Morgunblaðið - 17.03.2021, Page 12

Morgunblaðið - 17.03.2021, Page 12
VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. INNHERJI SKOÐUN Þegar mest var voru Dogma- verslanir á Laugavegi, í Smáralind og Kringlunni og á Akureyri, en í byrjun árs 2019 hafði þeim öllum verið lokað. Eftir lokunina flutti Dogma sig alfarið á netið. Í september sl. var Dogma opnað á ný eftir eins og hálfs árs hlé og að sögn Jóns Andrésar Valberg fram- kvæmdastjóra Bolasmiðjunnar ehf., sem rekur verslunina, urðu fagn- aðarfundir með viðskiptavinum sem voru þakklátir fyrir endurkomuna. „Við lokuðum árið 2019 því við þurft- um að flytja okkur um set í Kringl- unni. Okkur bauðst lítið pláss á móti því rými sem við höfðum verið í en ákváðum að þiggja það ekki,“ segir Jón. Um enduropnunina segir Jón að hann hafi haldið áfram að finna fyrir áhuga viðskiptavina. „Við höfðum opið á netinu í eitt ár eftir lokunina en svo lokuðum við netsíðunni einn- ig.“ Þá bar það til að Dogma bauðst nýtt pláss í Kringlunni og ákveðið var að slá til og opna á ný. „Við viss- um samt ekki hvort það væri pláss fyrir okkur á markaðnum en með því að stilla vöruframboðið af náðum við að skapa okkur góða sérstöðu. Við gerðum allt upp á tíu og opnuðum búð og vef á sama tíma. Eftir að við vorum búin að vera með opið í einn mánuð sprakk þetta hreinlega út og það varð brjálað að gera á netinu, eins og hjá flestum öðrum á þessum tíma,“ segir Jón, og bætir við að vel gangi einnig í versluninni sjálfri í Kringlunni þrátt fyrir fjölda- takmarkanir vegna veirunnar. Opna aftur með vorinu Hann segir að í dag borgi sig að reka vefverslun, ólíkt því sem áður var. „Áður var þetta meira eins og útstillingargluggi og fólk kom svo í búðina til að versla.“ Fyrir kórónuveirufaraldurinn rak Bolasmiðjan, auk Dogma, átta ferða- mannaverslanir, meðal annars undir merkjum Ísbjarnarins og Woolcano. „Í dag erum við með Ísbjörninn á Laugavegi opinn. Reykjavík T- shirts á Laugavegi og á Skólavörðu- stíg eru hins vegar lokaðar en við stefnum á að opna þær aftur með vorinu.“ Jón segir að veirufaraldurinn hafi verið erfiður en lærdómsríkur tími fyrir Bolasmiðjuna. Fjörutíu manns unnu hjá fyrirtækinu í fullu starfi þegar mest lét en í dag eru starfs- menn einungis þrír í fullu starfi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Viðskiptavinir Dogma hafa tekið enduropnaðri verslun afar vel. Þá hefur netverslunin blómstrað síðan opnað var í september síðastliðnum. Allt upp á tíu í endurkomunni Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Athygli vakti fyrir um tveim- ur árum þegar versluninni Dogma var lokað í Kringl- unni eftir 17 ára starfsemi og netsíðunni ári síðar. Nú er opið aftur. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Þ egar upplausnin var næstum al- gjör og við vissum ekkert hvert stefndi var lítið annað að gera fyrir fjármálaráðherrann en að opna fjár- hirslurnar upp á gátt og grípa til sömu dirfskubragða og Egill Skalla- grímsson hugðist beita á þinginu þegar hann var orðinn gamall mjög. Allir fjármálaráðherrar heimsins, sem eitthvað áttu aflögu, gripu ein- mitt til þessa ráðs til þess að koma í veg fyrir að hagkerfin kólnuðu of hratt með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. E itt af því sem sérstaklega þurfti að líta til hér á landi var ferða- þjónustan sem stóð uppi án viðskiptavina. Var talið nauðsynlegt að örva Íslendinga til þess að ferðast innanlands (þá mánuði sem þeir voru ekki beinlínis hvattir til að ferðast innanhúss). F erðaþjónustan fór á taugum í þessu ástandi og fór að bjóða gistinætur og ýmsa afþreyingu undir kostnaðarverði og niðurgreiðslan varð enn meiri þegar ríkissjóður brá sér í gervi jólasveinsins og með appi færði þjóðinni ferðagjöf – 5.000 krónur sem eyða mátti í gistingu eða bjór á öldurhúsi, allt eftir því hversu langt og ríkmannlega fólk vildi ferðast. Sáralítið vitum við um raun- veruleg áhrif þessarar aðgerðar. 