Morgunblaðið - 17.03.2021, Síða 1
TÍMI HUGVITSGREINARUNNINNUPP
Sérfræðingarnir tylla Louis Roederer í efsta sætið annað árið í röð. 8
Skunkurinn Pepe Le Pew og barna-
bækur Dr. Seuss eru nýjustu fórnar-
lömb menningarbyltingarinnar. 10
VIÐSKIPTA
11
Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, stjórnarformaður
Kríu, segir mikilvæga hugarfarsbreytingu hafa
átt sér stað varðandi nýsköpun.
LEIFTURSÓKNRÉTTSÝNINNAR
MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021
Alfa með aðra hönd á Domino’s
Á síðustu mánuðum hefur hver fjárfestahópurinn
á fætur öðrum helst úr lestinni í viðræðum við
Domino’s Group í Bretlandi um möguleg kaup á
Domino’s á Íslandi. Heimildir ViðskiptaMoggans
herma þannig að fjárfestingarsjóður á vegum
Alfa Framtaks standi nú í raun einn eftir sem
bjóðandi í keðjuna sem rekur 24 staði hér á landi.
Hafa allnokkrar vendingar orðið í viðræðunum á
undanförnum mánuðum, sem leiddar eru fyrir
hönd seljanda af Deloitte. Þannig munu fjár-
festahópar hafa lagt inn tilboð í félagið síðla
hausts og í kjölfarið verið tekin ákvörðun um að
efna til viðræðna við nokkra þeirra um mögulega
aðkomu að fyrirtækinu. Í þeim hópi var Alfa
Framtak og eins fjárfestahópar undir forystu
Þórarins Ævarssonar, stofnanda Spaðans og
fyrrverandi framkvæmdastjóra IKEA og Dom-
ino’s á Íslandi. Þá mun fjárfestahópur undir for-
ystu Birgis Þ. Bieltvedts, fyrrverandi eiganda
Domino’s á Íslandi, einnig hafa komið að borðinu.
Heimildir ViðskiptaMoggans herma að síðast-
nefndi hópurinn hafi upphaflega lagt inn lægsta
tilboðið í reksturinn og í kjölfarið dottið út úr við-
ræðum við breska eigandann. Það hafi hins vegar
hlaupið snurða á þráðinn í viðræðum við aðra
bjóðendur eftir að hópurinn fékk tækifæri til að
leggja fram nýtt tilboð og mun hærra. Ekkert
varð þó úr viðskiptum á grundvelli þess tilboðs.
Leiddi það að lokum til þess að nú stendur sjóður
Alfa einn eftir við borðið. Ekki liggur fyrir á þess-
um tímapunkti hvenær niðurstaða fæst í við-
ræður um sölu fyrirtækisins en viðmælendur
ViðskiptaMoggans sem þekkja vel til ferlisins
segja að sá tími sé talinn í vikum en ekki mán-
uðum.
Það sem gert hefur Domino’s Group í Bret-
landi erfitt fyrir í söluferlinu eru versnandi
rekstrarhorfur fyrirtækisins hér á landi. Þannig
mun síðasti fjórðungur ársins 2020 hafa reynst
mjög mótdrægur og þá var greint frá því í Við-
skiptaMogganum í liðinni viku að hagnaður af
rekstrinum fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT)
hefði reynst 16 milljónir á síðari árshelmingi,
þrátt fyrir milljarða veltu.
Fyrir fimm árum keypti Domino’s Group í
Bretlandi reksturinn hér á landi fyrir um átta
milljarða króna. Heimildir ViðskiptaMoggans
herma að áætlað söluverð fyrirtækisins nú sé
u.þ.b. 2,5 milljarðar króna.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Alfa Framtak er eitt í viðræðum við
núverandi eigendur Domino’s á Ís-
landi um möguleg kaup á fyrir-
tækinu. Versnandi rekstrarhorfur
styrkja ekki stöðu seljanda í við-
ræðunum.
Morgunblaðið/Eggert
Ekki liggur fyrir hvort Alfa muni kaupa Domino’s en öðrum kaupendum virðist ekki til að dreifa.
Nýir stjórnendur Valitor þurftu að
bregðast hratt við í ársbyrjun 2020 til
þess að að stoppa í götin og stöðva
hraðan bruna fjármagns. Árið á und-
an hafði félagið tapað tæpum 10 millj-
örðum króna og mátti rekja höggið
fyrst og fremst til misheppnaðrar út-
rásar á erlenda markaði.
Nú þegar óarðbærar rekstrarein-
ingar hafa verið seldar út úr fyrir-
tækinu telur Herdís Dröfn Fjeldsted,
forstjóri Valitor, að fyrirtækið geti sótt
fram. Fjártækniheimurinn sé fullur af
ógnum en þar liggi tækifærin einnig.
„Það eru ógnir og tækifæri á þess-
um markaði. Valitor er fjártæknihús
og við vinnum að mörgum stórum
verkefnum í samstarfi við innlend og
erlend fyrirtæki. Þar má nefna sam-
starf við íslensku bankana um að inn-
leiða Appel Pay, samstarf við önnur
hugbúnaðarhús og fleira. Við erum sí-
fellt að þróa lausnir fyrir okkar við-
skiptavini og erum þátttakendur í
hinni öru þróun – ekki síst með sam-
starfi við önnur öflug og spennandi
fyrirtæki. Það þarf að hafa í huga að
grunnkerfi Valitor eru skalanleg og
þróun þeirra hefur tekið mið af því að
áframhaldandi breytingar verði í
greiðsluþjónustu. Markaðurinn er
kvikur, við erum í samkeppni hér á
landi sem og annars staðar.“ Valitor
er að öllu leyti í eigu Arion banka en
bankinn hefur lengi viljað losa um
eignarhlut sinn í fyrirtækinu. Form-
lega séð er það í söluferli en Herdís
segir að hægagangur hafi einkennt
ferlið, einkum vegna kórónuveir-
unnar. Hún telur þó að hlutirnir geti
gerst hratt, þegar hreyfing
kemst á annað borð á þá.
Sér sóknarfæri á markaðnum fyrir Valitor
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Herdís D. Fjeldsted tók við for-
stjórastólnum snemma árs í fyrra.
Í kjölfar endurskipulagn-
ingar er Valitor í stakk búið
til þess að sækja fram á
markaðnum.
6
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Betri fjármál
Bókhald | Laun | Ráðgjöf | virtus.is
EUR/ISK
17.9.'20 16.3.'21
175
165
160
155
150
145
160,65
151,45
Úrvalsvísitalan
2.900
2.700
2.500
2.300
2.100
1.900
17.9.'20 16.3.'21
2.167,47
2.843,83