Morgunblaðið - 17.03.2021, Side 10

Morgunblaðið - 17.03.2021, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021FRÉTTIR Ef það skyldi hafa farið framhjá lesendum þá hafa Bandaríkjamenn gengið endanlega af göflunum. Á undanförnum vikum og mán- uðum hefur útskúfunaráráttan náð slíkum hæðum að ástsælar teikni- myndahetjur sæta ritskoðun fyrir að falla ekki að háheilögum rétt- sýnishugsjónum líðandi stundar. Í sumar hefjast sýningar á teiknimyndinni Space Jam: A New Legacy en þar er á ferð sjálfstætt framhald samnefndrar kvikmyndar frá árinu 1996 þar sem Kalli kan- ína og félagar fengu sjálfan Mich- ael Jordan til liðs við sig í ærsla- fullri körfuboltakeppni í undra- veröld Looney Tunes. Í framhalds- myndinni verður Jordan fjarri góðu gamni en LeBron James kemur í hans stað. Jordan er ekki sá eini sem vant- ar því ákveðið var að skunkurinn Pepé Le Pew skyldi taka pokann sinn. Eins og lesendur vita er hann Pepé afskaplega ólánsamur í ástamálum og helst til ágengur þegar hann rekst á svartar læður sem hann tekur í misgripum fyrir kvenkyns þefdýr. Hann er skop- skæling af franska kvennabós- anum sem dregur hvergi af sér þegar kemur að því að stíga í vænginn við huggulegar dömur. Ætti auðvitað ekki að koma á óvart að viðkvæma og húmors- lausa liðið skyldi stimpla Pepé sem fulltrúa nauðgunarmenningar og alls ekki við hæfi barna. Við hin, sem höfum skopskyn og liggur ekki á að móðgast af minnsta tilefni, sjáum sem er að Pepé kennir einmitt góða lexíu: grínið gengur alltaf út á það hvað hann er mislukkaður, og hve heimskulegt það er að virða ekki mörk annarra og láta gredduna hlaupa með sig í gönur. Á það einmitt við um atriðið með Pepé, sem klippt var úr loka- útgáfu nýju teiknimyndarinnar, að þar fær skunkurinn að kenna á því fyrir að kyssa konu í leyfisleysi og vinir Pepé minna hann á að þannig hegðun sé ekki í lagi. Pétur Pan í sóttkví Þegar hreinsanirnar byrja veit enginn hvar vitleysan endar. Eftir að fréttist af útskúfun Pepé hófust miklar deilur á samfélagsmiðlum um hvort spretthlaupamúsin Speedy Gonzales ætti ekki líka heima á ruslahaugum sögunnar. Í augum þeirra húmorslausu birtast nefnilega í Speedy alls kyns nei- kvæðar staðalímyndir tengdar Mexíkóum. En viti menn; þeir sem tóku til varna fyrir músina voru einmitt þeir sem réttsýnisriddararnir voru að reyna að vernda: í huga Mexíkóanna sjálfra, og um alla Rómönsku Ameríku, er Speedy þvert á móti talinn hinn ágætasti fulltrúi. Hann er snjall og þraut- seigur, með hjartað á réttum stað og nær alltaf að snúa á andstæð- inga sína. Teiknimyndahetjur Disney hafa líka verið sendar í hakkavél góða fólksins. Í október tók streymis- veitan Disney Plus upp á því að setja sérstakar viðvaranir á teikni- myndirnar Hefðarfrúin og um- renningurinn (Lady and the Tramp), Pétur Pan, Dúmbó og Skógarlíf (Jungle Book), fyrir að sýna minnihlutahópa í neikvæðu ljósi. Í janúar bætti Disney um betur og breytti stillingum sínum þannig að notendareikningar barna undir sjö ára aldri leyfa ungviðinu ekki að horfa á fjöl- margar klassískar teiknimyndir því þær sýna úreltar staðalmyndir. Nú klóra lesendur sér eflaust í kollinum og kannast ekki við að hafa séð neina kynþáttafordóma í teiknimyndum Disney. Þeir hafa þá væntanlega gleymt að í mynd- inni um Pétur Pan rekast sögu- hetjurnar á hóp indíána sem tala hrognamál og eru staðalmyndir frá toppi til táar. Gildir einu þótt fari vel á með indíánunum, Pétri og vinum hans og að þau dansi saman villtan dans við trommu- slátt. Það er síðan músíkalska síams- kettinum Shun Gon um að kenna að Hefðarkettirnir (The Aristo- cats) lentu á bannlista. Verandi sí- amsköttur er hann nefnilega asísk- ur í fasi, með skásett augu, stórar framtennur, og spilar á píanóið með prjónum. Shun Gon er hrókur alls fagnaðar, hluti af hópnum, og einn af hápunktum teiknimyndar- innar – en það er algjört auka- atriði í augum þeirra réttsýnu. Eldfimar barnabækur Upptalningin er aldeilis ekki bú- in. Félagið sem heldur utan um út- gáfu verka barnabókahöfundarins vinsæla Dr. Seuss hefur ákveðið, að eigin frumkvæði, að hætta að gefa út sex af hans vinsælustu bókum. Af fjöldamörgum barna- verkum höfundarins hefur aðeins Kettinum með hattinn verið snar- að yfir á íslensku en þetta eru þær bókmenntir sem bandarísk æska hefur fengið að alast upp við í hér um bil fjórar kynslóðir. Í einni bókinni, If I Ran the Zoo, sem kom út árið 1937, eru