Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2021, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2021, Qupperneq 19
DV 26. MARS 2021 EYJAN 19 ERT ÞÚ MÁLSHÁTTAMEISTARI DV? Taktu þátt í skemmtilegum páskaleik DV með því að senda okkur þinn eigin heimagerða málshátt. Skemmti­ legustu málshættirnir munu birtast á DV.is þar sem lesendur geta kosið um besta málsháttinn. Vinningsmálshátturinn birtist svo í Páskablaði DV sem kemur út á skírdag, 1. apríl. Sendið ykkar málshætti inn fyrir þriðjudaginn 30. mars á netfangið dv@dv.is merkt: Málsháttameistari MYND/VALLI 2. október 2020 | 39. tbl. | 111. árg. | Verð 995 kr. Tíminn er dýrmætur Sigurlaug M. Jónasdóttir útvarpskona eldar kvöldmat ofan í hei lan her, hatar ekki draslskúffurnar sínar og hefur mætt pilslaus í vinnuna. H ún hefur einstaka sýn á lífið og se gir það of stutt fyrir slappan mat og leiðindi. – sjá síðu 10 8 ára gamlir í hengingarleik 9 Einhleypar ofurkonur 20 Í VERÐLAUN ERU : 1 sæti: 3 páskaegg frá Góu og þriggja mánaða áskrift að DV 2 sæti: 2 páskaegg frá Góu og eins mánaðar áskrift að DV 3 Sæti: 2 páskaegg frá Góu og eins mánaðar áskrift að DV MYND/ANTON BRINK 5. mars 2021 | 9. tbl. | 112. árg. | Verð 995 kr. Katrín og krafturinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fer í Krambúðina á náttfötunum, hefur oft verið spurð hvar hún sjálf sé og heldur fast í húmorinn á krefjandi tímum. – sjá síðu 10 6 14 Fleiri og yngri börn með átröskunFalið val við HPV-bólusetningu hlutann á ferli reyndra stjórn­ málamanna sem hafa lengi verið í fremstu röð, en flokk­ arnir vilja koma yngra fólki í ráðherrastólana, þá er virðu­ legur eldri þingmaður gerður að forseta Alþingis. Stundum er staða þingfor­ seta talin jafngilda ráðherra­ stóli þó flestir stjórnmála­ menn séu á þeirri skoðun að mun meiri völd fylgi ráðherra­ titlinum. „Fyrir mann eins og Steingrím J. Sigfússon er það í raun mjög viðeigandi endir á löngum ferli að kveðja sem forseti þingsins,“ segir Ólafur en Steingrímur hefur gefið út að hann hætti á þingi eftir næsti alþingiskosningar. Ráðherrann á RÚV Í þáttunum Ráðherrann sem sýndir voru á RÚV, þar sem Ólafur Darri Ólafsson fór með hlutverk Benedikts forsætis­ ráðherra, var ákveðið að gera hinn unga varaformann, sem Þorvaldur Davíð Kristjánsson lék, að forseta Alþingis. Þarna var því um að ræða undan­ Þingfararkaup óbreyttra þing- manna er nú rúm- lega 1,2 milljónir króna en ráðherr- ar og forseti þings- ins fá 2 milljónir. tekningu frá reglunni en auðvitað líka um sjónvarps­ þáttaseríu að ræða en ekki raunveruleika. „Það kom líka fram að öllu jöfnu hefði hann orðið ráðherra en í þeim sögu­ þræði þurfti formaðurinn, vegna innanflokksátaka, að setja annan í ráðherrasætið. Það var því þrautalending að gera unga varaformanninn að forseta þingsins,“ segir Ólafur. Þá bendir hann á að ýmis­ legt hafi verið gert til að gera embætti forseta þingsins eftir­ sóknarverðara. Ein tilraun til þess var árið 1995 þegar ákveðið var að forseti Alþingis nyti sömu launa og starfskjara og ráðherrar. Þingfararkaup óbreyttra þingmanna er nú rúmlega 1,2 milljónir króna en ráðherrar og forseti þingsins fá 2 milljónir. Ofan á þetta geta síðan bæst ýmis hlunnindi. Ákveðin jafnvægislist Þegar Alþingi kemur saman við þingsetningu á fyrsta fundi hvers kjörtímabils skal kosinn forseti og sex varaforsetar og skipa þeir forsætisnefnd. Þar sem átta flokkar eru nú á þingi eiga ekki allir þeirra fulltrúa í nefndinni. Forsætisnefnd skipuleggur þinghaldið, hefur umsjón með alþjóðasamstarfi, fjallar um fjárhagsáætlanir þingsins og setur almennar reglur um rekstur þingsins og stjórn­ sýslu. Ólafur bendir á að forseti þingsins sé í raun í dálítilli klemmu. „Hann er yfirleitt fulltrúi ríkisstjórnarflokk­ anna og á að sjá um að ríkis­ stjórnin komi sínum málum í gegn. Hann er samt forseti allra þingmanna og fulltrúi þeirra í þingstörfunum. Þetta er því ákveðin jafnvægislist.“ Þá tekur Ólafur fram að síðustu fjórir þingforsetar hafi lagt verulega áherslu á að styrkja stöðu þingsins, til að mynda með því að bæta starfsaðstöðuna þar. Þetta eru þau Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir úr Samfylk­ ingu, Einar K. Guðfinnsson og Unnur Brá Konráðsdóttir úr Sjálfstæðisflokki, og svo Steingrímur J. „Starfsaðstaða þingmanna hefur gjörbreyst. Lengi vel höfðu þeir ekki einu sinni sér skrifstofu. Þá hefur starfs­ mönnum bæði þingsins og þingflokkanna fjölgað og sér­ fræðiaðstoð aukist mjög mikið. Forsetar þingsins hafa átt mik­ inn þátt í að gera Alþingi að faglegri vinnustað og aðstöðu íslenskra þingmanna líkari því sem gerist í nágrannalönd­ unum.“ Brennivínsréttindin Ólafur segir lítið hægt að spá fyrir um hver verði næsti forseti Alþingis þar sem það liggur ekki einu sinni fyrir hvaða flokkar verða í næstu ríkisstjórn, hvað þá að allir framboðslistar séu komnir á hreint. „Það er nokkuð öruggt að þingforseti komi úr einhverj­ um þeirra flokka sem mynda næstu ríkisstjórn. Í augnablik­ inu vitum við hins vegar ekki annað en að það verði reyndur þingmaður sem fær ekki ráð­ herrasæti en er framarlega í sínum flokki.“ Þá rifjar Ólafur upp gamla gamansögu af Andrew Gil­ christ, sendiherra Breta á Íslandi, þegar þorskastríðin stóðu sem hæst. Gilchrist þótti nokkuð skrautlegur sendiherra og skrifaði hann meðal annars bókina „Cod wars and how to lose them“. Sagan segir að Gilchrist hafi alls ekkert skilið í því af hverju það væri eftirsóknar­ vert að vera forseti Alþingis. „Þegar hann var kominn betur inn í íslensk stjórnmál rann þó upp fyrir honum ljós. Embætt­ ið væri svona eftirsóknarvert því þá hefðu menn svo góðan aðgang að ódýru brennivíni, og ekki væru brennivínsréttindin endilega eftirsóknarverð til að menn gætu sjálfur drukkið heldur til að þeir gætu keypt mikið magn af brennivíni og veitt væntanlegum kjósendum vel. Þetta er nú bara svona skemmtileg anekdóta,“ segir Ólafur. n Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.