Morgunblaðið - 22.05.2021, Side 3

Morgunblaðið - 22.05.2021, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021 3 Sýningarstjóri jarðhitasýningar Við leitum að skapandi og ástríðufullum leiðtoga til að stýra jarðhita- sýningu ON í Hellisheiðarvirkjun. Heimili Orku náttúrunnar er á Hellisheiði, og við viljum efla upplifun viðskiptavina og gesta okkar. Við leitum að framsýnum einstaklingi með mikla reynslu til þess að leiða umbæturnar og gera jarðhitasýninguna okkar að áfangastað á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn. Viðskiptastjóri á fyrirtækjamarkaði ON ON leitar að reynslumiklum og ábyrgum einstaklingi í starf viðskiptastjóra á fyrirtækjamarkaði. Viðkomandi þarf að búa að viðskiptamenntun eða sambærilegri menntun og hafa brennandi áhuga á sölu- og markaðsmálum. Viðskiptastjóri ber ábyrgð á daglegri sölu, viðskiptatengslum og kemur einnig til með að starfa í samvinnu við sérfræðinga ON í markaðsmálum auk þess að sjá um tilboðs- og samningagerð. Nánari upplýsingar um störfin, helstu verkefni og hæfniskröfur má finna á starf.on.is. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2021 Orka náttúrunnar leitar að ástríðufullum orkuboltum í tvö lykilstörf Orka náttúrunnar á og rekur þrjár virkjanir sem okkur þykir mjög vænt um. Þær eru jarðgufuvirkjanirnar á Hellisheiði og Nesjavöllum og vatnsaflsvirkjunin í Andakíl, Borgarfirði. Við framleiðum og seljum rafmagn til allra landsmanna, auk þess að framleiða heitt vatn. Við höfum sett okkur það metnaðarfulla loftslagsmarkmið að verða kolefnishluthlaus fyrir árið 2030 og er leiðarljós okkar sporlétt vinnsla rafmagns. Vertu ON – fyrir umhverfið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.