Morgunblaðið - 17.03.2021, Side 7

Morgunblaðið - 17.03.2021, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021 7VIÐTAL var hægt að einbeita sér betur að því að endur- skipuleggja og efla þann kjarna enn frekar sem Valitor býr yfir og tryggja áframhaldandi góða þjónustu við viðskiptavini. Við skoðuðum til dæmis samninga við alla birgja og spurðum okk- ur hvaða þjónustu við vildum kaupa og hvernig. Við löguðum jafnframt fjármagnsskipan félags- ins og breyttum 3,5 milljarða láni frá Arion banka í hlutafé sem létti á fjármagnskostnaði. Þá var yfirbyggingin of stór og boðleiðirnar of margar en við einfölduðum það með breyttu skipulagi.“ Var eitthvað eitt sem þessi skref áttu sam- merkt? „Já það má segja að það sé einfaldleiki. Við áttuðum okkur á því að það þyrfti að einfalda fyrirtækið, bæði inn á við og einnig út á við. Við þurftum skýrari sýn á það hvað Valitor stendur fyrir og hvernig við gætum sinnt viðskiptavinum okkar betur. Það er enda helsta markmið okkar að gera viðskipti með vöru og þjónustu sem ein- földust fyrir kaupendur og seljendur enda starf- ar Valitor á erlendum mörkuðum undir kjörorð- unum: „We make buying and selling easy.“ Við viljum gera það ferli þannig úr garði að við séum næstum ósýnileg. Með því gerum við viðskipta- vinum okkar kleift að sinna því sem þeir eru bestir í. Það gerum við með því sem við erum best í, þ.e. að veita þær lausnir sem starfsemin byggist á, en eiga í nánu samstarfi við innlend sem erlend fyrirtæki sem standa nær kaup- mönnum í þróun sölu- og þjónustulausna.“ Fermetrunum fækkað gríðarlega Endurskipulagningin birtist einnig í húsnæð- ismálum fyrirtækisins. Þannig hefur nýttum fer- metrum þess í höfuðstöðvunum í Hafnarfirði fækkað úr u.þ.b. 4.000 í 2.000. En þar með er ekki öll sagan sögð. „Við erum einnig að fækka skrifstofunum í Bretlandi. Höfum verið með skrifstofu í Glas- gow, Bishop’s Stortford og Windsor. Við erum búin að loka skrifstofunni í Glasgow og höfum einnig sagt upp leigusamningi okkar í Bishop’s. Við erum enn með húsnæði í Windsor en sjáum fyrir okkur að breyta því talsvert og færa okkur meira inn í skrifstofusetur eins og WeWork.“ Leituðuð þið utanaðkomandi ráðgjafar við stefnumótun félagsins? „Nei. Við ákváðum að gera þetta sjálf og horfa inn á við. Við spurðum okkur einfaldlega hvað við værum að gera rétt og hvað við þyrftum að gera betur. Niðurstaðan varð sú að einfalda fyrirtækið, staðla vöruframboð, auka skilvirkni í gegnum frekari sjálfvirknivæðingu og auka áherslu á samstarfsmódelið.“ En hvernig er að vinna að stefnumótun sem þessari á tímum kórónuveiru þar sem fólk getur varla komið saman í stærri hópum en kannski 10 manna? „Það hefur verið mikil áskorun en áhugaverð. Það hefur leitt til þess að við höfum horft á hluti eins og fjarvinnustefnu fyrirtækisins, sem stjórn hefur samþykkt. Í samráði við næsta yfirmann getur starfsfólk ákveðið að vinna stóran hluta vinnutímans heima. Það er einnig hluti af því að undirstrika að eitt af grunngildum fyrirtækisins er traust. Það snýr ekki aðeins að því að við- skiptavinir okkar geti treyst okkur og okkar starfsemi heldur einnig trausti milli fyrir- tækisins og starfsfólks.“ Tap Valitor nam 1,5 milljörðum króna á síð- asta ári. Hefur tekist að snúa fyrirtækinu við og langvarandi tapi þess í hagnað? „Reyndar er afkoman mun betri í fyrra en þú nefndir ef horft er til áframhaldandi starfsemi. Samkvæmt uppgjöri voru umskiptin í fyrra hins vegar jákvæð um 8,5 milljarða, þrátt fyrir þær áskoranir sem fylgdu kórónuveirunni. EBITDA fyrirtækisins var neikvæð sem nam 39 millj- ónum í fyrra en við sjáum að hún hefur reynst já- kvæð í janúar og febrúar á þessu ári.“ Sjóðstreymið jákvætt Verður hagnaður af starfsemi á þessu ári? „Já, að minnsta kosti ef litið er til sjóð- streymis. Afskriftir eru enn talsvert þungar hjá okkur og hafa áhrif. Aðaláskoranirnar eru eins og í fyrra faraldurinn og það mun ráðast talsvert af þróun hans hvernig þetta spilast. Ég er aftur á móti bjartsýn á að þetta muni ganga vel.“ Eru þetta hraðari umskipti en þið gerðuð ráð fyrir? „Já, ég held að það sé óhætt að segja það. Rekstrarniðurstaðan í fyrra var það að minnsta kosti og það er í raun merkilegt í ljósi þess að veltan dróst saman um tæpa tvo milljarða og nam tæpum 14 milljörðum króna.