Hjálmur - 07.12.1953, Blaðsíða 1

Hjálmur - 07.12.1953, Blaðsíða 1
til laga fyrir Yerkamannafélagið Hlíf Frumvarp Á fundi í Verkamannafélaginu Hlíf 23. f. m. var m. a. til fyrri umræðu frumvarp til nýrra laga fyrir Verkamannafélagið Hlíf komið frá laganefnd, en í henni eiga sæti Hermann Guðmundsson, Jens Runólfsson og Bjarni Rögnvaldsson. Aðalbreytingar sem frumv. felur í sér eru um kosningu stjórnar og ann- arra trúnaðarmanna. Eru þær greinar frumv., sem breytingar eru á í lögum félagsins merktar innan sviga. Einnig geta félagsmenn fengið lög félagsins, sem nú gilda í skrifstofu félagsins til frekari samanburðar ef þeir óska. Þeir félagsmenn, sem ætla sér að gera breytingar á frumvarpinu komi með tillögur sínar til skrifstofu félagsins, því allar tillögur verða að liggja fyrir við aðra umræðu málsins. I. KAFLI. Nafn og umdæmi. L gr. Félagið heitir Verkamannafélagið Hlif, og nær starfssvið þess yfir lögsagnarumdæmi Hafnarfjarð- kaupstaðar og Garðahrepps. II. KAFLI. Tilgangur. 2. gr. Tilgangur félagsins er að efla og styðja frelsi og menningu félagsmanna og vald félagsins og alþýðunnar á því svæði, sem félagið nær yfir, meðal annars með því að ákveða vinnutíma, kaup- gjald og tryggja öryggi við vinnu i samræmi við önnur stéttarfélög í landinu, sem skipuð eru þeim mönnum, sem selja vinnu sína og miða að því að bæta hag verkalýðsins, andlegan og efnalegan, og auka vald hans í þjóðfélaginu. III. KAFLI. Inntökuskilyrði. 3. gr. [Sérhver verkamaður getur sótt um að verða meðlimur félagsins, ef hann uppfyllir eftirfarandi skilyrði: a) Stundar alla algenga erfiðisvinnu sem aðal- atvinnu. b) Hafi verið búsettur í umdæmi félagsins minnst 3 mánuði. c) Sé fullra 16 ára að aldri, og ekki eldri en 69 ára. d) Sé ekki meðlimur í né standi í óbættum sökum við önnur verkalýðsfélög innan Al- þýðusambands Islands, eða verkalýðsfélög, sem ættu rétt til inngöngu í Alþýðusamband- ið, starfsmannafélögum opinberra stofnana eða öðrum starfsmannafélögum, sem leggja meðlimum sínum á herðar skulbindingar eða réttindi í sambandi við laun og vinnuskil- yrði. e) Hafi ekki atvinnurekstur á hendi. f) Sé ekki eigandi atvinnufyrirtækis, né komi á annan hátt fram gagnvart launþegum, sem fulltrúi eða umbjóðandi atvinnurekenda. Þá er heimilt að taka í félagið sem aukameðlimi menn, búsetta utan umdæmis félagsins, unglinga innan 16 ára aldurs og aðra, sem stunda vinnu á starfssvæði félagsins um stundarsakir, en ekki eiga rétt til inngöngu í félagið. Aukameðlimir greiða fullt árgjald, hafa mál- frelsi og tillögurétt á fundumu félagsins, en ekki atkvæðisrétt. Aukameðlimir hafa forgangsrétt til vinnu næst ful[gildum félögum og njóta allía þeirra kjara og réttinda, sem samningar eða gild- andi kauptaxtar félagsins ákveða. Trúnaðarráð getur sett frekari reglur um auka- meðlimi á hverjum tíma. Komi það siðar í ljós, að maður, sem tekinn hefur verið inn í félagið, hafi ekki átt rétt til inn- göngu í það, eða hann hafi gefið villandi upp- lýsingar um atvinnu sína eða annað, missir hann þegar í stað öll félagsréttindi, og verður ekki tek- inn í félagið að nýju, fyrr en úr er bætt að fullu.] 