BSRB-tíðindi - 02.10.1984, Blaðsíða 2

BSRB-tíðindi - 02.10.1984, Blaðsíða 2
EFLUM VERKFALLSSJÓÐ Stjórn Verkfallssjóðs BSRB hefur sent aðildarfélögum BSRB söfnunar- lista asamt hvatningarbréfi til félagsmanna, sérstaklega til þeirra sem skyldaðir hafa verið til að sinna störfum sínum. Söfnunarlistar þessir eru tvenns konar. Annars vegar eru listar um loforð um greiðslu, sem innheimtist með gíróseðli, og hins vegar list- ar fyrir framlög, sem greiðast um leið og trúnaðarmenn kvitta fyrir. í bréfi til félagsmanna segir m. a.:"Verkfall opinberra starfsmanna stendur fyrir dyrum. Styrkur £ verkfalli er öflugur verkfallssjóð- ur. Hér með skorum við á alla þá sem aflögufærir eru aö leggja sitt af mörkum til að efla sjóðinn - og tryggja sterka samstöðu." Síðar segir í bréfi Verkfalls- stjórnar til félagsmanna: "Þeir sem greiða í verkfallssjóð BSRB - og reyndar allir félagsmenn - verða að skipuleggja útgjöld sín á næst- unni. Einstaklingar sem greiða í verkfallssjóð geta t.d. valið sér eftirfarandi greiðslumáta á meöan á verkfalli stendur. a) að greiða tiltekna upphæð í krónum b) að greiða ákveðna prósentu af föstum eða útborguðum launum. I fyrstu 10 launaflokkunum svara t.d. 20% til 650 - 700 kr. á viku. í launaflokkunum 10 - 20 svarar þetta til 750 - 1000 kr. á viku." VERKFftLLSTfeiNDI BSRB ÚTGEFiWOI: KYNMNGARNEFNO BSR8 SJM5JÓN: HELGf MAR AfiTHURSSON FUÚIFAUW) A SKMFSTORI BSB8 Verkfallssjóður hefur opnað ávís- anareikning £ Alþýðubankanum og er númerið 4 69 52 . Tekið skal fram að hægt er að greiða inn á þennan reikning £ öllum bönkum og spari- sjóðum landsins. Skrifstofa verkfallssjóðs er til húsa að Grettisgötu 89 3 hæð og er s£minn 2 92 12. VERKFALLSNEFND Verkfallsnefnd BSRB verður með opið hús £ verkfallinu. Verður op- ið hús að Grettisgötu 89, 4. hæð á meðan slagurinn stendur yfir. VERKFALLSSTJÓRN Verkfallsstjórn BSRB er £ hönd- um verkfallsstjórnar/verkfallsráðs Formaður Verkfallsstjórnar er Guð- rún Arnadóttir, varaform. Guðjón Jónsson. Verkfallsstjórn hefur simann 2 24 45. Verkfallsstjórnin hefur yfirumsjón með framkvæmd verkfallsins og tekur afstöðu til og veitir heimildir til að vinna, eða framkvæmd einstakra verka ef bryn nauðsyn krefur. VERKFALLSVARSLA Verkfallsvarsla BSRB verður með vakt allan sólarhringinn. Sfmi ver)< fallsvörslu er 2 30 22. Félagsmenn eru hvattir til að koma upplýsing- um á framfæri við verkfallsvörslu, ef grunur leikur á um aö verkfalls- brot eigi sér stað. KYNNINGARNEFND Kynningarnefnd BSRB hefur verið starfandi undanfarið. Starfsmaður hennar er Helgi Már Arthursson. og mun hann hafa umsjón með upplýsingastarfi samtakanna inná við og útá við á meðan á verkfalli stendur. S£mi upplýs- inganefndar verður £ verkfalli 62 17 10 og verður þar vakt allan sólarhringinn. VERKFALLSNEFNDIR ÚTI UM LAND V£ða um land hafa menn komið upp verkfallsnefndum og er undirbúningur verkfallsins vel á veg kominn. Gert er ráð fyrii að mikill fjöldi verkfallsvarðc verði stöðugt á vakt, enda út- lit fyrir að rikisvaldið geri beinlinis ráð fyrir verkfalls- brotum £ stórum st£l,sbr. bréf Höskuldar Jónssonar til allra ráðuneyta. Verkfallsnefndirnar úti um land og skrifstofur einstakra félaga verða £ beinu sambandi viö skrifstofu BSRB og upplýs- ingaþjónustuna, sem miðlar fréttum út og inn. Þá verður samband verkfalisnefndanna úti um land við verkfallsstjórn * BSRB að vera mjög traust. SÍMANÚMER Vakin er athygli á eftirfar- andi simanúmerum: Starfsmannafélag rikisstofnana s£mi 2 96 44 Kennarasamband íslands s£mar 2 40 70 og 1 22 59 Póstmannafélag íslands s£mi 2 20 52 Félag £sl. s£mamanna sfmi 2 23 59, 2 77 o4 og 2 77 61.

x

BSRB-tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB-tíðindi
https://timarit.is/publication/1585

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.