Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 27.03.1985, Side 2

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 27.03.1985, Side 2
2 FÉLAGSTÍÐINDI Verulegur mismunur á verði fæðis í helstu mötuneytunum - Þriðja verðkönnun SFR í mötuneytum hjá ríki og einkafyrirtækjum í desemberhefti Félagstíóinda árið 1982 birtist samanburður sem SFR hefur látið gera á verði á fæði í nokkrum mötuneytum ríkisins. Slík verðkönnun hafði áður verið gerð árið 1979. NÚ hefur félagið kannað verðlagið í mötuneytum í þriðja sinn og er það yfirlit birt hér á sxðunni til hliðar. Eins og fram kemur í yfirlitinu er veru- legur munur á verðlagi í hinum ýmsu mötu- neytum. Auk sjálfs verðsins er birt í yfirlitinu hér til hliðar útreikningur á því hvers sé hlutfall á milli raunverulegs verðs í mötu- neytunum og þess meðaltalsverðs sem greitt er samkvæmt grein 3.4.3. í aðalkjarasamn- ingi BSRB. Þetta verð er nú 71.00 fyrir máltíðina. Með samanbiirði við hliðstæða útreikninga úr fyrri.verðkönnunum SFR, sem einnig eru birtir hér, má sjá þær breytingar sem orðið hafa á raungildi þessa meðaltalsverðs. Því má að lokum bæta við, að fæðispen- ingar til þeirra sem ekki hafa aðgang að mötuneyti eru nú 39.56 krónur. Fjölmennur fundur til stuðnings kennurum fyrir utan Alþingishusið. STUÐNINGUR Fundur trúnaðarmanna í Starfsmannafélagi ríkisstofnana (SFR) 26. febrúar 1985 lýsir yfir eindregnum stuðningi við baráttu sjómanna og framhaldsskólakennara. Kröfur sjómanna um 35 þúsund króna tekjutryggingu og kennara um 35 þúsund króna lágmarkslaun eru réttlætismál. Jafnframt bendir fundurinn á nauðsyn þess fyrir verkalýðshreyfinguna í heild að sam- einast í baráttu fyrir fullkomnum verðbótum á laun. Án verðbóta á laun eru allir samn- ingar um laun haldlitlir þegar til lengdar VIÐ KENNARA i lætur. » Það er ljóst að launþegar hljóta að fylgjast , með kjarabaráttu þessara stétta vegna þeirra 1 áhrifa sem hún hlítur að hafa á baráttu , annarra launþega. Mikilvægast er að gleyma > ekki gömlu sannindunum - "að sameinaðir , stöndum vér, sundraðir föllum vér". t Samstaða launþega á örlagatímum er það sem [ gildir sé til lengri tíma litið. , Þessi ályktun var send til Hins íslenska ! kennarafélags og Sjómannasambands Islands.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.