“ Er staða fyrirtækisins þá sterk þrátt fyrir hin miklu skakkaföll á síðustu árum? „Ég leyfi mér að fullyrða að Valitor hafi ekki staðið betur í langan tíma og eiginfjárstaðan er sterk. Valitor er því vel búið undir framtíðina. Það er nauðsynlegt enda stórar áskoranir fram undan. Við þurfum að auka sjálfvirkni og styrkja innri viðskiptamannakerfin hjá okkur. En við vitum hvert við viljum stefna og starfsemin er mun einfaldari en áður. Í því felast miklir styrk- leikar til að sækja fram.“ Evrópa hluti af heildinni Af milljörðunum 14 sem fyrirtækið velti í fyrra komu um 1.200 milljónir frá starfseminni í Bretlandi. Eru sóknarfæri í umsvifum fyrir- tækisins á erlendri grundu? „Það eru áskoranir þar eins og hér heima. Brexit hefur áhrif og við eigum eftir að sjá hvernig það mun lenda varðandi starfsemina í Bretlandi. Á grundvelli þeirra leyfa sem við er- um með í dag erum við með leyfi til þess að starfa á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og inni á breska markaðnum. Þannig getum við keppt á öllum þessum mörkuðum.“ Og er nálgun ykkar á þessa markaði öll hin sama? „Við höfum aðallega einbeitt okkur að greiðsluþjónustu á sölustað (posaþjónustu) á breska markaðnum. Sú þjónusta hefur auðvitað orðið fyrir höggi í faraldrinum og netviðskiptin sótt í sig veðrið. Við náðum hins vegar þeim áfanga nýlega að geta boðið upp á sama vöru- framboð á Íslandi og í Bretlandi. Á Íslandi höf- um við um árabil boðið posaþjónustu og marg- víslega greiðsluþjónustu á netinu. Síðarnefnda þjónustan er sú sem við ætlum því að leggja meiri áherslu á í Bretlandi í framhaldinu,“ segir Herdís. Þá bendir hún einnig á að það kalli á nokkuð ólíka nálgun að starfa á markaði eins og þeim íslenska þar sem Valitor er gríðarlega sterkt vörumerki og þekkt samanborið við það að vera á breska markaðnum þar sem aðeins um 2% fólks kannast við vörumerkið. „Það má spyrja sig hvaða ákvörðun réð því að Valitor ákvað að sækja inn á breska markaðinn sem er mjög þroskaður á þessu sviði og mörg stór og öflug fyrirtæki þegar að keppa þar.“ Sóknarfæri þrátt fyrir allt En eru þá ekki sóknarfæri á þeim markaði? „Jú, ég held að þau séu klárlega til staðar en það þarf að velja mjög nákvæmlega hvar eigi að sækja fram. Það þýðir ekki að skjóta í allar áttir.“ Nú þegar fjártækninni fleygir mjög hratt fram má spyrja hvort Valitor sé ekki undir stöð- ugri ógn um að verða undir í samkeppni þar sem stórir tæknirisar gera sig sífellt meira gildandi? „Það eru ógnir og tækifæri á þessum markaði. Valitor er fjártæknihús og við vinnum að mörg- um stórum verkefnum í samstarfi við innlend og erlend fyrirtæki. Þar má nefna samstarf við ís- lensku bankana um að innleiða Apple Pay, sam- starf við önnur hugbúnaðarhús og fleira. Við er- um sífellt að þróa lausnir fyrir okkar viðskipta- vini og erum þátttakendur í hinni öru þróun – ekki síst með samstarfi við önnur öflug og spenn- andi fyrirtæki. Það þarf að hafa í huga að grunn- kerfi Valitor eru skalanleg og þróun þeirra hefur tekið mið af því að áframhaldandi breytingar verði í greiðsluþjónustu. Markaðurinn er kvikur, við erum í samkeppni hér á landi sem og annars staðar. Það eru fyrirtæki í samkeppni við okkur sem eiga öfluga bakhjarla í eigendum sínum sem hyggjast styðja þau til vaxtar. Á sama tíma erum við í söluferli sem felur í sér ákveðna óvissu. Ég hef hins vegar sagt við starfsfólkið að við þurfum ekkert að óttast. Sennilega verður Valitor selt til öflugs fyrirtækis sem hefur í hyggju að styðja enn frekar við vöxt þess.“ Ætlar að taka næsta hálfleik Ætlar þú að leiða fyrirtækið í gegnum sölu- ferlið? „Söluferli félagsins er í gangi og ég er forstjóri félagsins.“ Telur þú að þú verðir forstjóri þess eftir að ný- ir eigendur koma að því? „Markmiðið er að Valitor verði framúrskar- andi fyrirtæki á sínu sviði. Þegar nýir eigendur koma að mun ég meta mína stöðu.“ En er söluferlið í fullum gangi núna? „Faraldurinn setti auðvitað allt úr skorðum og við höfum einnig verið að endurskipuleggja fyrirtækið. Ég hef hins vegar trú á að þetta geti gerst hratt þegar það gerist. Söluferlið er hins vegar í höndum Arion banka og það er þeirra að lýsa því hvernig það mál stendur.“ nni Valitor í vil ” Í grunninn má þó segja að það hafi skort skýra sýn á hlutina. Það var verið að vinna í of mörgu og á sama tíma og ráðist var í yfirtökur á fyrirtækjum virðist ekki hafa tekist að sameina fyrirtækin og þau grunnkerfi sem þau notuðu í eitt. Þau urðu í raun dýrari í rekstri en þau voru fyrir kaupin. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.