Studia Islandica - 01.06.1985, Side 114
112
Síðasta setningin í Hgs. 118 kemur heim við Þiðriks
sögu (1954: 230): „Þat kann vera, at mann hendir mikinn
glæp ok finnr hann þat sjálfr ok iðrask ok er þá dugandi
maðr alla stxmd síðan.“
Sjá skýringar við Hgs. 35.
119.
T rúnaðarmanns
leita þú trúliga,
ef þú vilt góSan vin geta.
At fésœlu
kjós eigi fulltrúa,
heldr at SQnnum siSum.
Cum tibi vel socium vel fidum quæris amicum,
non tibi fortuna est hominis, sed vita, petenda. IV, 15.
[Þegar þú leitar þér að félaga eða tryggum vini, þá
skaltu ekki forvitnast um auðævi manns heldur lifs-
háttu.]
Einsætt er að Hgs. 119 hlítir fleiri fyrirmyndum en DC.
einum saman. Hér verður ýmislegt til samanburðar, og
skal þess fyrst getið, að orðið fulltrúi merkir ýmist Guð,
helga menn og aðra með yfirnáttúrulegan mátt og á hinn
bóginn mannlegan vin sem er algerlega treystandi. Hér
er engin ástæða til að minnast á Maríu mey, Ólaf helga,
Þór, Frey, Þorgerði Höldabrúði eða Þorlák helga, heldur
skal einungis minnt á annars konar fulltrúa. I Víga-Glúms
sögu segir hetjan: „Nú skulum vér taka oss fulltrúa, ok
skemmtum oss. Mun ek kjósa fyrst, ok eru þrír mínir
fulltrúar: einn er fésjóðr minn, annar ox mín, þriði stokka-
búr.“ Ingólfur kýs Þorkel að Hamri, og þá lætur Glúmur
hann gera eins og ráðlagt er j Oisciplina Clericalis að drepa
kálf og þykjast hafa drepið mann. Með slíku móti er hægt
að vita hverjum er treystandi. Orðið ,fulltrúi‘ hér minnir á