Þróttarblaðið - 01.12.1985, Side 2

Þróttarblaðið - 01.12.1985, Side 2
2 ÞRÓTTARBLAÐIÐ Dælum steypu. Fljót og góð afgreiðsla. ÞRÓTTARBLAÐIÐ ÚTGEFANDI: AÐALSTJÓRN ÞRÓTTAR PRENTSMIÐJA: BLAÐAPRENT. SETNING OG UMBROT: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR. ÁBYRGÐARMAÐUR: SÖLVI ÓSKARSSON -TRYGGVI E. GEIRSSON. DÆLUBÍLAR SF. Hléskógum 1 -Sími 75811 Tel æsldlegt að kynna starf okkar betur BRAUDOGKOKLR Höfum ávallt á boöstólum ný brauð og kökur fyrir veitingahús. Sérhæfum okkur einnig í þjónustu viö kjörbúöir. GRENSÁSBAKARI ^ Lyngási 11, 210 Garöabæ. Pöntunarsímar 51445 og 54481 /\ / RAKARASTOFAN HÓTEL SÖGU SÍMI21144 HÁRGREIÐSLUSTOFAN HÓTEL SÖGU SÍMI21690 Alhliða hár sny rtiþ j ónusta fyrir hverfisbúum Fullt nafn: Tryggvi Einar Geirsson Aldur: 33 ára Fœðingarstaður: Steinar, A-Eyjafj. Rangárvallasýslu Heimili: Sólbraut 8, Seltj.nesi Börn: 1 stúlka, 2 drengir Maki: Dagný Ingólfsdóttir Staða: Löggiltur endurskoðandi Hver voru fyrstu kynni þín af knattspyrnufélagínu Þrótti? Fyrstu kynni mín af Þrótti má rekja aftur til ársins 1972, en þá var ég nýút- skrifaður frá Samvinnuskólanum á Bifröst og fór að vinna hér í Reykjavík. Ég byrjaði að æfa með meistaraflokki þetta sumar og líka sumarið eftir og ég lék víst eina 7 leiki í meistaraflokki á þessum tíma í 2. deild. En hvað tók þá við? I árslok 1973 hóf ég nám í endurskoð- un og hætti þá knattspyrnuiðkun, en tók að mér þjálfun hjá félaginu 1974, þá með 5. fiokki og gerði þá að íslands- meisturum 1975 eftir tvo eftirminni- lega úrslitaleiki við Val. Hafa margir af þeim strákum sem þú þjálfaðir þá, komist í meistara- flokki félagsins? Já, sjö af þeim er léku þessa úrslita- leiki 1975 hafa leikið með meistara- flokki. I þessum hópi eru m.a. lands- liðsmennirnir Guðmundur Erlingsson markvörður og Kristján Jónsson, bak- vörður. Þá má einnig geta þess að aðr- ir úr þessum hópi hafa orðiö þekktir á öðrum sviðum eins og Karl Þorsteins sem er alþjóölegur meistari í skák. Mér þótti mjög miður að Karl skyldi ekki halda áfram í knattspyrnunni, en hann var einhvert mesta efni í góðan knattspyrnumann sem ég hef kynnst. Jón Olafsson var í þessum hópi, en hann er nú kunnastur fyrir þularstörf á Rás 2 og Elvar Rúnarsson, sem frægur hefur orðið fyrir það nú síðustu vikur að vera unnusti, Miss World” Hólmfríðar Karlsdóttur. En síðan flyst þú til Akureyrar? Já í ársbyrjun 1977 fluttum við norður, en sú dvöl varð styttri en upp- haflegar áætlanir gerðu ráð fyrir og um haustið fluttum við suður aftur. Um sumarið þjálfaði ég 4. flokk hjá Þór, Akureyri og hafði ég gaman af. Hjá Þór var mjög mikið lagt uppúr yngri flokkum á þessum árum enda hefur það skilað sér í mjög góðum meistaraflokki nú. Þú kemur síðan strax til starfa hjá Þrótti? Ég var kosinn í stjórn knattspyrnu- deildar 1978, var þá gjaldkeri auk þess sem ég þjálfaði 4. flokk og urðum við Reykjavíkurmeistarar það sumar. Eg var síðan formaður knattspyrnu- deildar 1979 og 1980, en síðan tók ég mér frí frá stjórnarstörfum og þjálfaði 6. flokk sumarið 1981. í árslok 1981 kom ég aftur í stjórnina og var gjaldkeri deildarinnar þar til í ársbyr jun 1985. Hvernig var að reka svona knatt- spyrnudeild f járhagslega? Það hefur alltaf verið erfitt, en tvö síðustu ár mín sem gjaldkeri tókst að reka deildina með hagnaði og þegar ég hætti þar var deildin skuldlaus. Hvað kom svo til að þú tókst aö þér formennsku í félaginu? Eg hafði um þetta leiti í hyggju að Viðtai við Tryggva Geirs- son, formann Þróttar draga mig út úr félagsstörfum. Þar sem það er erfitt að samræma það endurskoöunarstarfinu. En ég lét þó tilleiðast fyrir orö nokkurra Þróttara sem voru reiðubúnir að koma í aðal- stjórn undir minni forustu. Fráfarandi stjóm hætti öll og var kosin ný stjórn í febrúar 1985. Það hafði veriö ljóst um nokkurt skeið að aðalstjórnin var komin í mikinn fjárhagsvanda, sem ekki varð lengur komist hjá að glíma við. hefur