Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 14.02.1976, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 14.02.1976, Blaðsíða 4
SB: 1968 komst mikil hreyfing á ýmis réttindamál evrópskra stúdenta. Hverja telur þú ástæðuna fyrir þvi að hreyfingin náði ekki til Islands, nema að svo takmörkuðu leyti? Vilmundur: I fyrsta, lagi er mér ekki svo ýkja kunnugt um þetta, einmitt vegna þess, að ég tek stúdentspróf vorið '68, og um haustið held ég sjálfur utan til náms. Þannig að á þessum tima og fimm nsestu árum þá er ég miklu meira á Bretlandi en hér, svo mér er ekkl svo kunnugt um hver var þróun þessara mála hér heima. En svo mikið veit ég, að upphaf þessa máls var feykileg upplausn, fyrst og fremst í pólitískum málum í Frakklandi og Þýskalandi, þetta náði aldrei til Englands í neinum verulegum mseli, kannski vegna þess að háskólakerfið í Englandi er miklu.stöðugra og veitir miklu meira aðhald heldur en sambærileg háskólakerfi í Frakklandi og Þýskalandi. En þessar breytingar eins og þær áttu sér stað í Frakklandi voru af pólitískum tótum, voru að einhverju leyti þreyta og leiði með Gaullistaflokknum franska, enda hefur hann núna leystst upp eins og menn vita. Þegar þetta kom heim til Islands, gerði ég nú ekkl annað en að fylgjast með því úr fjarlægð, sjálfur var ég hægfara i stúdentapólitík, hafði ekki mikla trú á þessum sjálfskipuðu róttæku herrum, sem þá bar mikið á, þótti hugmýndafræðin um margt vera geld, vera kröfu- gerðarpólitík af rótum, sem eru mér ekki eiginlegar og ég stórefast um að þetta hafi svo mjög þjónað hagsmunum námsmanna. Fyrir mér og mínum félögum eru þetta árin sem að síldin hverfur hér heima og þetta þýddi mikla óánægju meðal stúdenta,^óánægjan var vegna þess að raungildi námslánanna fór niður, það var erfitt um peninga og slíka hluti. Þetta er ekki ósvipað og er einmitt að gerast núna á síðustu mánuðum. As.tand af þessu tagi verður til þess að róttækir stúdentar veljast til forystu eins og gerðist í félagsskap sem ég taldist til,sagði mig raunar úr, þ.e. SlNE. Þessir róttæku spekingar sem þar vormá oddinum, ég held að það hafi sannast að hugmyndafræði þeirra var steingeld og koll- sigldi sig raunar. Það eru ennþá leifar af þessu til, og mér hefur getist vel að mörgu því sem Gestur Guðmundsson hefur haft fram að færa, en það er samt einhver geldur tónn í þessu öllu saman. Að auki, það að ætla að þýða hráa ídeólógíu úr milljónaþjóðfélagi eins og Frakklandi yfir á Islandi: Island er allt annað þjóðfélag, litið þjóðfélag, þjóðfélag kunnings- skapar., Og er ekki einn nemandi í 6. bekk núna sem hefur búið til frasann "siðleysi kunnings- skaparins"sem er ágætur frasi útaf fyrir sig, en þetta er nú bara einu sinni staðreynd í þessu þjóðfélagi okkar. Og það sem mér hefur svolitið þótt einkenna hugmyndafræðinga af þessu tagi að þeir eru að bögglast við að þýða texta, venjulega mjög illa, yfir á móður- málið, þetta einkennir nú mjög mikið af þessum ung-marxistum. Textar af þessu tagi, þeir tæði eiga ekki við hérna, þeir eiga ekki við nema i þröngum skólahringjum, þeir eiga ekki við um útgerðarpláss,um raunverulegar sla@eðar þessa þjóðfélags. Enda fer það svo þegar þessir sömu menn koma útí lífið sjálft þá sjá þeir að skólafrasarnir voru mlkið bull og kjaftæði. H-----------—--------------------------------- mínir skólafrasar hafa sannast verid bull og kjaftsedi -------------------------------------------!l SB: Gildir þetta sama um þig? Vilmundur: Efalítið gildir það að einhverju leyti um mig að mínir skólafrasar hafa sannast vera bull og kjaftæði, en ég var og er hægfara. SB: Hvað finnst þér um að nemendur fái meiri hlutdeild í stjórnun menntaskólanna, þ.e. vali á námsefni, gagnrýnandi og þá nánari