Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - mar. 2006, Blaðsíða 3

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - mar. 2006, Blaðsíða 3
3 Ánægjulegt er til þess að vita að þróunin í notkun súrefnistækja fyrir lungnasjúkl- inga hefur verið í nokkuð góðri framþróun undanfarin ár. Hins vegar vil ég eindregið benda á að við lungna- sjúklingar verðum að halda vöku okkar og knýja á um nýjustu tækni á hverjum tíma til þess að stuðla að betri líðan fyrir okkur og meira frelsi til athafna. Á síðastliðnu ári, 2005, gafst okkur nokkrum sjúklingum kostur á að taka þátt í verkefni með notkun fljótandi súrefnis. Í nóvembermánuði notaði ég fljótandi súrefni nánast eingöngu og líkaði að flestu leyti vel, en það hefur þó sínar takmarkanir. Hér á eftir fer samanburður við svokallað súrefni á flöskum. Helstu kostir við súrefni á flöskum eru þeir að tækið er mjög létt í meðförum og situr ágætlega fast við líkamann, hægt er að vera í jakka eða úlpu utan yfir þannig að minna beri á. Báðar hendur eru ávallt lausar og mjög þægilegt er að fara með tækið á sér inn og út úr bíl. Að öllu leyti var miklu frjálslegra að athafna sig, t.d. við verslun og snúninga. Yfirleitt notaði ég um tvo lítra að jafnaði á hægu róli inni og úti við, en hækkaði í þrjá og þrjá og hálfan á göngu eða ef ég var í líflegri kantinum. Við þannig aðstæður entist súrefnið í sex til átta tíma og mettunin var um níutíu og fjögur prósent. Að fenginni reynslu við notkun umframsúrefnis er ég að mestu hættur að fara fram úr sjálfum mér og maður lagar sig einfaldlega að aðstæðum. Mér fannst að mörgu leyti ágætt að nota fljótandi súrefni og finn ekki nokkurn mun á tegundunum, en flest hefur sínar takmarkanir. T.d. er ekki hægt að fara út fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið og það kom nokkrum sinnum fyrir að ég lenti í að verða súrefnislaus á flakki. Þá varð ég að læðast heim og var þá kominn neðarlega á stundum. Þetta skapaði nokkurt óöryggi og var ég því sífellt að vigta kútinn og athuga hvað væri mikið eftir. Áfylling á kútinn gekk oftast vel en þó kom fyrir tvisvar, þrisvar sinnum að fraus í ventlinum og gat verið svolítið bras við að hella á hann snarpheitu vatni og á meðan sprautaðist súrefnisgufan út um allt og ég væri ekki hissa ef fólk, sem er óvant súrefni, gasi og þess háttar efnum yrði hrætt. Það er samt ekkert að óttast, bara taka þessu með ró; þetta lærist. Ég notaði aðallega skammtarann en þó kom fyrir að mér fannst betra að nota síflæði á næturnar. Því miður er skammt- arinn miklu háværari en í flöskunum og eingöngu vegna þess er ekki víst að ég kynni við að nota hann í leikhúsi eða tónleikum þar sem þagnir koma fyrir, en þó er hægt að taka slönguna af sér og þá stöðvast flæðið strax. Mér finnst fljótandi súrefni mjög góður kostur fyrir þá sem geta notað það. Best væri að sjálfsögðu að hægt væri að nota hvort tveggja, það bætir mjög hvort annað upp og fá þá súrefni í flöskum til lengri ferða, þar sem hægt væri að vera með varabirgðir og súrefnissíu á næt- urnar, en það er líka hægt að vera með stóra kútinn af fljótandi súrefni í bílnum. Að lokum vil ég þakka fyrir mjög góða þjónustu og lipurð hjá því fólki sem er að ýta þessum málum áfram, okkur lungnasjúklingum til léttis. Það er mikill lúxus að geta rifið kjaft þegar á þarf að halda. Með bestu kveðjum, Ingi Dóri Einarsson. Fljótandi súrefni og á flöskum Frá fræðslufundi haustið 2005

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.