Fréttablaðið - 09.04.2021, Síða 30

Fréttablaðið - 09.04.2021, Síða 30
ÞAÐ ER ÓTRÚLEGT HVAÐ ÞAÐ SKIPTIR MIKLU MÁLI AÐ HAFA GOTT FÓLK Í KRINGUM SIG, SEM HEFUR RAUNVERULEGA TRÚ Á MANNI OG HJÁLPAR MANNI ÁFRAM. + + + = 19.990 kr. A L LT ÓTA K M A R K A Ð Fjölskyldupakkinn: Sólborg Guðbrandsdóttir er þekkt baráttukona og fyrirlesari og gaf út hina vinsælu bók Fávitar. Hún komst á metsölulista fyrir síðustu jól. Sólborg hefur lengi sungið og gefur út sitt annað lag undir listamannsnafninu Sun- city. Lagið heitir Adios og fékk Sól- borg kúbverska listamanninn La Melo með sér í lið. Söngelskar systur „Ég hef verið syngjandi frá því ég man eftir mér. Pabbi minn er tón- listarmaður og spilar meðal annars á píanó. Í minningunni var alltaf tónlist á heimilinu. Ég var reyndar ansi lagvilltur krakki en þökk sé pabba þá tókst þetta ágætlega hjá mér á endanum. svo á ég tví- burasystur og við syngjum mikið saman,“ segir hún. Sólborg segir að sig hafi lengi langað að semja sín eigin lög og starfa við tónlist. „Ég hef gefið út nokkur lög með öðrum seinustu ár en þegar ég eignaðist frábæra umboðsmenn fyrir tveimur árum síðan þá varð þetta allt einhvern veginn bara rétt og hlutirnir fóru að gerast. Það er ótrúlegt hvað það skiptir miklu máli að hafa gott fólk í kringum sig, sem hefur raunverulega trú á manni og hjálpar manni áfram. Tónlist er teymisvinna, það er alveg á hreinu, og ég er virkilega heppin með mitt teymi.“ Hvaðan kemur nafnið Suncity? „Suncity er bara beinþýðing á nafninu mínu. Mér fannst það töff og ákvað, eftir miklar vangaveltur, að velja það sem listamannsnafn,“ svarar hún. Gott samstarf Adios er annað lagið sem Sólborg gefur út sem Suncity. „Það er samið af Klöru Elias, Ölmu Goodman, Aaron Ma x Zucker man og La Melo, sem syngur einmitt hluta af því með mér. Adios er latin-popplag á bæði ensku og spænsku og er áminning um það að horfa á gjörðir fólks en hlusta ekki einungis á fögru orðin þess. Ég er búin að vera að vinna í því frá 2019 svo það er ansi ljúft að gefa það út núna,“ segir Sólborg. Klara og Alma eru líka lagahöf- undar Naked, sem er fyrsta lagið sem Sólborg gaf út. „Svo við þekktumst fyrir þetta ferli. Ég get svo sem ekki svarað því nákvæmlega hvers vegna þær vildu leyfa mér að syngja þetta lag en ég er þakklát fyrir að þær treystu mér fyrir því.“ Sólborg hafði áður heyrt frá La Melo og heillaðist af tónlist hans. „Mér fannst hann mjög hæfileika- ríkur. Ég ákvað svo bara að senda honum skilaboð á Instagram og kanna hvort hann vildi vera með mér í laginu. Hann var strax til í það og úr varð þetta geggjaða samstarf.“ Verður þetta kannski sumar- smellurinn í ár? „Auðvitað vona ég að fólk muni hlusta og kunna vel að meta lagið en hvort því vegni vel eða ekki er úr mínum höndum núna. Ég held og vona að við fáum að njóta nýrrar tónlistar frá fullt af listamönnum í sumar og ég hvet fólk til að vera duglegt við að styðja við íslenska tónlist.“ Mikilvægt að hafa góða í kringum sig Í dag kemur út lagið Adios í flutningi Suncity, sem er listamannsnafn baráttukonunnar Sólborgar Guðbrands- dóttur. Hún hafði samband við kúbverska listamanninn La Melo og fékk hann til að syngja með sér í laginu. Sólborg ætlar að einbeita sér að tónlistinni í bili og vinnur nú hörðum höndum að sinni fyrstu plötu. FRÉTTA- BLAÐIÐ/SIG- TRYGGUR ARI Adios með Suncity ft. La Melo kemur á streymisveitur í dag. MYND/AÐSEND Bók fær að bíða Sólborg segir að þrátt fyrir að henni þyki íslenskan of boðslega fallegt tungumál þá dreymi hana um að starfa sem tónlistarkona úti í heimi. „Stefnan er tekin þangað. Bæði listamannsnafnið og ákvörðunin um að syngja fyrst og fremst á ensku var tekin með það í huga.“ Hvernig gengur að vinna að stutt- skífunni, svona í skugga heimsfar- aldurs? „Það gengur ótrúlega vel. Ég er að vinna hana með vinum mínum og tónlistarsnillingum, Jóhannesi Ágústi og Hildi, og við erum á mjög góðu róli. Ég hlakka til að koma henni út í kosmosið,” svarar hún. Þegar Sólborg er innt eftir því hvort von sé á framhaldi af metsölu- bók hennar Fávitum, segir hún gerð plötunnar ganga fyrir í bili. „Annað fær bara að koma í ljós í rólegheitum. Einn dagur í einu og þetta COVID-rugl verður afstaðið áður en við vitum af.“ steingerdur@frettabladid.is 9 . A P R Í L 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R18 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.