Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 27.03.1985, Qupperneq 5

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 27.03.1985, Qupperneq 5
FÉLAGSTÍÐINDI 5 Umsóknarfrestur til 15. apríl um dvöl í orlofshúsum SFR — umsóknareyðublöð fylgja Félagstíðindum Auglýst hefur verió eftir umsóknum um dvöl í sumarhúsum Starfsmannafélags ríkisstofn- ana nú í sumar, og er umsóknarfrestur til 15. apríl næstkomandi. Umsóknareyðublöð fylgja með þessu tölublaði Félagstíðinda. Á umsóknareyðublaðinu eru sömuleiðis upp- lýsingar um þær reglur, sem orlofsnefnd félagsins fer eftir þegar hún úthlutar dvöl í sumarhúsunum. Sumarhús í eigu SFR eru nú sem í fyrra 20 talsins. Tíu húsanna eru í Munaðarnesi, sjö hús eru í Stóru-Skógum og 3 hús á Eiðum. Húsin í Munaðarnesi eru misjafnlega stór - allt frá 2-4 manna og upp í 8 manna, en húsin á Stóru-Skógum og Eiðum eru öll 6-8 manna. Skiftidagar eru á föstudögum eftir kl. 15. Hér á síðunni eru nánari upplýsingar um leigugjaldið fyrir sumarhúsin. Munið að umsóknarfresturinn er aðeins til 15. apríl. Leigugjaldið fyrir sumarhús félagsins Leigugjald fyrir sumarhús SFR hefur verið ákveðin sem hér segir: Vorleiga húsunum er rétt að vekja athygli á að venju samkvæmt verður margfalt meiri aðsókn að húsum félagsins yfir sumarleigutímabilið. Þess vegna eru mun meiri líkur á úthlutun ef sótt er um á vor- eða hausttímabilunum, auk þess sem það er ódýrara eins og hér hefur komið fram. Þess má geta, að auk hefðbundins búnaðar eru í húsum SFR barnarúm, útvarp og grillofn. Þetta verð nær yfir fjórar vikur - frá 17. maí til 14. júní. Leigugjaldið fyrir stórt hús verður þá 2.200 krónur á viku, en 1.700 krónur fyrir lítð hús. Sumarleiga Sumarleigan nær til tímabilsins frá 14. júní til 16. ágúst eða 9 vikna. Þá verður leigugjaldið fyrir stóru húsin 2.900 á viku en 2.100 krónur fyrir litlu húsin. Haustleiga Hér er um fjórar vikur að ræða - frá 16. ágúst til 13. september. Leigugjaldið er þá hið sama og á vortxmabilinu - þ.e. 2.200 krónur fyrir stórt hús en 1.700 krónur fyrir lítið hús. Þess má geta að gjald fyrir vetrarleigu húsa félagsins er hið sama og vor- og haustleigu- gjaldið: 2.200 krónur fyrir stórt hús en 1.700 fyrir lítið hús. Fjrrir 2-4 nætur er verðið lægra (1.700 og 1.200 krónur) og ein nótt kostar 1.100 krónur í stóru húsi en 850 í litlu húsi yfir vetrartímann. Þegar félagsmenn sækja nú um sumardvöl í Hagnaður af rekstri sumarhúsanna 1984 Á síðasta ári varð hagnaður af rekstri orlofsheimila BSRB. Samkvæmt reikningum, sem lagðir voru fram á aðalfundi fulltrúaráðs orlofsheimilanna 11. mars síðastliðinn, nam hagnaðurinn rúmlega 969 þúsundum króna á árinu 1984. Heildartekjur námu tæplega 4.6 milljónum króna. Þar af voru leigutekjurnar aðeins tæplega 745 þúsund. Ástæða þess að hagnaður varð af rekstrinum í fyrra er fyrst og fremst minni rafmagns- kostnaður en áætlað var fyrirfram. Veður- far var hagstæðara í fyrrasumar en árið 1983 og raforkan hækkaði minna en áætlun gerði ráð fyrir. Það leigugjald, sem ákveðið var fyrir kom- andi sumar, miðaðist við að rekstrarhagn- aðinum frá í fyrra verði varið til að mæta rekstrarútgjöldum á þessu ári. Fjár- hagsáætlun fyrir árið 1985 gerir ráð fyrir að tekjur og gjöld á árinu nemi 4.9 mill- jónum króna.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.