þá starf aðalstjórnar farið í peningaöflun og hvemig hefur það gengið? Eg var svo heppinn að fá með í þessa stjóm mjög harðsnúið liö sem hefur verið mjög samhent í þessari peninga- glímu en það er þó ekki svo vel að við sjáum fyrir endann á þessu fyrr en á næsta ári. En þó megnið af tímanum færi í peningasöfnun, endurvöktum við árshátíðahald hjá f élaginu en það hafði legið niðri um hríð. Hvað um almenn félagsmál? Okkur hefur ekki gefist tími, að sinna því eins og við hefðum viljað, en þó er nú á döfinni að koma á tafl og bridge kvöldum eftir áramót. Þá höfum við mikinn áhuga að efla félags- starfið í yngri flokkum félagsins. I vetur erum við með opið hús á laugar- dögum milli kl. 10.00 og 13.30 í Þrótt- heimum í sambandi við getraunasölu og eru alhr velkomnir þangað. Hvemig hefur gengið að fá foreldra og fólk úr hverfinu til starfa fyrir félagiö? Það er skoðun mín að við höfum ekki ræktað það samband nógu vel og þar af leiðandi ekki tekist að fá foreldra eða aðra úr hverfinu til þátttöku í starfi félagsins sem skyldi. Ég tel æskilegt að kynna betur starf okkar fyrir hverfisbúum, því ég efast um það að þeir geri sér nægjanlega grein fyrir mikilvægi þess að hafa öflugt íþrótta- félag í hverfinu. Hjá félaginu fer fram mikið sjálfboðastarf í þágu æsku hverfisins og okkur er það mikill styrkur ef íbúar standa á bak við okkur. Nú er æskulýðsmiðstöð i húsi ykkar, hvernig hafa samskiptin gengið? samskiptin hafa gengið áfallalaust en nú er hafin umræða um meiri sam- vinnu um nýtingu neðri hæðar yfir vetrartímann og aukist félagsstarf Þróttar á efri hæð. Væntum við þess að það geti orðið báöum aðilum til fram- dráttar. Hver er staða Þróttar í dag og hvað með f ramtíðina. Ef skoðaður er íþróttaárangur, þá hefur hann verið ágætur undanfarin ár, en skugga setti þó verulega á í sumar er knattspyrnulið okkar féll í 2. deild. Það virðist því miður stefna í það sama hjá meistaraflokki karla í handknattleik, enda kannski ekki undarlegt, þar sem við höfum misst tvo af máttarstólpum liðsins í atvinnu- mennsku til Þýskalands, þá Sigurð Sveinsson og Pál Ölafsson. Árangur blakdeildar hefur aftur á móti verið mjög glæsilegur, því nú í 10 ár í röð hefur karlaliðið orðið Reykjavíkur- meistari og 5 ár í röö Islandsmeistari. Félagslega eru miklar blikur á lofti hjá félaginu. Mörg undanfarin ár hefur orðið æ erfiöara að fá menn í félags- störf. Held ég að þar liggi tvennt að baki í fyrsta lagi er þaö fráhrindandi fyrir fólk aö megnið af tímanum fer í peningasöfnun og hins vegar notar fólk frístundir sínar meira nú orðið fyrir sig sjálft, en er ekki tilbúiö að þjóna öðrum og það eingöngu af ánægjunni einni. í ljósi þessa er erfitt að spá í framtíð félagsins. Ég held þó að allir Þróttar- ar, yngri sem eldri verði að gera sér grein fyrir því að framtíö félagsins er undir þeim komin. Fólk sem hefur í gegnum öll unglingsár sín notið starfs félagsins skuldar því siðferðilega þetta uppeldri. Foreldra og hverfisbúa er einnig nauösynlegt aö virkja meira í starfinu. Hvaða verklegar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á næstunni? Það er fyrirhugaö að girða af svæðið nú á næstu tveimur árum. Við væntum þess að geta byrjaö 1987 á grasvelli, en við búum nú við lélegt gras á svæðinu, óframræst. Þá er fyrirhugað að mal- bika plan við enda malarvallarins fyrir handbolta og tennis. Við höfum undanfarið litið mjög í kringum okkur um aukið æfingasvæði, þar sem svæði okkar verður orðið full- nýtt við framangreindar fram- kvæmdir. Aðrir punktar: Uppáhalds: félag erlent: Liverpool knattspyrnumaður erlendur: Kenny Dalglish knattspyrnumaður innlendur: Pétur Amþórsson, Þrótti handknattleiksmaður: PállOlafsson stjórnmálamaður: Davíð Oddsson, borgarstjóri

x

Þróttarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttarblaðið
https://timarit.is/publication/1579

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.