Þjóðmál - 01.03.2017, Side 7

Þjóðmál - 01.03.2017, Side 7
AF VETTVANGI STJÓRNMÁLANNA Björn Bjarnason Frá starfsstjórn til afnáms hafta á átta vikum MorgunblaðWEggert Ráðherrahópurinn Nýja ríkisstjórnin undir forystu Bjarna Bencdiktssonar tók fornilega við vðldum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum ígær. Fj ánnálast efnan fyrst Morgunblaðið kynntinýja ríkisstjórn - fyrstu ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar - á forsíðu 12.janúar2017. Stjórnarkreppunni sem hófst 30. október 2016 með lausnarbeiðni Sigurðar Inga Jóhannssonar (Framsóknarflokki) lauk miðvikudaginn 11. janúar 2017 þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, myndaði ríkisstjórn með þingmönnum Viðreisnarog Bjartrarframtíðar. Ríkisstjórnin nýtur eins atkvæðis meirihluta á þingi. Fyrir áhugamenn um starfsstjórnir er rétt að halda til haga að starfsstjórn Sigurðar Inga boðaði þing saman 6. desember 2016 og lagði fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017. Forsætisráðherra flutti hins vegar ekki stefnuræðu og var leitað afbrigða frá 62. gr. þingskapa um að við upphaf hvers þings skuli forsætisráðherra flytja stefnuræðu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Þingið samþykkti afbrigðin„við núverandi aðstæður" eins og þingforseti orðaði það. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efna- hagsráðherra, fylgdi fjárlagafrumvarpinu úr hlaði með ræðu 7. desember 2016 og sagði í upphafi hennar: „Frumvarpið er [...] lagt fram af starfsstjórn sem situr tímabundið. Aðeins eru þrjú fordæmi fyrir því að slíkar stjórnir hafi lagt ÞJÓÐMÁL vorhefti 2017 5

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.