196 þúsund manns hafa sótt ferðagjöfina í appið. 158 þúsund hafa nýtt sér hana. 26% fóru í afþreyingu, 36% í veitingar, 12% í samgöngur og 26% í gistingu. N ú stígur ráðherra fram og dust- ar rykið af fyrrnefndum bún- ingi og segir í skoðun að gefa fleiri gjafir af þessu tagi. Rökin fyrir slíkri aðgerð nú eru veikari en fyrir ári. Einkaneyslan hefur ekki reynst vandamálið í kófinu, hún hefur þvert á móti verið á blússandi siglingu. Það er skylda stjórnmálamanna að fara vel með sameiginlega sjóði. Endur- tekin ferðagjöf er ekki dæmi um það. Gjafaleikur í boði hvers?Það virtist ekki nóg um verkefnihjá hinu opinbera þegar grandalausir stjórnmálamenn og embættismenn í þeirra umboði ákváðu að allir sem komu að ein- hvers konar rekstri í landinu yrðu að gefa út hátíðlegar yfirlýsingar um að þeir eða einhverjir aðrir væru „raunverulegir eigendur“ að lögaðilum sem skráðir eru til leiks í íslensku atvinnulífi. Hófst svo elt- ingaleikurinn við stóra og smáa og lentu jafnvel skráðir formenn og meðstjórnendur í skólafélögum í því að þurfa að skila inn gögnum – að því er virtist til þess að ríkið gæti varist peningaþvætti og jafn- vel hryðjuverkaógn. B ent var á delluna en þrátt fyrir það sáu ráðherrar, sem alla daga tala um einföldun regluverks og mikilvægi þess að ríkisvaldið þvælist ekki með óþarfa fyrir borg- urum landsins, enga ástæðu til þess að bregðast við. Um væri að ræða samevrópskt regluverk sem auðvit- að bæri að fylgja út í ystu æsar, jafn- vel þar sem húsfélög eða mannúðar- samtök ættu í hlut. O g þetta létu landsmenn yfir sig ganga. Fólk endasentist um allar trissur í leit að undirskrift sam- starfsfólks. Þar var fólk jafnvel látið lýsa því yfir að það væri „raunveru- legur eigandi“ að sjóðum sem eng- inn á, en því hefur um tíma verið trú- að fyrir að halda utan um. Fólk var því af ríkisvaldinu krafið um að segja ósatt með undirskrift sinni! Flestir töldu þó að þarna væri um einskiptisaðgerð að ræða og þegar menn hefðu staðið sína plikt myndu yfirvöld láta þá vera í framhaldinu. E n nei, ekki aldeilis. Enn er það svo, ætli fólk sér að stofna for- eldrafélag eða fyrirtæki, að þegar búið er að skila inn öllum nauðsyn- legum gögnum, rétt út fylltum, hafi málum verið siglt í heila höfn. En þá krefst ríkið þess að gefin sé út yfir- lýsing um hverjir hinir „raunveru- legu eigendur“ séu. Halda stjórn- völd að fólk sem skilar gögnum um að það hafi ákveðið að stofna fyrir- tæki, sé í raun ekki að lýsa því yfir að það sé það sjálft? Ætli stjórnvöld haldi að allir syngi líkt og skáldið um árið: Ég er ekki ég – ég er annar? Ég er ekki ég – ég er annar AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is HÄSTENS VERSLUN Faxafeni 5, Reykjavík 588 8477 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 1–18 | Lau. 1–16 www.betrabak.is Komdu til okkar og prófaðu einstök gæði Hästens rúmanna. Starfsfólk okkar er tilbúið að aðstoða þig og veita frekari upplýsingar. VERTUVAKANDI Í FYRSTASKIPTI ÁÆVINNI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.