Reginn - 04.02.1950, Qupperneq 6

Reginn - 04.02.1950, Qupperneq 6
REGINN 6 Ur dagatali bindindis- rnanna 1950 AKUREYRl „Akureyri hefur átt því láni að fagna að vera vagga þeirra tveggja félagsmálahreyfinga, sem mest og hezt hafa unnið hindindismálinu í landinu; það er Góðtemplarareghmnar og' Ungmennafélaganna. Fyrsta stúka landsins, Isafold nr. 1, var stofn- uð á Akureyri 10. jan. 1884 af norsknm manni, Ole Lied, en Friðbjörn Steinsson var helzti hvatamaður stofnunarinnar og varð l>ezti maður stúkunnar. — Akureyri var höfuðstaður Reglunnar á Islandi hálft þriðja ár, nnz Stórstúka Islands var stofnuð. For- ustu um útbreiðslustarfið hafði stúkan Isafold og voru stofnaðar 11 stúkur á j)essu tímabili. 4. júli 1904 stofnaði Sigurður Eiríksson st. Brynju nr. 99. Hún hefur átt marga dugnaðarmenn. Umf. Akur- eyrar var stofnað 1906. Á fyrstu árum Reglunnar reistu templarar á Akureyri veglegasta góðtemplarahús landsins, seni enn vitnar mjög um stórhug og dugnað. Það er nú samkomuhús bæjarins. Húsið var reist 1906 og kost- aði 20 J)ús. kr. Seinna byggðu templarar og ung- mennafél. á Akureyri samkomuhúsið Skjaldborg, fluttu í j)að á nýári 1925, en liafa nú í huga að koma upp mjög veglegu félagsheimili, hæfu fyrir kvik- myndasýningar og' margþætt félagsstarf. Framkvæmdanefnd Stórstúkunnar var á Akur- ejui 1924—’27. Fjölgaði þá félögum Reglunnar í landinu um 2800 og fjárhagur vænkaðist. Bryn- leifur Tohíasson var j)á stórtemplar. Umdæmisstúk- an nr. 5 hel’ur oftast haft aðsetur sitt á Akureyri og annast nm útbreiðslustarfið norðanlands. Barna- stúkan Sakleysið nr. 3 var stofnuð 10. júlí 1886, en 29. nóv. 1931 stofnaði Hannes J. Magnússon skóla- stjóri barnast. Samvið. Ungmennastúkan Akurlilj an nr. 2 var stofnuð 12. nóv. 1933; mjög glæsileg stúka undir forustu ágætra raanna og starfaði í 10 ár. Flestir voru félagar 250. I tveimur aðalstúkunum á Akureyri eru nú um 350 félm. og i báðum barnastúkunum 315. 1 atkvæðagreiðslu um hannlögin 1933 greiddu 620 bannlögunum atkv. en 564 á móti. Akureyri hefur verið eitt helzta vigi bindindis- starfsins i landinu og átt mikið mannval. Má hclzt nefna fyrr á árum Friðbjörn Steinsson, Bjarna Hjaltalín, Jón Chr. Stefliansson, Guðlaug Guð- mundsson, sýslumann, Lilju Kristjánsdóttur, Jón Baldvinsson, Lárus Thorarensen, og siðar: Álfheiði Einarsdóttur, Halldór Friðjónsson, Einar H. Kvar- an, Guðbjörn Björnsson, Hallgrím Jónsson, Þor- stein M. Jónsson skólastj., Snorra Sigfússon skóla- stj., Stefán Á. Kristjánsson og' kennarana Hannes J. Magnússon og Eirik Sigurðsson.“ 1. FEBKÚAK (Framhald af 1. síðu) Jú vissulega. Er ekki íslenzka J)jóðin færari um að taka á sig og' standa undir þeim birðum, er Jvjóðfélag vort þarfnast af oss, algáð og heilbrigð á sál og' likama, heldur en lömuð af ofnaútn áfengra drykkja? Jú vissu lega. Er J)á ekki heimskulegt og beint mannskemm- andi að halda J)ví fram að ríkissjóður J)yrfti að selja áfengi, og græða á því, til J)ess að liægt sé að halda uppi menningar ríki?. Jú vissu lega. Bindindismenn hafa gert 1. feþrúar að sérstökum baráttudegi fyrir útrýmingu áfengis. Að visu eru allir dagar ársins baráttudagar fyrir hinu háleita marki að losa þjóðina við bölvun áfenginsins, en 1. febrúar á þó að vera sérsakur hvatningar og baráttudagur. Bindindismenn! (Minnum ávallt á 1. fehrúar 1935 til viðvörunar. Bendum þjóðinni á, að á Islandi ræður nú heimskuleg og skammsýn efnishyggja í áfengismálunum. Þar sem fyrir áfengisgróða er greitt með fjölda mannslífa, og framtíðarheill æsk- unnar fórnað fyrir peninga. Hversu lengi lætur íslenzka J)jóðin stjórna sér Jmnnig? Bindindismenn heita á æskufólkið til stuðnings við málstað sinn. Minnist J)ess, að áfengið er hættu- legasti óvinur æsku og manndóms. Áfenginu fylgir menningarleysi, ófrelsi, sjúk- dómar, örhyrgð og dauði. A móti öllu J)essu Iherst æskan, og þessvegna skipar heilbrigð æska sér undir merki bindindismanna. „Island vínlaust! Það er takmark vort.“ J. Þ. Tii fasíra kaupersda Regins Gert var ráð fyrir að blaðið Reginn kæmi út 4 sinnum á ári, tvö tölublöð i hvert sinn, 8 tölublöð á ári. Tvö s. 1. ár hafa ekki komið út nema 6 tölublöð á ári. Blaðnefndin hefur því ákveðið, að lastir kaupendur blaðsins skuli ekki lcrafðir um greiðslu fyrir s.l. ár (1949). Þeirsem hafagreitt fyrir árið 1949, teljast því hafa greitt fyrirl950 Utgefendur Regins vonast til að blaðið geti, á þessu ári komið út reglulega 8 tölublöð. Árgangur Regins kostar 5 krónur. Blaðnefncl Regins

x

Reginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.