sam- vinnu við kennara? Vilmundur: Almennt og yfirleitt er ég á móti lýðræðishugmyndum af þessu tagi þegar þær eru orðnar að svona lýðræðishjali, það gildir lika um þessa hluti. Þetta er allra góðra gjalda vert og það er sjálfsagt að nemendur hafi að einhverju leyti áhrif á það hvað er kennt við skóla eins og Menntaskólann í Reykjavík, en hins vegar það að ætla að búa til stofnun í kringum slíka hluti held ég að eigi ekki eftir að gefa góða raun. Ef við t.d. setjum upp einhverja stjómskipaða stofnun þar sem nemendur eigi átomatískan rétt á vali,það held ég að yrði upphaf að afleitri hnignun. Líka vegna þess að inní slíkum hugmyndum nemenda þá leynist allt- af og kemur mjög fljótlega í ljós viljinn til að sleppa billega frá því sem að skóli á að hafa uppá að bjóða. En það er bara óvart ekki takmark skóla að útskrifa stúdenta, eða hvað sem skólinn útskrifar, að útskrifa þá billega. Ég ímynda mér sem svo að í kennslustundum þá fari svo og svo mikið af þeim i almennt snakk milli kennarans og nemendanna og ef um virðingarverðan bekk er að ræða, þá koma alltaf útúr því ábendingar og til þeirra á auðvitað að taka fullt tillit. En hins vegar,endanlegt vald um alla slíka hluti á að vera í höndum skólans sem stofnunar og þar með undir meginstjórn rektors eða skólameistara, hreinlega vegna þess að ég er þeirrar skoðunar að frelsi nemenda sé í þvi fólgið að velja sér skóla og þeir eiga að vita hvernig skólinn er og að hverju þeir ganga, en þegar þeir eru einu sinni komnir þangað inn þá er það skólinn sem stjórnar en ekki nemendurnir. Þetta er gert m.a. vegna þess að eitt af meginhlutverkum skóla er að halda uppi standard, nemendurnir eiga að setja fram sínar óskir og til þeirra á að taka fullt tillit,en stjornskipað vald eiga þeir ekki að hafa í þessum efnum. M skólar eiga ad vera hæfilega íhaldssamar stofnanir -----------------------------------------------11 SB: En finnst þér ekki að stöðunni, kennarar-nem- endur sem tveir andstæðir hópar, hafi verið stillt alltof gjaman upp? Vilmundur: Það má vel vera einhvers staðar sé þetta svona, en þetta ræðst bara eins og hver önnur mannleg samskipti ráðast. Það.að ætla að láta þetta ráðast með reglugerð held ég að sé jafn vitlaust. Skólar eiga að vera hæfilega íhaldssamar stofnanir, á 19. aldar vísu kjöl- festan í samfélaginu. Það er upplagt að gera svona tilraunir utanvið landamæri Reykjarvíkur, en við í hjarta Reykjavikur höfum ekkert við það að geraí SB: En nú skilst mér að þú hafir haft dálítið öðru vísi skoðanir þegar þú varst í þessum skóla einu sinni. Vilmundur: Það er alveg rétt, ég hafði aðrar og róttækari akoðanir á þessu þá. Ég hef skipt um skoðun í veigamiklum atriðum, aðallega við það að flytjast yfir borðið, frá því að vera nemandi yfir i það að vera kennari. Ég var á sínum tíma forgöngumaður um að kröfur yrðu gerðar um það að árseinkunnir yrðu lagðar niður; ég sá eftir því um leið og ég gerði mér grein fyrir því að ég var að verða kennari. Guði sé lof að árseinkunnin er komin aftur og ég vona að yfir þetta bernskubrek verðiþurrkað. SB: Margar skoðanir hafa komið fram varðandi undirbúning menntaskólanema fyrir háskóla- menntun. Hvert er álit þitt á því kerfi sem við höfum í M.R. miðað t.d. við Hamrahlíð og Isafjörð? Vilmundur: Ég veit satt að segja ekki nógu mikið um kennslu i öðrum greinum en sögu. Mér hefur verið sagt að í öðrum menntaskólum, ég tek að vísu ekki alveg fulla ábyrgð á því, hafi verið látið um O'f undannemendaþrýstingi um það, að draga úr kennslu i sögu eldri tímabila, fornaldarsögu, miðaldasögu og nútímasögu fram að síðustu aldamótum. Þess í stað er verið að hjakka aftur og aftur í sögu eftirstriðsáranna, sem upplýst fólk á að lesa sér sjálft til um, og