Þróttarblaðið - 01.12.1985, Síða 10
10
ÞRÓTTARBLAÐIÐ.
Eftirtaldir aðilar
hafa styrkt
Knattspyrnufélagið Þrótt
vegna útgáfu þessa blaðs:
Heildverslun Ól. H. Jónssonar
Langholtsvegi 109. Sími 83144.
V innufatabúðin
Laugavegi 76. Sími 15425.
Einar Þorgeirsson
Rafverktaki. Breiðvangi 25. Sími 53808.
Tryggvi E. Geirsson
Löggiltur endurskoðandi. Sími 687777.
Haraldur Bjargmundsson
Húsasmíðameistari. Sími 73275.
Raftækjaþjónustan s.f.
Lágmúla 9. Sími 37500.
Microtölvan s.f.
Síðmúla 8. Sími 83040.
Ingólfsprent h.f.
Nýbýlavegi 26, Kópav. Sími 44090.
Olís, Eyrarbakka
Sími 99-3385.
Biðskýlið v/Suðurgötu
Sími 20915.
Véltækni h.f.
Höfðabakka 9. Sími 84911.
Pylsuvagninn
Selfossi.
Myndamót h.f.
Prentmyndagerð - auglýsingastofa. Sími
17151-36777.
Rocky’s
Laugavegi 41. Sími 11754.
Kr. Þorvaldsson
Grettisgötu 6. Sími 24478.
Vinnufatabúðin
Hverfisgötu 26. Sími 28550.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
Háaleitisbraut 68. Sími 686050.
Akron h.f.
Síðmúla 31. Sími 33706.
Pylsuvagninn
Tryggvagötu.
Matkaup h.f.
Vatnagörðum 6. Sími 82680.
Skrifstofuvörur h.f.
Ármúla 30. Sími 82420.
Offsetprent
Vatnagörðum 14. Sími 687977.
Húsið
Skeifunni 4. Sími 687878.
Skóvinnustofan
Dunhaga 19.
„Við getum náð
aftur á toppinn
ef við viljum"
— segir Snorri Siggeirsson um stöðu og framtíð
handknattleiksins
„Þaö er ekkert við þessu aö gera í
vetur. Viö erum fallnir í 2. deild meö
meistaraflokk karla. Ég vissi aö þetta
yröi rosalega erfitt ár. Þetta er endir-
inn á þesta tímabili, sem karlaflokkur
Þróttar hefur átt hingaö til. Viö höfum
átt nokkra afburöa góöa leikmenn,
sem eru farnir eða hættir. Og núna
erum við meö næstum alveg nýjan hóp
kornungra stráka, sem eru topp-
strákar en ráöa ekki viö verkefnið enn-
þá.”
Þaö er Snorri Siggeirsson sem segir
þetta. Hann hefur í mörg ár verið
næstum alls staðar á vettvangi í
þjálfun yngri flokka karla og til
hjálpar meistaraflokki karla. Og þaö
er einmitt hann sem byrjaði meö
strákana sem nú eru aö koma upp í
meistaraflokk, og fylgdi þeim upp alla
flokkana. Þeir hafa náö miklum
árangri og þrír eru í unglingalandslið-
inu. Snorri setur traust sitt á þessa
stráka áfram, ef þeir fá á annað borö
tækifæri, fá góöa stjórn og láta aö
stjórn.
Ráðum við sama aldur
Þróttarliðið í 1. deild karla hefur
ekkert stig ennþá í vetur. „Við hefðum
ekki þurft meira til þess að halda haus
og vera í toppbaráttunni en aö Palli 01-
afs hefði veriö meö áfram. Þaö er
ákveðinn kjarni eldri leikmanna til,
þótt þeir séu fáir. Meö Páli hefði þetta
dugað til þess aö ungu strákarnir
tækju á og fengju það sjálfstraust, sem
þá vantar algerlega á móti hinum
liöunum. Ég bendi á að þegar hrn liöin
hafa leyft sér aö setja of marga unga
leikmenn inná á móti okkur, hefur allt
breyst okkur í hag. Þau hafa bara
miklu fleiri eldri leikmenn, sem er eini
munurinn okkur í óhag,” segir Snorri.
