Bekkurinn - 01.10.1934, Blaðsíða 3

Bekkurinn - 01.10.1934, Blaðsíða 3
3 - BEKKURINH - 3 sem foreldrvim kann að þykja aflaga fara í starfi mínu eða öðru því, er veit að drengjunum hér í skólanum. Má vafalaust af því leiða aukinn skilning og leiðréttingar á misskilningi. Mig er að hitta alla virka daga kl. 8-12 árdegis í kennslustofu 7- 3; stofu 10. Annars á eg 'heima í Austurbæjarskólanum; suðurálmu uppi; og er venjulega heima eftir kl. 8 á kvöldin og oft á öðrum tímum síð- degis. Sími minn er 4808. Aðalstelnn Sigmundsson. S T.É PIUBREYTI lí 5 í S Ií 6 L A M Á L U M. n ;n;»i< ií i; ií ww tt » u mt d rnnt~vnrDirirfí !i ií »ti n n tt \t (nrmv'Hfí'f un "<ni»"» thv Hý stefna í skólamálum hefir rutt sér til rúms víða er- lendis á síðustu árum, og nú um skeið einnig hér á landi, vinnu- stefna eða nýskólastefna; og er unnið eftir henni í 7* hekk B; eft- ir því sem aðstaða leyfir. Eg flutti' útvarpserindi um stefnubreyt- ingu þessa 30- júní s.l.; fyrir Samband íslehzkrá barnakennara; í sambandi við skólasýninguna; er þá stóð yfir. Erindi þetta var síð- ar prentað í Hýja dagblaðinu; og leyfi eg mér að senda foreldrum nemenda minna tölublöðin; sem erindiö er í; með þessu blaði 'VBekkj- arins“. Leyfi' eg mér að mælast til, að viðtakendur lesi erindið; til skilningsauka á starfsaðferðum bekkjar míns; að því leyti; sem þær eru öðriivísi en tíðkazt hefir í íslenzkum barnaskólum. S T U If D V í S I 03 RB3LUSEMI Tnnnnrr. » u íi t,r,1, ii n n u ;i u »i V< u ii |< iú; t. íí r. f, itií ti u u 11 eru dyggðir, sem eg geng mjög ríkt eftir af nemöndum mínum. Leyfi eg mér hér með að mælast til; að foreldrar drengjanna séu mér samtaka um það. Drengirnir verða að koma stundvíslega í kennslustimdir; bæði vegna sjálfra sín og félaga sinna. Vegna sjálfra sín af því; aö ef drengur venst óstundvísi í bernsku, er hætt við; ^að sá ljoður fylgi honum jafnan síðan, og má leiða af því margvíslegan trafala. Vegna félaga sinna af^því, að drengur; sem kemur of seint £ kennslustund, gerir með því óngeði og truflar störf þeirra, sem fyrir eru. - Reglusemi og skyldurækni verður skólinn engu síður að temja nemöndum sínum. Drengur, sem gleymir iðulega^blýantinum sínum'heima og hirðir ekki um að hafa.skóla- tækih- sín í reglu, myndar sér með því skaðlega vénju; sem hætt er við; að síðar komi fram á starfi hans. Og drenghr; sem smeygir sér hjá að sækja kennslustundir; sem honum ber skylda tila að vera í; venst við það á að lítilsvirða skyldur sínar og hliðra sér hjá þeim - auk þess sem hann missir við þetta nokkuð af því námi; sem hann á að fá. Því.er á þetta síðasta minnt; að nokkuð hefir á því borið, að drengir í 7* bekk B hafi smeygt sér hjá að sækja. kennslustund- ir síðdegis, í leikfimi og söng; en þær námsgreinir 'kenna aðrir eh eg í bekknum. Báðar eru skyldunámsgreinir, engu síður nauðsynlegar en annað; og ber því drengjunum að sækja þá tima bekkjar síns eins og aðra; nema gild forföll banni (heilsubilun; mútur). Leikfimi- timar bekkjarins eru á mánadögum, miðvikudögum og laugardögum kl. 6-7, en söngur á laugardögum kl. 1-2.

x

Bekkurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bekkurinn
https://timarit.is/publication/1547

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.