Morgunblaðið - 17.03.2021, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021FRÉTTIR
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR
Mesta lækkun
REITIR
-2,58%
64,10
Mesta hækkun
FESTI
+0,73%
171,75
S&P 500 NASDAQ
+1,49%
13.597,879
+0,85%
3.972,87
+0,84%
6.793,31
FTSE 100 NIKKEI 225
10.9.'20
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
68,06
+2,43%
29.921,09
16.3.'21
70
30
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
43,3
GULLVERÐ ($/únsu)
1.1.'21 16.3.'21
1.500
1.733,7
2.000
1.893,1
Búið var að selja 24 íbúðir á Hafnar-
braut 14 í Kópavogi innan við viku
eftir að þær fóru formlega í sölu
miðvikudaginn í síðustu viku. Jafn-
framt voru 17 íbúðir fráteknar en
samtals 86 íbúðir eru í húsinu.
Þar með talið var búið að taka frá
þakíbúðir 501 og 502 sem kosta 119,9
og 129,9 milljónir króna.
Hafnarbraut 14 er við enda
Hafnarbrautar og snýr norðurhliðin
að sjó. Þaðan er óhindrað útsýni til
Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar.
Þess má geta að á teikningum af
Hafnarbraut 14 má sjá áformaða brú
yfir Fossvog vestur af húsinu en
brúin er hluti af fyrsta áfanga fyrir-
hugaðrar borgarlínu. Þá er ýmis
þjónusta fyrirhuguð í hverfinu.
Sölur til einstaklinga
Þorsteinn Yngvason, fasteignasali
hjá Lind fasteignasölu, segir allar
sölurnar á Hafnarbraut 14 til ein-
staklinga. Kaupendahópurinn sé
fjölbreyttur, líkt og íbúðirnar, og allt
frá fyrstu kaupendum til fólks sem
er að minnka við sig.
Síðarnefnda hópnum standi til
boða íbúðir með stóru alrými.
„Fólk hefur haft samband við
verktakann síðastliðið ár en húsið
hefur vakið athygli allt frá því þeir
voru að steypa fyrstu hæðina. Fólk
gat látið skrá sig á lista og því bauðst
að skrá sig fyrir íbúðum,“ segir Þor-
steinn. Forsala hófst á vefnum hafn-
arbraut14.is fyrir hálfum mánuði en
formleg sala hófst sem áður segir
fyrir viku.
„Haft var samband við fólk sem
hafði skráð sig fyrir eignum og því
boðið að skoða þær,“ segir Þorsteinn
en settur var upp sýningarsalur á
Lind fasteignasölu með innrétt-
ingum og tækjum í eldhúsi og á baði.
Fyrri afhending í nóvember
„Margir kaupendurnir eru fyrstu
kaupendur sem sjá sér leik á borði
að kaupa núna og það er ekkert að
hamla þeim þótt afhending sé seinna
á árinu, í einhverjum tilvikum í
byrjun næsta árs,“ segir Þorsteinn
en áformað er að afhenda vestur-
hlutann í nóvember og austur-
hlutann í febrúar á næsta ári.
„Húsið býður upp á ansi fjöl-
breyttar íbúðir, allt frá stúdíó-
íbúðum og upp í stórar eignir. Það
var lögð mikil vinna í að hanna hús
sem býður upp á fjölbreyttar íbúðir.
Meðal annars er mikið hugsað fyrir
því að tryggja birtu í íbúðum og
sameign með það fyrir augum að það
sé útsýni frá flestum íbúðum,“ segir
Þorsteinn um hönnunina.
Tvíhorf arkitektar teiknuðu húsið
sem er u-laga og eru bílastæði ofan á
bílakjallara á baklóð, sjávarmegin.
Bílastæði í kjallara fylgja öllum
íbúðum nema stúdíóíbúðum og
tveimur tveggja herbergja íbúðum á
jarðhæð. Stærri íbúðunum fylgja tvö
stæði í kjallara en jafnframt fylgir
sumum íbúðum geymsla í kjallara,
auk geymslu innan íbúðar.
Önnur hver íbúð seld eða frátekin
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fasteignasali segir margt
skýra hraða sölu íbúða á
Hafnarbraut 14 á Kársnesi.