4. gr. [Sá, sem vill verða meðlimur félagsins, samkvæmt 3. gr., skal senda skrifstofu félagsins skriflega inn- tökubeiðni, á þar til gerð eyðublöð, undirritaða með eigin hendi. Innsækjandi skal auk þess greiða inntökugjald og leysa skírteini, og er hann þá fuUgildur félagsmaður, að því tilskyldu að næsti félagsfundur samþykki inntökubeiðnina. Hafi manni verið synjað um inngöngu í félagið, má ekki bera upp inntökubeiðni aftur frá lionum, fyrr en að tveim mánuðum liðnum.] 5. gr. I félaginu mega ekki vera aðrir en þeir, er Stunda alla algenga erfiðis(vinnu og daglauna- vinnu samkvæmt inntökuskUyrðum félagsins IV. KAFLI. Skyldur og réttindi. 6. gr. Hver maður fær félagsskírteini hjá stjóminni, um leið og hann gengur í félagið og á viðskipta- bókin jafnan að sanna félagsrétt manna. Skyldir eru félagsmenn að sýna hver öðmm skírteini sín, ef óskað er, sömuleiðis að sýna dyra- verði þau við innganginn í fundarsal, ella fá þeir ekki inngöngu á fundinn. 7. gr. Allir félngsmenn em skyldir að hlýða lögum félagsins og samþykktum og halda samninga, sem það hefur gert við atvinnurekendur og aðra. Eng- inn getur skorast undan að taka á móti kosningu í stjórn eða til annarra starfa í félaginu, nema hann beri fram afsökun, sem fundur tekur gilda. Skyldur er hver að taka móti endurkosningu í tvö skipti eða gegna einhverjum starfa, sem hann er skipaður í eða kosinn næstu 3 ár, en að þeim tíma liðnum getur hann fengið sig undanþeginn næstu 3 ár á eftir. Félagsmenn eru skyldir að breyta bróðurlega hver við annan og hvetja hvem annan til að halda lög og reglur félagsins og rækja trídega störf sín. 8. gr. Hver félagsmaður, sem verður þess vís, að lög- brot hafi átt sér stað í félaginu, er skvldur að lýsa því yfir við formann félagsins eða einhvem starfsmann þess. 9. gr. Ursögn getur átt sér stað úr félaginu, sé úr- segjandi skuldlaus við félagið. Skal hún vera skrif- leg og afhendast formanni ásamt skírteini og fé- lagsmerki úrsegjanda. Þó getur enginn maður sagt sig úr félaginu, meðan vinnudeila stendur yfir, sem snertir kaupgjald eða vinnuskilmála viðkom- andi félagsmanns. 10. gr. Hver félagsmaður er rækur úr félaginu, sem að áliti félagsfundar hlítir ekki lögum þess, hef- ur unnið því ógagn, bakað því tjón, eða gert því eitthvað til vansa, sem álitið er, að ekki verði bætt með fé. U. gr. Ef félagsmaður er sakaður um lagabrot eða brot á fundarsamþykktum, skal félagsfundur á- kveða, hvernig með verði farið, hvort beita skuli fésektum eða brottrekstri úr félaginu, gefa opin- bera áminningu eða svipta hann umboði til trún- aðarstarfa um lengri eða skemmri tíma. Heimilt er einnig, ef félagsfundur álítur svo, að kjósa nefnd í málið, er rannsaki það á ný og geri til- lögur um, hvernig með skuli farið. Skal nefndin skila áliti innan viku, frá því málið er tekið fyrir á fundi á ný til fullnaðarúrslita. Þegar nefndin hefur lokið starfi sínu, skal þegar boðað til fund- ar í félaginu og álit Iiennar tekið fyrir og málið afgreitt til fullnustu. i2.gr■ Ef maður segir úr félaginu, skal stjórnin at- huga, hvers vegna úrsögnin er fram komin, og leggur hún álit sitt fyrir næsta félagsfund, er úr- skurðar, hvort úrsögnin skuli tekin gild.

x

Hjálmur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjálmur
https://timarit.is/publication/1567

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.