Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2021, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2021, Qupperneq 14
E kki er til nein heilbrigð-isáætlun fyrir sykur-sýki hér á landi og það er heldur enginn gagnagrunn- ur til fyrir sykursýki. Það er einstakt á Norðurlöndunum og þó víðar væri leitað. Þær töl- ur sem eru til eru gamlar og þær byggja á óbeinum athug- unum,“ segir Rafn Benedikts- son, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á innkirtladeild Landspítala, en undir þá deild heyrir til að mynda göngudeild fyrir fólk með sykursýki. 2016 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga frá vel- ferðarnefnd um skráningu sykursýki og skimunar fyrir sykursýki. Þar fól Alþingi heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sem fengi það verk- efni að móta viðbrögð við vax- andi nýgengi sykursýki. Rafn var formaður þessa starfshóps, tilnefndur af Landspítala, og skilaði hópur- inn skýrslu til velferðarráðu- neytisins, sem heilbrigðismál heyrðu undir, í apríl 2018. Þar voru nefndar ýmsar aðgerðir til úrbóta en lítið sem ekkert hefur þó verið gert síðan af hálfu yfirvalda. Hefur tekið of langan tíma Talið er að um 9% fullorðinna Íslendinga séu með sykur- sýki. Á árunum 1967-72 var þetta hlutfall tæplega 3%. „Þetta er veruleg aukning. Sykursýki er sjúkdómur sem kostar einstaklinga og sam- félagið mjög mikið. Þess vegna er mjög merkilegt að það sé ekki löngu búið að gera heilbrigðisáætlun fyrir sykursýki og koma upp gagnagrunni. Þessi vinna er í gangi en hefur tekið allt of langan tíma,“ segir Rafn. Af þeim sem eru með sykursýki eru 90-95% með sykursýki 2. Fríða Bragadóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka syk- ursjúkra, átti einnig sæti í starfshópnum. „Við skiluðum ítarlegri skýrslu um málið og í framhaldinu voru settir tölvu- menn hjá landlækni í málið, og nú er á síðustu metrunum gerð gagnagrunns sem mun halda utan um fjöldatölur þeirra sem greinast með syk- ursýki, fjölda þeirra sem hafa tiltekna fylgikvilla, fjölda þeirra sem ná meðferðar- markmiðum eða ekki, og svo framvegis. Síðast þegar ég vissi var verið að vinna í að byggja brýr milli allra þeirra mismunandi kerfa sem geyma sjúkraskrárupplýsingar og svo yfir í þennan gagnagrunn. Þessu verkefni hefur aðeins seinkað, einfaldlega vegna þess að starfsmenn landlækn- is og ráðuneytis hafa dálítið verið uppteknir í öðru undan- farið, en þetta fer að komast á koppinn. Og hugmyndin er síðan að nota þetta kerfi sem grunn til að búa til sams kon- ar skráningar fyrir ýmsa aðra sjúkdóma,“ segir Fríða. Dæmi um óbeina athugun á umfangi sykursýki meðal Íslendinga er meistaraverk- efni í lyfjafræði sem Agnes Eir Magnúsdóttir skrifaði við Háskóla Íslands á síðasta ári og heitir: „Notkun sykur- sýkislyfja á Íslandi á árunum 2008-2017 – Samanburður við Norðurlönd.“ Í útdrætti úr ritgerðinni segir: „Niðurstöður rann- sóknarinnar sýna að notkun sykursýkislyfja hefur aukist hraðar á Íslandi heldur en á hinum Norðurlöndunum. Á árunum 2008-2017 jókst notkun sykursýkislyfja á Ís- landi um 83,4%, miðað við t.d. 20,6% í Noregi. Af því má álykta að algengi sykur- sýki hafi aukist hraðar á Ís- landi í samanburði við hin Norðurlöndin og stefnir nú í að Ísland verði með svipað hlutfall sykursjúkra og lönd sem voru nánast heimsþekkt fyrir háa tíðni af sykursýki, svo sem Svíþjóð og Finnland.“ Í lögum að halda skrá Í skýrslu starfshópsins sem birt var árið 2018 kom fram að ekki væri um auðugan garð að gresja hvað varðar gögn um sykursýki, fylgikvilla eða með- ferð hennar hér á landi. Stað- an nú sé þannig að einstaka læknar og einstaka heilsu- gæslustöðvar halda pappírs- skrár eða skrár á tölvutæku formi yfir skjólstæðinga sína. „Engin kerfisbundin úttekt ENGINN GAGNAGRUNNUR TIL FYRIR SYKURSÝKI Engin skipulögð skráning á sykursýki er til staðar á Íslandi. Um 90-95% sjúklinga eru með áunna sykursýki. Notkun sykursýkislyfja eykst hraðar en á hinum Norðurlöndunum. Sykursýki er kostnaðarsöm fyrir samfélagið. 14 FRÉTTIR 26. MARS 2021 DV Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Þær tölur sem eru til eru gamlar og þær byggja á óbeinum athug- unum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.