Morgunblaðið - 17.03.2021, Síða 9

Morgunblaðið - 17.03.2021, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021 9SJÓNARHÓLL U m hlutafélög gilda lög nr. 2/1995, auk sam- þykkta og stofnsamnings hvers félags. Ítarleg- ar og afmarkaðar reglur gilda um það með hvaða hætti félag getur úthlutað fjármunum til hlut- hafa sinna. Slík úthlutun er heimil að tilteknum skil- yrðum uppfylltum, t.a.m. með úthlutun arðs og lækkun hlutafjár. Í 1. mgr. 104. gr. laga um hlutafélög er lagt bann við lánveitingum hlutafélags til hluthafa, stjórnarmanna, eða framkvæmdastjóra félagsins eða móðurfélags þess eða að félag setji tryggingu fyrir þá. Bannið tekur einnig til lánveitinga til tiltekinna aðila sem standa hlutaðeigandi sérstaklega nærri. Tekið er fram að ákvæðið taki þó ekki til venjulegra viðskiptalána. Í 2. mgr. nefndrar greinar er kveðið á um bann við því að hlutafélag veiti lán til að fjármagna kaup á hlutum í félaginu eða móðurfélagi þess, hvort heldur móðurfélagið sé hlutafélag eða einkahlutafélag. Þá er hlutafélagi einnig óheimilt að leggja fram fé eða setja trygg- ingu í tengslum við slík kaup. Þetta tekur þó ekki til kaupa starfsmanna félagsins eða tengds félags á hlutum eða kaupa á hlut- um fyrir þá. Þó er tekið fram að gæta þurfi að ákvæð- um laganna er snúa að fjárhagsstöðu félagsins í slíkum tilvikum. Í 6. mgr. 104. gr. er tekið fram að bann- ákvæði 1. og 2. mgr. 104. gr. eigi ekki við um lán og framlag til móðurfélags og tryggingu fyrir skuldbind- ingum móðurfélags. Hefur tilvísun nefndrar máls- greinar til 1. og 2. mgr. leitt af sér vafa um það hvort dótturfélagi sé t.d. heimilt að veita móðurfélagi lán til kaupa á hlutum í dótturfélaginu, þar sem orðalag þess vísar ekki til fjármögnunar á kaupum á hlutum í móð- urfélagi heldur virðist orðalagið fremur vísa til bann- ákvæðis 1. mgr. Fleiri undantekningar eru í 104. grein laganna sem ekki verður vikið að hér. Bann við fjárhagslegri aðstoð félaga við hluthafa (e. financial assistance) kom fram í eldri hlutafélagalögum frá 1978 sem var niðurstaða norrænnar samvinnu. Bannið sem nú er í 2. mgr. 104. gr. kom hins vegar inn í íslenska löggjöf þegar gerðar voru umfangsmiklar breytingar á hlutafélagalöggjöfinni árið 1994. Reglan á rætur að rekja til dansks réttar og reglna á sviði Evr- ópuréttar. Danskar reglur gengu lengra en kveðið var á um í regluverki Evrópusambandsins og íslenski lög- gjafinn fylgdi Dönum að þessu leyti. 104. gr. hluta- félagalaganna hefur eingöngu verið breytt einu sinni, árið 1997, þegar tekin var upp undantekning frá bann- inu vegna kaupa starfsmanna félags eða tengds félags á hlutum eða kaupa á hlutum fyrir þá. Bæði danskar reglur og reglur innan Evrópusambandsins hafa tekið miklum breytingum síðan þá og hefur til að mynda verið horfið frá hinu hlutlæga banni í dönskum lögum. Lánveiting félags vegna hlutafjárkaupa í því er nú heimil skv. dönskum lögum að uppfylltum ítarlegum skilyrðum, þ.m.t. samþykki hluthafafundar, greiðslumati stjórnar félagsins á viðtakanda hinnar fjárhags- legu aðstoðar, mati á forsvar- anleika ákvörðunar m.t.t. fjár- hags félagsins, auk þess sem fjárhagslega aðstoðin skal veitt á hefðbundnum markaðskjörum. Helstu rökin fyrir banni við því að hlutafélag fjármagni kaup í félaginu sjálfu eða móðurfélagi þessi eru vernd kröfuhafa, hluthafa og félagsins sjálfs, en talið er að hagsmunir þessara aðila kunni að líða fyrir það ef fjár- munir félags eru nýttir til viðskipta með hluti í því sjálfu. Þeir sem telja að nefnt bannákvæði nái ekki þeim markmiðum sem að er stefnt benda á að aðrar leiðir séu nýttar við útgreiðslu fjármuna úr félagi líkt og áður var vikið að. Reglur íslensks félagaréttar eru strangari en margra nágrannaþjóða og hafa gildandi reglur um hlutlægt bann ekki verið uppfærðar til að taka mið af þróun viðskiptalífsins eða þörfum hluta- félaga og hluthafa á sveigjanleika þegar kemur að þessum atriðum. Vera má að þörf sé á reglum um lán- veitingar af þessu tagi en markmiðunum mætti einnig ná með öðru móti en hlutlægu banni og veita þannig sveigjanleika, t.d. með því að heimila slíkar lánveit- ingar að uppfylltum ítarlegum skilyrðum. Lánveitingar hlutafélags við kaup á hlutabréfum í félaginu sjálfu LÖGFRÆÐI Bjarney Anna Bjarnadóttir lögmaður á BBA//Fjeldco. ” Helstu rökin fyrir banni við því að hlutafélag fjármagni kaup í félag- inu sjálfu eða móður- félagi þessi eru vernd kröfuhafa, hluthafa og félagsins sjálfs. þeim kampavínum sem eru á list- anum góða er það sennilega það kampavín, ásamt Salon (9. sætið) sem hvað erfiðast er að koma höndum yfir. Reyndar er fjöl- árgangavínið frá Krug til sölu í Vínbúðunum en það er sannarlega ekki á hvers manns færi. Verðmið- inn er 24 þúsund krónur. Það er svo kannski til marks um það hvað kampavínsmenningunni hér heima hefur fleytt fram að þegar skyggnst er yfir listann yfir elsk- uðustu húsin í heiminum eru 12 af efstu 20 til sölu í Vínbúðunum (eitt- hvert vín úr safni þeirra). Sé einnig litið til veitingastaða má gera ráð fyrir að 15 af 20 vínum séu ein- hvers staðar aðgengileg neyt- endum. Það má teljast nokkuð gott fyrir jafn lítinn markað og þann ís- lenska. Samkvæmt Drinks International Virtustu kampavínshúsin 2021 Breyting frá fyrra ári 1 Louis Roederer óbreytt 2 Pol Roger upp um 1 sæti 3 Krug upp um 2 sæti 4 Bollinger óbreytt 5 Charles Heidsieck niður um 3 sæti 6 Dom Pérignon niður um 2 sæti 7 Billecart-Salmon óbreytt 8 Taittinger upp um 1 sæti 9 Salon upp um 5 sæti 10 Ruinart niður um 4 sæti 11 Gosset upp um 6 sæti 12 Moët & Chandon upp um 16 sæti 13 Jacquesson niður um 2 sæti 14 Pommery upp um 16 sæti 15 Veuve Clicquot óbreytt 16 Laurent-Perrier niður um 4 sæti 17 Henri Giraud niður um 1 sæti 18 Alfred Gratien upp um 1 sæti 19 Henriot niður um 9 sæti 20 Piper-Heidsieck upp um 5 sæti AGM ra ey Rvk • Tr fagleg Ve ra ey

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.