Morgunblaðið - 17.03.2021, Side 4

Morgunblaðið - 17.03.2021, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021FRÉTTIR AUGLÝSINGAMARKAÐUR The Engine, dótturfyrirtæki auglýs- ingastofunnar Pipar\TBWA, sem sérhæfir sig í stafrænni markaðs- setningu, hefur nú opnað nýtt útibú í Kaupmannahöfn. Guðmundur Pálsson fram- kvæmdastjóri Pipar\TBWA segir í samtali við ViðskiptaMoggann að útibúið bæti stöðu The Engine. „Það bætir talsvert stöðu The Engine að vera með skrifstofur í fleiri borgum. Nú erum við á þremur stöðum, í Reykjavík, Osló og í Kaupmanna- höfn,“ segir Guðmundur. Hann segir tildrög opnunar úti- búsins vera þau að samstarfsaðilar Pipar\TBWA í Kaupmannahöfn hafi ákveðið að vinna undir merkjum stofunnar. „Við eigum fyrirtækið með þeim og vinnan fer fram eftir okkar forskrift.“ Finnland og Svíþjóð í skoðun Hann segir að hugmyndin með samstarfinu sé að The Engine verði álitlegasti kosturinn þegar skoða eigi markaðssetningu á sam- norrænum markaði. „Nú þegar eru komnir samstarfsaðilar í Svíþjóð og Finnlandi og munum við sjá til hvort stofur undir sama nafni verði opn- aðar þar líka.“ Mikil reynsla er í teyminu í Kaup- mannahöfn að sögn Guðmundar. „Stjórnarformaður The Engine Kaupmannahöfn stofnaði TBWA í Kaupmannahöfn á sínum tíma og á að baki um 40 ár í bransanum ásamt vinnu fyrir mörg af stærstu vöru- merkjum Norðurlanda á alþjóða- markaði og stærstu vörumerki heims fyrir norrænan markað,“ seg- ir Guðmundur að endingu. tobj@mbl.is Guðmundur Pálsson fram- kvæmdastjóri Pipar\TBWA. The Engine til Kaup- mannahafnar Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Í gær féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness í máli Fosshótela og Íþöku fasteignafélags, þar sem dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Foss- hótel greiði helming leigugreiðslu fyrir tímabilið apríl 2020 til mars 2021. Með dómnum er samningsskuldbindingum samnings milli aðilanna breytt. Að sögn lögfróðra manna er slíkt afar sjaldgæft hér á landi og ekki gert nema í málum þar sem rekstr- arbrestur verður sem ekki verður við ráðið vegna utanaðkomandi aðstæðna. Talið er að dómurinn geti verið for- dæmisgefandi fyrir fjölda annarra sambærilegra mála sem hafa verið höfðuð vegna kórónuveirufaraldursins og tekjufalls í ferðaþjónustunni af hans sökum. Einn lögfræðingur sem Við- skiptaMogginn ræddi við líkti dómn- um við fyrsta gengislánadóminn sem féll sumarið 2010 og hafði mikið for- dæmisgildi við úrlausn fjölda slíkra mála í kjölfarið. Styður álit Viðars Más „Dómurinn styður það sem Viðar Már Matthíasson fyrrverandi hæsta- réttardómari sagði í áliti í apríl á síð- asta ári varðandi það að Covid hefði skapað þær aðstæður að efndum á gagnkvæmum samningum ferðaþjón- ustufyrirtækja kynni að vera mögu- legt að fresta án þess að kröfuhafar gætu gripið til vanefndaúrræða og þyrftu jafnvel að sæta því að efni þeirra yrði vikið til hliðar að nokkru eða öllu um tíma eða varanlega, segir lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson, en ViðskiptaMogginn leitaði viðbragða Sigurðar, sem sinnt hefur hags- munagæslu fyrir FHG, Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu. Lokuðu og sögðu öllum upp Í kjölfar kórónuveirufaraldursins lokaði Fosshótel hóteli sínu við Þór- unnartún 1 og neyddist til að segja upp öllum starfsmönnum vegna algjörs brotthvarfs erlendra ferðamanna, sem mynduðu uppistöðu allra tekna hótels- ins. Íþaka krafðist áframhaldandi leigugreiðslna þrátt fyrir tekjufallið og hugðist sækja féð í bankaábyrgð hjá Íslandsbanka, en bankinn taldi sér skylt að greiða út féð. Því var sóst eftir lögbanni sýslumanns á útgreiðslu fjár- ins, sem fallist var á. Í framhaldinu var lögum samkvæmt höfðað mál til stað- festingar lögbanninu fyrir héraðsdómi Reykjaness. Í dómnum í gær var lög- bannið þó ekki staðfest, heldur var samningsskilmálum breytt og Foss- hótelum gert að geiða helming leigu- greiðslna fyrir tímabilið sem um ræðir, eins og fyrr sagði. Heildarfjárhæðin yfir þetta tímabil frá byrjun apríl 2020 til loka mars nemur um 800 milljónum króna. Með 