„Nú er þaö stóra spurningin hvernig
á þessu verður tekiö. Ég er persónu-
lega sannfæröur um að Þróttur á strax
topplið í 2. deild. En það þarf auðvitaö
aö vera til einhver stefna hjá félaginu
sem hefur að markmiði árangur í sam-
keppni, sem er óskaplega hörö.”
Hver sér um sig
I vetur er handknattleiksdeildin
rekin með óvenjulegum hætti. I fyrra
stjórnaöi sá gamli jaxl, Gunnar
Gunnarsson, og þrátt fyrir mikla at-
orku hans varö tap á rekstrinum. Þaö
var þó smávægilegt miöaö við næstu
tvö tímabil á undan, þegar stjórnendur
brugðust og arfleiddu aöalstjórn og
þar meö félagið í heild að skuldum,
sem nálguðust milljón. Þaö er sá fjár-
hagsvandi, sem Þróttur á við aö glíma
og er ærinn, þótt önnur félög standi
sum hver verr og langtum verr.
Núna verður hver flokkur í
handknattleiknum nánast aö sjá um
sig sjálfur fjárhagslega. Núverandi
aðalstjórn ákvað þaö.
Snorri segir að kvennaflokkarnir
standi sig bæöi í handboltanum og
fjárhagslega. Meistaraflokkur kvenna
í 2. deild átti kost á sérkeppni um 1.
deildarsæti í haust, en hafnaði því
tækifæri. Áhuginn beinist aö því aö
styrkja undirstöðuna og áhuginn er
mikill. Flestir karlaflokkarnir ráöa við
reksturinn og það er mikið af
efnilegum leikmönnum þar.
Éndanleg niðurstaöa fjárhagslega
liggur auðvitað ekki fyrir. En það er
alveg ljóst að meistaraflokkur karla
ræöur ekki viö það óstuddur í framtíð-
inni að kaupa neitt svipaö dýra þjálfun
og deildarlið annarra félaga gera í
vetur. Skuldir handknattleiksdeildar
Þróttar má raunar rekja mest til þess
rándýra þjálfunarkostnaöar.
I vetur hafa þeir Sveinlaugur
Kristjánsson og nú Konráö Jónsson,
sem enn er einn helsti buröarásmn í
liöinu, þjálfað meistaraflokk karla.
Slagur um toppinn
„Viö getum náö aftur á topprnn ef við
viljum, þá er ég að tala um okkur
Þróttara alla,” segir Snorri Siggeirs-
son. Orö hans minna á aö Þróttur hefur
komist á toppinn í íslenskum hand-
knattleik og náö í alþjóðlega keppni.
„Þetta er hugsjón og vinna. Ef vel er
stjórnaö og áhugi og agi skapast hjá
leikmönnum er hægt að gera stórkost-
lega hluti. Viö eigum nefnilega fullt af
strákum og stelpum meö mikla hæfi-
leika, sem á aö nota. En þaö verður
auövitað aö taka þetta allt alvarlega til
þess að það veröi gaman aö þessu. ”
Tek að mér alhliða
málningavinnu utanhúss
sem innan.
Gjörið svo vel
og reynið viðskiptin.
Hallvarður S. Óskarsson
málarameistari, sími 86658.
Aliendur- Villiendur
Villigæsir - Rjúpur
Kalkún - Hreindýr
Heitur matur í hádeginu.
Ljúffengur en ódýr.
Fagleg og persónuleg
þjónusta.
Pétur Pétursson
k j ötiðnaðarmaður
UŒZLUNflRBRNKINN
-vútttun, vneð fi&i!