Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 27.03.1985, Page 10

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 27.03.1985, Page 10
8 FÉLAGSTÍÐINDI Veikindi fyrir fæðingu eru ekki hluti fæðingarorlofs Merkur dómur í bæjarþingi Reykjavíkur um veikindi og fæðingarorlof Með dómi í bæjarþingi Reykjavíkur hefur veriö vísað á bug þeirri verklagsreglu fjármálaráðuneytisins að telja veikindi sem tengjast barnsburði síðustu 14 dagana fyrir barnsburð til fæðingarorlofs. Hefur dómurinn úrskurðað að kona, sem lagt geti fram vottorð um slík veikindi síð- ustu tvær vikurnar fyrir fæðingu, eigi að fá þann tíma greiddan sem veikindadaga. Það var hjúkrunarfræðingur sem fór í próf- mál við fjármálaráðuneytið út af þessu máli. Hún hafði fengið vottorð frá lækni um að hún væri óvinnufær í nokkurn tíma fram að fæðingu barnsins. Hún fékk greidd veikindalaun fram að hálfum mánuði fyrir fæðinguna, en þá hófst fæðingarorlof hennar að mati ráðuneytisins. Þessu vildi hún ekki una og krafðist greiðslu fyrir veikindadaga allt fram að fæðingunni sjálfri. HÚn vann mál þetta fyrir bæjarþingi Reykja- víkur. í forsendum dómsins segir m.a.: "Samkvæmt l.mgr. ll.gr. reglugerðar nr. 295/1981 sem í gildi var, er stefnandi tók fæðingarorlof sitt, á kona, sem starfað hef- ur í þjónustu ríkisins samfellt í sex mán- uði fyrir barnsburð rétt á að vera fjar- verandi með fullum launum í samtals 90 daga vegna barnsburðarins. í reglugerðinni er ekki að finna nein fyrirmæli um það hvenær barnsburðarleyfi skuli hefjast og virðast engar fastar reglur gilda um það í reynd. Hvort tveggja virðist eiga sér stað, að kona vinni fram á síðasta dag meðgöngu og eins hitt, að hún hætti vinnu nokkru fyrir áætlaða fæðingu til þess að njóta hvíldar og afslöppunar, og taka fæðingarorlofs miðast við það. Þá kemur og fyrir að konur þurfa að hætta störfum fyrir áætlaða fæðingu af heilsufars- ástæðum, en um það segir í niðurlagi 1. mgr. ll.gr. reglugerðarinnar, að séu lengri frá- tafir nauðsynlegar að dómi lækna skuli meta þær eftir reglum um veikindadaga, sbr. 6.gr. Stefndi hefur komið sér upp þeirri verklags- reglu, að veikindi sem tengjast barnsburði síðustu 14 dagana fyrir fæðingu, sem aug- ljóslega tengjast ekki barnsburðinum, eru hins vegar metin skv. 6.gr. reglugerðar- innar um veikindadaga, og á sú niðurstaða stoð í 5.gr. reglugerðarinnar, sem fjallar um veikindi. Frátafir þær, sem 11. gr. gerir ráð fyrir, eru hins vegar frátafir í beinum tengslum við barnsburðinn, þ.e. ekki veikindi í iskilningi 5.gr. og skal skv. beinu ákvæði í reglugerðinni meta þær eftir reglum 6.gr. ium veikindadaga. 'Enga heimild umfram þær takmarkanir, sem ,fram kom í 6. gr., er að finna í reglu- 1gerðinni til að skerða þennan rétt konu til ilauna, hvorki síðasta hálfa mánuðinn fyrir 1barnsburð né á öðru tímabili, og á verk- ilagsregla stefnda enga stoð í reglugerðinni. >Komið hefur fram í framburði vitnisins [Sigrúnar Ásgeirsdóttur, launaskrárritara, iað konur hafi ævinlega andmælt þessari [verklagsreglu, sem beitt hefur verið eftir 1því sem næst verður komist frá því á árunum [1976-1977. Hér er um einhliða ákvörðun 1stefnda að ræða, sem andmælt hefur verið frá [upphafi. Ekki verður á það fallist, að 'venja helgi regluna. 1Þar sem ekki er ágreiningur um stefnufjár- ihæðina, verða kröfur stefnanda um laun í [veikindaleyfi samkvæmt framansögðu teknar itil greina". Bridge-námskeið Bridgenámskeiði SFR í vetur lýkur með sveitakeppni, sem standa mun í 3 kvöld, þ.e. 11. apríl, 17. apríl og 24. apríl. Keppendur mæti kl. 19.30. SFR félögum ásamt gestum þeirra er heim- iluð þátttaka og vonast SFR eftir að sjá marga þátttakendur úr fyrri bridgenámskeiðum félagsins, koma til leiks á ný. Verði sveitir fleiri en 6, verður spilað eftir Monradkerfi. Keppnisgjald verður í lágmarki. Nánari upplýsingar hjá ólafi - sími 38193 og Birni - sími 26688. >\/WWWVWS/WWWWWVWWVWWW\

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.