50% afslætti nemur upphæðin sem Fosshótel þarf að reiða af hendi því um 400 milljónum króna. „Það er ljóst af bréfi gagnstefnanda [Íþaka] til stefnda 18. maí 2020, þar sem gerð var krafa um greiðslu sam- kvæmt bankaábyrgð nr. GI0515001654 og ráðstöfun á innstæðu á handveðsettum reikningi, að um var að ræða yfirvofandi athöfn og að sýnt hafi verið fram á að sennilegt væri að hún bryti gegn lögvörðum rétti að- alstefnanda [Fosshótel],“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Center hótel fengu 80% afslátt Við meðferð málsins var m.a. vísað í viðauka við húsaleigusamning milli fyrirtækisins Rits og bóka ehf., syst- urfélags Íþöku. Félögin tvö eru í eigu Péturs Guðmundssonar gjarnan kenndur við verktakafyrirtækið Eykt. Í því skjali veitir Rit og bækur Center hótelum 80% varanlegan afslátt af leiguverði frá apríl 2020 til maí 2021. Sóttust Fosshótel eftir því að fá sam- bærileg kjör en fengu ekki. Íþaka bar fyrir sig að Fosshótel hefðu fengið um 306 milljóna króna „afslátt“ af leiguverði til að byrja með þar sem það tæki tíma að koma hót- elinu í fulla nýtingu en síðan hafi ferða- mönnum fjölgað umfram það sem gert hafi verið ráð fyrir. Á þetta féllst hér- aðsdómur ekki, enda engin tenging leigugjalds við fjölda ferðamanna eða afkomu rekstrar aðalstefnanda í leigu- samningi. Einnig verði í þessu sam- bandi að horfa til þess að stofnkostn- aður Fosshótela við leiguhúsnæðið, svo sem innréttingar í húsnæðinu, hafi verið mjög mikill, eða 829 milljónir króna. Málefnalegar ástæður lokunar Í framhaldinu rekur Héraðsdómur hinar fordæmalausu aðstæður vegna veirunnar, sem hafi verið ófyrirséðar þegar samningurinn var gerður árið 2013. „Við mat á því hvort það verður talið ósanngjarnt af hálfu gagnstefn- anda [Íþaka] að bera fyrir sig óbreytt verðákvæði leigusamningsins vegna atvika sem síðar komu til ber að líta til þess að þær aðstæður sem hafa skap- ast vegna heimsfaraldurs af völdum kórónuveirunnar (SARS-CoV-2) sem veldur Covid-19-sjúkdómnum voru ófyrirséðar þegar samningurinn var gerður. Gríðarlegur samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu vegna aðstæðna sem rekja má til heimfaraldursins. Að- alstefnandi [Fosshótel Reykjavík] rek- ur eitt stærsta hótel landsins og byggir afkomu sína nær eingöngu á erlendum ferðamönnum. Hefur rekstrar- grundvöllur aðalstefnanda raskast gríðarlega vegna þeirra aðstæðna sem rekja má til heimsfaraldursins, einkum ferðatakmarkana, og hefur ekki verið grundvöllur til að halda hótelinu opnu. Eru málefnalegar ástæður fyrir því að þessu tiltekna hóteli hafi verið lokað,“ segir í dómnum. Eins og fyrr sagði vísaði héraðs- dómur samningi aðilanna til hliðar tímabundið á grundvelli 36. gr. samn- ingalaga, með því að breyta leiguverði þannig að frá 1. apríl 2020 til og með mars 2021 skuli aðalstefnandi greiða helming af leigufjárhæð í hverjum mánuði. Dráttarvextir af leigugreiðslu á framangreindu tímabili skulu ekki reiknast fyrr en einum mánuði eftir dómsuppsögu. Þá var Íþaka dæmd til að greiða Fosshótelum málskostnað, tvær millj- ónir króna. Beiting 36. gr. megintíðindin Eiríkur S. Svavarsson, lögmaður Fosshótela Reykjavík, sagði í samtali við ViðskiptaMoggann að megintíð- indin með dóminum væru þau að dóm- urinn beiti 36. gr. samningalaga með beinni skírskotun til þeirra aðstæðna sem skapast hafi vegna heimsfarald- urs Covid-19 og þess gríðarlega sam- dráttar sem orðið hefði í ferðaþjónustu vegna hans. Þær aðstæður réttlæti beitingu 36. gr. samningalaga með þeim hætti að dómurinn breytir verð- ákvæði leigusamningsins og lækkar leigugreiðslur hótelsins um helming. 400 milljóna króna leigu- greiðslur felldar niður Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Afar sjaldgæft er að dómstólar breyti samn- ingsskuldbindingum samnings eins og gerðist í gær í máli Fosshótela og Íþöku. Málið er talið geta verið fordæmisgefandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fosshótel Reykjavík er stærsta hótel landsins og hefur frá verið upphafi verið rekið undir þessum merkjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.