Margir hafi skráð sig á bið-
lista en húsið höfði til fjöl-
breytts kaupendahóps.
Morgunblaðið/Baldur
Hér má sjá norðurhluta Hafnarbrautar 14. Frá íbúðunum á norðurendanum er óhindrað útsýni út á voginn.
Teikning/ONNO
Dæmi um hönnun íbúða í fjöl-
býlishúsinu Hafnarbraut 14.
BANKASTARFSEMI
Stjórn Arion banka lagði til við aðal-
fund félagsins, sem haldinn var síð-
degis í gær, að stjórnarlaun skyldu
haldast óbreytt frá fyrra starfsári.
Var tillaga þess efnis samþykkt.
Með því bakkaði stjórnin með fyrri
tillögu sína sem falið hefði í sér 22%
hækkun stjórnarlauna. Sem fyrr
munu stjórnarmenn fá 490.900 í laun
á mánuði, varaformaður stjórnar
736.200 krónur og formaður 981.400
krónur. Stjórnin vék frá tillögu sinni
í kjölfar þess að Lífeyrissjóður
verslunarmanna andmælti fyrirhug-
aðri hækkun.
Fyrir fundinum lá einnig tillaga
að uppfærslu á starfskjarastefnu
bankans sem fólst í að koma á fót
árangurstengdu launakerfi, aukn-
ingu kauprétta og áskriftarrétt-
indum. Gildi lífeyrissjóður, sem er
stærsti hluthafi bankans, lagðist
gegn þeim tillögum en varð ekki
kápan úr því klæðinu. Var tillaga
stjórnarinnar um þetta efni sam-
þykkt. Aðalfundurinn samþykkti
einnig tillögu um að læka hlutafé
bankans um 70 milljónir að nafnvirði
til jöfnunar eigin hluta. Jafnframt
var veitt heimild til stjórnar til að
kaupa allt að 10% af hlutafé bankans
og var það endurnýjun á áður veittri
heimild. Einnig var stjórn bankans
veitt heimild til að gefa út breytan-
leg skuldabréf sem falla undir við-
bótareiginfjárþátt 1 og mun sú
heimild halda gildi sínu fram að aðal-
fundi 2025. Breytingar voru gerðar á
skipulagi yfirstjórnar bankans og
sitja nú fimm aðalmenn í stjórn í
stað sjö áður. Í stjórnina voru kjörin
þau Brynjólfur Bjarnason, formað-
ur, Paul Richard Horner, vara-
formaður, Gunnar Sturluson, Liv
Fiksdahl og Steinunn Kristín Þórð-
ardóttir.
Stjórnin bakkaði með
tillögu að launahækkun
Morgunblaðið/Eggert
Aðalfundur Arion banka fór fram
síðdegis í gær og stjórn kjörin.
Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is
Faglegar heildarlausnir – allt á einum stað.
Samkeppnishæf verð.
Háþrýsti- og gluggaþvottur, þrif á bílakjöllurum,
hreingerning og viðhald gólfa.
Sérverkefni
Upphaf fasteignafélag hefur selt
54 af 71 íbúð í fyrsta áfanga Hafn-
arbrautar 12 á Kársnesi en salan
hófst í febrúar.
Áformað var að hefja sölu 36
íbúða í nóvember síðastliðnum en
því var frestað fram á nýtt ár. Um
leið var ákveðið að selja fleiri
íbúðir í fyrsta áfanga.
Erlendur Fjeldsted, fram-
kvæmdastjóri Upphafs, segir fé-
lagið byrjað að afhenda íbúðir á
Hafnarbraut 12 A-E. Síðari hlutinn
muni fara í sölu síðar á árinu.
Vaxtalækkanir og hlutdeildarlán
hafi hjálpað mikið en jafnframt
hafi stærð íbúðanna hentað kaup-
endum vel. Algengt söluverð
íbúðanna sé um 49 milljónir. Allar
sölur séu til einstaklinga.
Skortur sé á nýjum íbúðum.
Á Hafnarbraut 12 verða 129 litl-
ar og meðalstórar íbúðir.
Seldu 54 íbúðir
á sex vikum
Morgunblaðið/Baldur
Íbúðir á Hafnarbraut 12 komu í sölu í
síðasta mánuði og hafa selst hratt.