skatti á hverja 5 manna f jölskyldu á öllu landinu. Hvaðan koma þessir pen- ingar? Er það ekki íslenzka þjóðin sjálf sem leggur þá til. Eru þeir ekki úr hennar vösum? Jú vissulega. Getur þá ekki íslenzka þjóðin staðið undir þeim sköttum og skyldum, er með þarf, til að hægt sé a$ starfrækja menningarþjóðfélag, án þess að takæ inn um leið eitur í stórum skömmtum ?.

x

Reginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.