Hjálmur - 29.01.1953, Blaðsíða 2
2
H J Á L M U R
Tillögurnar...
(Framliald af hls. 1)
við Islendingar skulum ekki vinna sjálfir úr því
brotajámi, sem til fellur í landinu og sem er æði
mikið magn árlega. Slík verksmiðja er vel stað-
sett í Hafnarfirði og myndi óneitanlega fengur, eigi
sízt vegna þeirra vinnu, er skapaðist í kringum
hana.
UM TILLÖGU VI
(Hraunsteypuverksmiðja):
Hraunsteypuverksmiðja er bræðir liraungrýti og
mótar reglulega lagaða steina til vegagerðar og
bygginga o. s. frv. Skipulagsnefnd atvinnumála
benti á slíka verksmiðju i áliti sínu 1936 til aukinn-
ar atvinnu. Nefndin getur ekki gengið fram lijá
því, að þessi hugmynd þótt eigi sé ný, eigi fullan
rétt á sér, þar sem hún myndi skapa verulega at-
vinnu, því til framleiðslu á 300 tonnum á viku er
talið að þurfi 30—40 manns. Framleiðsluvörur slíkr-
ar verksmiðju ættu að vera auðseljanlegar, þar sem
mjög rnikil þörf er á varanlegu slitlagi á mestu
umferðarvegi hér sunnanlands og \ íðar, en talið
er að plötur úr hraunsteypu séu bæði seigar og
harðar og slitni afar seint. Við slitið verði steinarn-
ir ekki hálir, en haldi ójöfnu og hrjúfu yfirborði,
svo að engin hætta verði á því að ökutæki renni til
á þeim eða að ljós endurkastist í vatni. Ur hraun-
grýti er einnig hægt að búa til plötur og steina til
alls konar nota svo sem bygginga og fleira.
Hráefnið er í ríkum mæli hér og yrði slíkri verk-
smiðju óvíða betur fyrir komið en i Ilafnarfirði.
UM TILLÖGU VII
(Hitaveita frá Krýsuvík og saltvinnsla):
Nefndin álítur að verkamenn eigi að berjast fyrir
þessu hagsmunamáli allra Hafnfirðingar. Um þetta
mál hefur verið rætt frá því bærinn keypti Krýsu-
vik. Ollum er ljóst að slíkt mannvirki yrði dýrt, en
dýrara verður að vera án hitaveitu, þegar til lengd-
ar lætur, svo að mál er til komið að hefjast handa.
Auk upphitunar íbviðarhúsa rná nýta hitann til
ýmiss konar iðnaðar eins og til dæmis saltvinnslu.
Saltvinnsla í Hafnarfirði, myndi skapa mikla at-
vinnu og nú er svo komið að farið er að verka fisk
í salt á ný, svo að ekki þarf að kvíða sölumögu-
leikum á framleiðslunni.
UM TILLÖGU VIII
(Bætt aðstaSa fyrir trillubáta):
Nefndin álítur að við friðun Faxaflóa stóraukizt
trillubátaútvegur hér í bæ. Nú er svo ástatt, að
algerlega óviðunandi er fyrir þá menn, sem eiga
báta hvað þá er fleiri bætast í hópinn. Nauðsyn
er að bryggja smábátabryggjur og fjölga uppsát-
um.
UM TILLÖGU IX
(Heimild. vörubílstjóra til sandnáms
á Hvaleyri):
Nefndin álítur að Félag vörubílstjóri í Hafnarf-
firði eigi að fá þá sandtöku en ekki einstaklingar,
og vill með tillögu þessari stuðla að því, að svo
verði gert, enda er það aðeins réttlætismál.
UM TILLÖGU X
(LíndúkaverksmiSja):
Nefndin hefur heimild fyrir því, að mjög sé
hagkvæmt að reka líndúkaverksmiðju, þar sem
gufuuppspretta er svo sem í Krýsuvík. M. a. hef-
ur henni verið tjáð, að 60% af kostnaði við fram-
leiðsluna sé upphitun á vatni. Ef rannsókn leiddi
í Ijós að hagkvæmt væri að reka slíka verksmiðju
í Krýsuvík, þá má framtaksemina ekki vanta, því
vinnufúsar hendur bíða eftir hvers konar vinnu.
Hafnarfirði, 14. nóvember 1952.
í atvinnumálanefnd V.m.f. Hlífar,
Flermann Guðmundsson, Kristján Andrésson,
Þorsteinn Auðunsson, Óskar Evertsson,
Þorbjörn Stefánsson.
(Þannig samþykkt af félagsfundi í Verkamanna-
félaginu Hlif í desember 1952.)
Nýju samningarnir
Ríkisstjórnin hefur í samræmi við tillög-
deilu verkamanna og vinnuveitenda, er birt-
ar voru 16. þ. m., ákveðið, að eftirfarandi
ráðstafanir sktxli koma til framkvæmda,
ef síðargreind miðlunartillaga verður sam-
þykkt og aflétt verður verkföllum þeim,
sem nú eru háð:
1. a) Verð á lítra mjólkur lækki úr kr. 3.25
í kr. 2.71.
b) Verð á kartöflum lækki úr kr. 2.45 í
kr. 1.75 á kg.
c) Verð á kaffi lækki úr kr. 45.20 í kr.
40.80 á kg.
d) Verð á sykri lækki úr kr. 4.14 í kr.
3.70 á kg.
e) Verð á saltfiski lækki úr kr. 5.60 í kr.
5.20 á kg.
f) Verð á brennsluolíu lækki um 4 aura
á lítra.
Þessar verðlækkanir ásamt lækkun kola-
verð o. fl. valda lækkun vísitölu um 5,18
stig, miðað við vísitölu nóvembermán-
aðar s. 1.