þessu er ég á móti. Að þessu leyti erum við í Menntaskólanum í Reykjavik "ihaldssamari" og ég held að við náum melri árangri og útskrifum betur menntað fólk í sögu með því að vera íhaldssamir og kenna hana í grófum dráttum eins og vlð höfum gert. Mér er sagt að i einum menntaskólanum hafi einn nemandi verið að skrifa. ritgerð um frönsku byltinguna. Nemandinn leitaði sér upplýsinga annars staðar um hvað ætti að skrifa og viðkomandi hélt auðvitað að hann ætti að aðstoða hana við að skrifa um frönsku stjórnarbyltinguna 1789- Nei, hún átti að skrifa um stúdenta-poppuppreisnina 1968. Þetta er, því miður skortur á upplýsingu. Auðvitað er það vinsælla að hjakka svolítið í þessu og klyngir betur í eyrum að hjakka svolítið í poppuppreisniani '68. En það er ekki ástæða til að þessu leyti að hlaupa eftir populær óskum nemenda vegna þess að það skilar ekki, þegar allt kemur til alls, betur upplýstum einstaklingum. VWTAL VW c SB: Þannig að þínu áliti þá er betri undir- stöðumenntun undir háskólanám að fá í MR? Vilmundur: Nei, ég er ekki fær um að gera þennan samanburð, ég vil aðeins leggja þetta svo út að ef að saga er kennd þannig að verið er að hjakka ár eftir ár í populær sögu 2o. aldar þá held ég að sagan eins.- og við kennum hana sé heppilegri. I stað þess að vera með al- hæfingar eigum við að skýra hluti með dæmum sem að við ráðum við, en víðari ályktanir er ég ekki umkominn að draga um aðra menntaskóla, ég get varla sagt að ég hafi komið þar inn fyrir dyr. SB: En í sarabandi við sögukennslúna, þá hefur mörgum nemendum þótt námsefnið vera of viðamikið og fundist það hafa komið niður á kennslunni. Finnst þér kennslan vera yfirborðskennd? Vilmundur: Það eru tveir valkostlr, annar er að spanna á skólaferlinum alla mannkynssöguna í grófum dráttum eins og við gerum, hinn val- kosturinn er að taka þrengri tímabil útúr og hjakka meira í þeim. Við getum ekki gert hvort tveggja og valkosturinn sem við höfum valið hefur efalitið þá galla sem þú minnist á, en ég held að kostimir séu svo ótvíræðir framyfir gallana að ég held þetta vera skynsamara en að þrengja sér niður á ákveðin timabil og fjalla af meiri "dýpt" um þau. Enda er ég þeirrar skoðunar að sú dýpt verði ansi þunn áður en langt um líður. Venjan er sú í sögu að í hverjum bekk þá eru svona 3-4-5 góðir áhugamenn og hinir eru að þessu en hafa raunveru- lega áhugasvið annars staðar. Þetta er ekkert óeðlilegt og þetta er eins og það á að vera. Það er kannski þessir 3-4-5 sem hugsa svona; eru að velta fyrir sér þessum tveimur valkostum, hinir hafa áhuga á lífeðlisfræði eða spænsku og það er þeirra réttur. »------------------------------------------- fardu og taladu vid einhverja geld-marxista, en láttu mig í fridi -------------------------------------------M SB: Ef við þrengjum aðeins sögunámsefnið og tök- um íslandssöguna. Er það réttlætanlegt að fjalla um Islandssöguna sem ævisögu nokkurra persóna, Jóns Sigurðssonar, Benedikts Sveinssonar, Valtýs og fleiri? Vilmundur: Ég og þið erum Islendingar. Hjá þess- ari þjóð hefur það verið menningarleg hefð að leggja töluvert mikið upp úr persónusögu og ég held aðþetta sé menningarleg hefð sem ber að leggja áherslu á og varðveita. Nú er ég ekki að segja að það sé fullkomlega að staðið eða þetta mætti ekki verða öðruvísi. En sem alraennt prinsíp þá held ég að það þjóni menningarlegum^tilgangi að leggja töluvert mikla rækt við persónusögu. SB: En þá í sambandi við félagsrýni í þjóðfélagi eins og þar var á þessum tíma...? Vilmundur: Félagsrýni er nú einn af þessum heldur geldu frösum sem ég hef ekki mikla trú á. Farðu og talaðu við einhverja geld-marxista, en láttu mig í friði með það. 56

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.