það Kínverj- ar í hefðbundnum fatnaði og tveir Afríkumenn með hring í nefinu sem hafa farið fyrir brjóstið á fólki. Í bókinni Scrambled Eggs Super! virðist að teikningar af fólki í loðfatnaði innúíta fari yfir strikið en í On Beyond Zebra! var það teikning af einhvers konar araba eða Tyrkja sem situr sposk- ur á svip á baki eins konar kam- eldýrs. Er hreinlega af og frá að nokk- ur heilvita manneskja sjái eina örðu af fordómum í þessum skemmtilegu myndskreytingum. Það örlar ekki á neikvæðni í teikn- ingum Dr. Seuss og allir fá sömu meðferð. Minnihlutinn ræður Venjulegu fólki gæti virst eins og heimurinn væri að ganga af göflunum, með Bandaríkin í broddi fylkingar. Eða getur það verið að öllum þorra fólks standi svona mikil ógn af spólgröðu þefdýri, as- ískum köttum og áttatíu ára teikn- ingum í barnabókum? Góðu frétt- irnar eru þær að þessi þróun er knúin áfram af litlum hópi á jaðr- inum. Slæmu fréttinar eru þær að þegar smár hópur af frekjudollum nær vissum skriðþunga geta þær verið óstöðvandi. Hugsuðurinn Nassim Taleb út- skýrði þetta fyrirbæri á sínum tíma og benti á hvernig tillits- samur meirihlutinn beygir sig, skref fyrir skref, undir vilja ósveigjanlega minnihlutans. Hann gaf ímyndað dæmi um dóttur sem fær alla fjölskylduna til að borða aðeins lífrækt ræktað grænmeti. Þegar fólkið í götunni efnir til grillveislu taka allir nágrannarnir tillit til fjölskyldunnar og setja bara lífrænt ræktað á grillið. Mat- vöruverslunin í hverfinu tekur eft- ir því að bæjarbúar eru duglegir að kaupa lífrænt ræktað grænmeti og hættir að selja þetta venjulega. Og þannig koll af kolli. Það er þessu lögmáli að þakka að um 41% allra matvæla í Banda- ríkjunum er með kosher-vottun þó að aðeins 2% landsmanna séu gyð- ingar, og að næstum allt kjöt sem selt er í Bretlandi er halal-vottað þó að múslimar séu aðeins um 4,5% af heildinni. Minnihlutanum er meira í mun að matvæli séu ha- lal og kosher, en meirihlutanum er í mun að matvælin séu það ekki. Sama gildir með útskúfunar- áráttuna: örsmái minnihlutinn sem brennur af heift yfir einhverju smáræðinu berst af miklu meiri hörku fyrir sínu á meðan meiri- hlutinn yppir öxlum og furðar sig á rugludöllunum. Bækur brenndar með músarsmelli Það er aldeilis kominn tími til að spyrna við fótum. Vitleysan er komin út í slíkar öfgar að vestræn siðmenning virðist hreinlega í hættu. Rithöfundurinn og blaða- maðurinn Abigail Shrier, sem lenti í hakkavélinni fyrr í vetur vegna bókar um málefni transfólks, benti á það í nýlegu viðtali við Dave Rubin hvernig það jafngilti í reynd ritskoðun ef t.d. bóksali eins og Amazon, sem ræður yfir a.m.k. helmingi bandaríska bóka- markaðarins og nær öllum raf- bókamarkaðinum, gerðist uppvís að því að taka bækur úr sölu fyrir óvinsælar skoðanir – eins og fyrir- tækið hefur nýlega gert. Enginn bókaútgefandi með vott af við- skiptaviti myndi taka þá áhættu að fjárfesta í útgáfu bókar sem gæti mögulega orðið skotmark réttsýnisherferðar og verið tekin úr hillum langstærsta seljandans. Fréttaskýrandinn snjalli Ben Shapiro bætti um betur og benti á hvernig netið – sem varð til þess að við lifum á sannkallaðri gullöld hvað snertir aðgengi að upplýs- ingum, bókmenntum og afþrey- ingu – getur líka orðið að vopni í höndum þeirra sem vilja ritskoða efni sem er þeim ekki að skapi. Hér áður fyrr þurfti þó að hafa fyrir því að bera bækurnar út úr bókasöfnunum og út á götu til að bera að þeim eld. Í dag nægir að tæknimaður hjá Disney, Warner Bros. eða Amazon slái inn nokkrar skipanir á lyklaborði og bók eða kvikmynd er horfin sisvona. Til varnar ástþyrstum skunkum Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Mexíkóborg ai@mbl.is Nýjustu fórnarlömb póli- tískrar réttsýni voru okkar bestu vinir á sjónvarps- skjánum og við háttatíma þegar við vorum börn. Viðkvæma fólkinu hefur tekist að snúa boðskap teiknimyndanna um Pepé le Pew á haus. Snjallari lausnir í greiðslumiðlun á Íslandi Fjártæknilausnir Rapyd bjóða þér upp á snjallari greiðslumiðlun. Við bjóðum upp á fjölmargar greiðsluleiðir og virðisaukandi þjónustur sem henta þínum rekstri. Við setjum þjónustu við söluaðila í fyrsta sæti. Vertu í sambandi 558 8000 | hallo@rapyd.net | rapyd.net/is Einfaldari Snjallari Betri Leyfðu okkur að þjónusta þig. Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 Sterkari saman í sátt við umhverfið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.