Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.01.1968, Blaðsíða 37

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.01.1968, Blaðsíða 37
FYRIRMÆLI, SKILGREINING OG ÚRSKURÐUR FJÁRMÁLARÁÐHERRA Eins og glöggt má sjá á kröfum fjármálaráðherra fyrir Kjaradómi, sem birtar eru hér í blaðinu, þá einkenn- ast þær af tvennu: að hindra kjarabætur og jafnvel knýja fram skerðingu á vissum sviðum. Þetta er boð- skapurinn til ríkisstarfsmanna, sem m. a. fá nú engar kauphækkanir skv. vísitölu þrátt fyrir sívaxandi dýrtíð. Kjaradómur dæmdi ekki ríkisstarfsmönnum í vil stór- vægilegar breytingar á vinnutíma, yfirvinnugreiðslum o. fl., eins og sjá má á dóminum, sem er hér fremst í blaðinu. Samt sem áður leggur fjármálaráðherra nú kapp á að draga úr eftir mætti þeim lítilfjörlegu lagfæringum, sem dæmdar voru, og boðar auk þess beina kjaralækk- un. Hefur ráðuneytið sent frá sér bréf, sem ætlað er forstöðumönnum ríkisstofnana, dags. 27. des. 1967, sem hefur inni að halda „fyrirmæli ...., skilgreiningu ...., og úrskurð ....“ fjármálaráðuneytisins vegna breytinga á dómi Kjaradóms. Bréfi þessu er ætlað að þjóna þvi tvennu, sem fjármálaráðherra hugðist ná fram fyrir Kjaradómi. Kjararáði BSKB gafst nánast af tilviljun kostur á að koma á framfæri við fjármálaráðuneytið nokkrum at- hugasemdum við bréf þetta, áður en það var endanlega gefið út, en þær voru ekki teknar til greina. Þar sem þetta barst okkur um það leyti, sem verið var að leggja síðustu hönd á frágang Ásgarðs í prent- smiðjunni, þá reynist ekki unnt að sinni að rekja sem skyldi viðhorf BSRB til bréfs þessa, svo og viðbrögð samtakanna eða einstakra starfshópa, sem þetta varðar. Verður hér því aðeins getið nokkurra atriða, jafnframt því, sem bréfið er birt í heild. Fjármálaráðuneytið virðist skv. 1. og 3. lið ætla að skipa nefnd og setja reglugerð um atriði, sem hefur verið dæmt um í Kjaradómi. Þá eru í 6. og 7. lið takmarkanir, sem ekki er séð að eigi neina stoð í dómi Kjaradóms. í 2. lið er mælt fyrir um kjaraskerðingu, þar sem daglegur vinnutími kennara eigi að hafa lengzt, en leng- ing daglegs vinnutíma starfsmanna er óheimil skv. öðr- um ákvæðum Kjaradóms. Loks er 8. liðurinn að mestu leyti samhljóða kröfu, sem fjármálaráðherra setti fram við Kjaradóm, en hann tók ekki til greina. Fjármálaráðuneytið er því að taka sér þarna vald, sem það ekki hefur, til að lækka greiðsl- ur, sem inntar hafa verið af liendi og engin heimild er til breytinga á. Einnig má geta þess, að fjármálaráðuneytið nefnir elíki í bréfi þessu a. m. k. tvær breytingar tU hags- bóta fyrir ríkisstarfsmenn, sem dæmdar voru af Kjara- dómi, rétt eins og forstöðumönnum komi þær ekki við. Boðskapur fjármálaráðherra fer hér á eftír, og eru leturbreytingar frá ráðuneytinu. Um breytingar á reglum um vinnutíma, yfirvinnu og starfsaldur opinberra starfsmanna skv. dómi Kjaradóms frá 30. nóvember 1967. Fyrirmæli fjármálaráðuneytisins um framkvæmd á dómsorðum Kjaradóms. Skilgreining fjármálaráðuneytisins á „vaktavinnu11 og úrskurður um álag vegna vinnu á „óþægilegum" vinnu- tíma. 1. Um vikulegan starfstíma: Vikulegur starfstími hjúkrunarfólks, aðstoðarfólks við hjúkrun og ljósmæðra á fæðingardeild styttist um 2 klst. og verður nú 42 klst. á viku. Lögregluþjónar og tollverðir, sem ekki eru á vinnu- vökum, skulu framvegis vinna 38 stundir á viku. Næturverðir við talsíma og talstöðvaþjónustu, er vinna vaktavinnu, eiga að starfa í 36 stundir á viku. Hjúkrunarkennarar fá afslátt kennsluskyldu á sama hátt og t. d. menntaskólakennarar, þ. e. eiga að kenna 24—27 kennslustundir á viku hverri skv. kennslu- aldri. Kennsluskylda kennara við heyrnleysingjaskóla verð- ur ■% af kennsluskyldu almennra kennara, þ. e. af 36 kennslustundum. Kennsluskylda kennara við heyrn- leysingjaskóla verður því 29 kennslustundir á viku, er fækki í 24 stundir á því skólaári, sem kermari verður 55 ára og í 19 stundir á því ári, þegar hann verður sextugur. Kennsluskylda kennara í bekkjum afbrigðilegra og vangefinna barna, sem 6. gr. laga nr. 34/1946 um fræðslu barna tekur til, skal vera 4/s af kennsluskyldu almennra kennara. Nefnd sérfróðra manna um uppeldismál mun verða menntamálaráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu til aðstoðar við að ákveða, hverjir teljist bekkir afbrigði- legra og vangefinna bama. 2. Um daglegan vinnutíma: Vikulega kennsluskyldu kennara skal inna af hönd- um á tímabilinu kl. 8.00—17.00, með matartíma, alla virka daga, nema laugardaga, þá kl. 8.00 til 12.00. Greiðsla álags fyrir kennslu, sem innt er af höndum á tímabilinu 16.00—17.00 á mánudögum — föstudaga ÁSGARÐUR 37

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.