Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 27.03.1985, Blaðsíða 1
STARFSMANNAFÉLAG RÍKISSTOFNANA
XXV^ÁRG. MTÐVIKUbAGÚR^T^ÁR^ílw^8^^^^ ^ 3?"tBL. ,
AF
EFNI
BLAÐSINS
KÖNNUN SFR A
VERÐI í MÖTU-
NEYTUNUM
- sjá bls. 2 og 3
STUÐNINGUR
VIÐ KENNARA
- sjá bls. 2
A nAmskeiði um
VINNUTÆKNI
- sjá bls. 4
ORLOFSBÚÐIRNAR
- UMSÓKNARFRESTUR
TIL 15. APRÍL
- sjá bls. 5
BETRI KJÖR MEÐ
ÞVÍ AÐ GANGA í
ANNAÐ FÉLAG?
- sjá bls. 6 og 7
STARFSMENN LANDS-
SMIÐJUNNAR EIGA
RÉTT A BIÐLAUNUM
- sjá bls. 7
VEIKINDADAGAR OG
FÆÐINGARORLOF -
MERKUR DÓMUR
- sjá bls. 8
Ljósmyndir í
Félagstíðindum:
Pétur Óskarsson
AÐVERA EÐA
VERA EKKI!
Eru heildarsamtök launafólks af hinu illa? Mun það skila
betri árangri í kjarabaráttunni, ef þessi samtök leysast upp
í frumeindir sínar?
Það er eðlilegt að spurt sé þessara spurninga nú, þegar
ýmsir hópar telja sig ekki hafa gagn af aðildinni að BSRB
og ræða því um úrsögn og myndun sérhópa. Kennarar eru hávær-
astir £ þessu nú. Umræða mun vera um hið sama meðal ýmissa
löggæsluhópa. Hjúkrunarfræðingar eru enn á ný farnir að
ræða um úrsögn. Ýmsir tæknimenn svo sem hjá símanum og út-
varpinu, vilja fara úr sínum stéttarfélögum. Og ýmsir fél-
agsmenn SFR hjá Rarik vilja ganga í Rafiðnaðarsambandið.
Auðvitað er það ljóst, að viðsemjendur okkar ýta undir
slik viðhorf og slikar umræður þegar þeir semja um betri
kjör við eitt félagið en annað þótt um sambærileg störf sé
að ræða. En ef BSRB fer að kvarnast upp á annað borð, hvar
endar sú þróun?
Tökum kennara sem dæmi. Ýmsir þeirra telja BSRB sér gagns-
laust í baráttunni. Miklu betra sé að kennarar séu allir sam-
an í einu félagi sem semji sérstaklega. Ef af slíku verður
mun auðvitað fljótlega koma í ljós, að kennarar skiptast
lika í fjölmarga ólika hópa sem hafa ólikra hagsmuna að gæta.
Fara þeir þá hver um sig sína leið? Endar verkalýðshreyfing-
in í fámennum hópum, sem hver um sig verður einskis megnugur
í baráttunni?
Starfsmannafélag ríkisstofnana er samsett af mörgum ólíkum
hópum sem hafa til þessa starfað samkvæmt þeirri meginreglu
verkalýðsbaráttunnar, að sameinaðir séu launamenn sterkir en
veikir sé þeim sundrað. Að saman nái félagsmenn meiri árangri
en hver smáhópur út af fyrir sig. Vafalaust eru til hópar sem
um stundarsakir fengju betri kjör með því að semja sér. En
hinir eru fleiri, sem græða á samtöðunni - og þegar til lengri
tíma er litið hlýtur sundrungin að veikja alla.
Það væri því nær fyrir ábyrga forystumenn x launþegahreyf-
ingunni að vinna að aukinni samstöðu, brýna enn frekar það
vopn sem BSRB er fyrir alla félagsmenn. Eða þá stíga skrefið
hreinlega og heiðarlega og leggja til að BSRB verði lagt niður
svo frumskógarlögmálið megi ríkja og hinir sterkari troða þá
sem veikari eru niður í svaðið.
Ábyrgðarmaður:
Einar Ólafsson
Umsjónarmaður:
Elías Snæland Jónsson
Afgreiðsla:
Grettisgata 89