Fréttablaðið - 29.09.2021, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.09.2021, Blaðsíða 1
1 9 1 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 2 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 1 Atkvæðatunnan lagðist yfir Jónas Sviðsetningar í Nýlistasafninu Lífið ➤ 26 Menning ➤ 20 HVAR & HVENÆR SEM ER Vefsýningarsalurinn okkar er alltaf opinn! www.hekla.is HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.hekla.is SKANNAÐU KÓÐANN NÝR BÆKLINGUR VIÐSKIPTI Lögfræðikostnaður ÁTVR við að koma í veg fyrir að franska netverslunin Santewines og f leiri selji Íslendingum áfengi á netinu nemur 6,8 milljónum króna án virðisaukaskatts á fjögurra mánaða tímabili. Arnar Sigurðsson, eigandi Sante­ wines SAS, segir að ÁTVR stundi að níðast á minni máttar. „ÁTVR er í raun í hlutverki hrottans á skóla­ lóðinni sem níðist á minni máttar. Það segir hvergi í lögum um ÁTVR að þeir eigi að vera að velta þessu fyrir sér.“ SJÁ SÍÐU 9 Sjö milljónir í lögfræðing ÁTVR Forseti Íslands tekur stöðuna á viðræðum stjórnarflokk­ anna í lok vikunnar. Hefur ekki rætt við formenn annarra flokka. Framhald ákvarðast eftir skýrslur til þingflokka. adalheidur@frettabladid.is KOSNINGAR „Við forsætisráðherra ræddum um að við myndum ráða ráðum okkar undir lok þessarar viku og sjá hver staðan er og taka svo næstu skref í framhaldi af því,“ segir forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, um viðræður stjórnar flokkanna um áframhald­ andi stjórnarsamstarf. Aðspurður segist Guðni ekki hafa rætt við aðra stjórnmálaleiðtoga en formenn stjórnarflokkanna þriggja. „Ríkisstjórnin hélt sínum meiri­ hluta og þurfti ekki að biðjast lausnar og meðan svo er situr þessi ríkisstjórn áfram og það er á þeim forsendum sem leiðtogar flokkanna sem að henni standa ræða saman um framhaldið og svo sjáum við bara hvað setur.“ Formennirnir þrír funduðu minnst tvisvar í gær. „Við gefum þingflokkum okkar skýrslu í lok vikunnar til að átta okkur á því hvort við viljum taka viðræðurnar á næsta stig,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráð­ herra. Efni viðræðna þeirra séu áherslumál f lokkanna og línur frá hverjum þingflokki. Formaður Framsóknarflokksins boðar uppstokkun ráðuneyta. Þingmenn í röðum Sjálfstæðis­ f lokksins lýsa áhyggjum af síend­ urteknum málamiðlunum við stjórnar myndun og hugmyndum um að flokknum gæti verið hollast að vera frekar í stjórnarandstöðu eitt kjörtímabil. SJÁ SÍÐU 4 Forseti og flokkar upplýstir í vikulok Við gefum þingflokk- um okkar skýrslu í lok vikunnar til að átta okkur á því hvort við viljum taka viðræð- urnar á næsta stig. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, las upp bókun að loknum fundi kjörstjórnarinnar um framkvæmd talningar í öllum kjördæmum í gærkvöldi. „Ekki hefur borist staðfesting frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningarstað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi,“ sagði hún. Það er því hlutverk Alþingis að úrskurða um gildi kosninga og kjörgengi alþingismanna, bætti Kristín við. Lands kjör stjórn mun funda á þriðjudag til að út hluta kjör bréfum og þá mun liggja fyrir hvaða þing menn eiga sæti á Al þingi. SJÁ SÍÐUR 2 OG 4 FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Óvissa um gildi Alþingiskosninganna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.