2. Verð á benzíni lækkar um 4 aura á lítra.
3. Flutningsgjöld til landsins lækka um 5%.
4. Alagning á ýmsar nauðsynjavörur al-
mennings, sem taldar eru í tillögum ríkis-
stjórnarinnar lækkar fyrir atbeina ríkis-
stjórnarinnar, eins og þar greinir, og mun
ríkisstjórnin hafa eftirlit með því, að þær
álagningarreglur verði haldnar.
5. Fjölskyldubætur verða auknar þannig,
að á 1. varðalssvæði verða greiddar fvrir
2. barn að meðtalinni vísitölu kr. 612.00
og fyrir 3. barn kr. 912.00, miðað við
vísitölu 153. A öðru verðlagssvæði verða
bætur greiddar hlutfallslega í samræmi
við þetta. Nú eru fjölskyldubætur ekki
greiddar fyrr en við 4. barn. Ekkjur og
ógiftar mæður skulu njóta sömu fjöl-
skyldubóta og hjón vegna barna sinna,
en þeim eru nú ekki greiddar slíkar
bætur.
Lækkun vísitölunnar um þau 5,18 stig,
sem tryggð eru samkvæmt lið 1, svo og
frekari lækkun hennar vegna ofangreidra
ráðstafana eða að öðrum ástæðum hefur
ekki áhrif á kaupgjald til lækkunar, fyrr
en lækkun hennar nemur samtals meiru
en 10 stigum, og þá einungis að því leyti,
sem lækkunin kann að verð umfram 10 stig.
Ríkisstjórnin hefur lýsti yfir því, að aukn-
ir skattar og tollar verða ekki lagðir á vegna
þess kostnaðar ríkissjóðs, sem leiðir af fram-
angreindum aðgerðum til lækkunar á vöru-
verði og afurða.
I framhaldi af þessum ráðstöfunum rík-
isstjórnarinnar, sem nú hafa verið raktar,
mælist sáttanefndin til þess við borgarstjóra
Reykjavíkur og niðurjöfnunarnefnd, að
gerðar yrðu ráðstafanir til lækkunar útsvara
af látekjum. Borgarstjóri og niðurjöfnunar-
nefnd urðu við þessum tilmælum, og með
bréfi nefndarinnar, dagsett í dag, hefur
niðurjöfnunarnefndin tilkynnt sáttanefnd-
inni, að ákveðið hafi verið að lækka per-
sónufrádrátt við útsvarsálagningu á næsta
ári um 50%, að lámark nettótekna til út-
svars verði kr. 15.000.00 í stað kr. 7.000.00
áður, svo og að ixtsvör af tekjum frá kr.
15.000.00 tii kr. 30.000.00 lækki verulega
frá því, sem áður var.
A framangreindum grundvelli gera aðilj-
ar með sér svofelldan
S A M NIN G
Síðustu kjarasamningar aðilja framlengj-
ast með þessum breytingum:
a) Framfærsluvísitala nóvembermánaðar s.
1., 163 stig, lækkar, eins og áður greinir,
um 5 stig í 158 stig, og kaupgjaldsvísi-
talan, sem miðað er við í samningi jxess-
um í 148 stig með óbreyttu kaupgjaldi.
Hækki eða lækki framfærsluvísitalan úr
158 stigum, greiðist kaup samkvæmt
kaupgjaldsvísitölu með 5 stiga álagi.
A grunnlaun, senx eigi eru hærri en kr.
9.24 á klst. kr. 423.00 á viku og kr.
I. 830.00 á mánuði greiðist þó vísitölu-
uppbót samkvæmt kaugjaldsvísitölu að
viðbættum 10 stigum. Fari kaup á þenn-
an hátt upp fyrir kaup í hærri kaup-
gjaldsflokki sama félags, hækkar kaup
þess flokks upp í sömu upphæð.
b) A grunnlaun, sem eigi eru hæi-ri en kr.
II. 11 á klst., kr. 508.00 á viku eða
2.200.00 á sarna mánuði, skal greiða fulla
vísitöluuppbót, samkvæmt a-lið. Á þann
hluta grunnkaups, er umfiam kann að
vera, greiðist sama vísitöluálag og áður.
c) Orlof verði 15 virkir dagar eða 5% af
kaupi, sbr. ákvæði laga um orlof, nr.
16/1943.
Samningur aðilja gildi til 1. júní 1953 og
er uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrir
vara. Sé honum ekki sagt upp, framlengist
hann í sex mánuði í senn með sama upp-
sagnarfresti.
Reykjavík, 19. desember 1952
F. h. verkalýðsfélaganna með fyrirvara
HANNIBAL VALDIMARSSON (sign)
Sæmundur Ólafsson (sign) Bjöm Bjarnason (sign)
Jóhanna Egilsdóttir (sign) Jón Sigurðsson (sign)
Ólafur Jónsson (sign) ltagnar Guðleifs (sign)
Edvarð Sigurðsson (sign) Gunnar Jóhannsson (sign)
Snorri Jónsson (sign) Óskar Hallgrímsson (sign)
F. h. Vinnuveitenclasambands íslands með fyrirvara
Kjartan Tlxors (sign) Guðmundur Vilhjálmsson (sign)
Helgi Bergs (sign) Ingólfur Flygenring (sign)
Benedikt Gröndal (sign) Sveinn Guðmundsson (sign)
Björgvin Sigurðsson (sign)
F. h. Vinnumálasambands samvinnufélaga
með fyrirvara
Guðmundur Asmundsson (sign)
F. h, Mjólkursamsölunnar
Árni Benediktsson (sign)
F. h. F. í. I.
Kr. Jóh. Kristjánsson (sign) Páll S. Pálsson (sign)