Frami lands og þjóðar - 01.04.1934, Qupperneq 1
1. tölublað
1934
FRAMI
LANDS OG ÞJGÐAR
Vantar íslendinga kýmnissans?
inusinni var það dregið í efa, hvort ís-
lendingar væru gæddir kýmnissans, að
sama skapi, sem margar aðrar nágranna-
þjóðir. Þessi skoðun mun hafa stafað að
nokkruleyti af því, að lítið var til nf þess-
konar í bókmentum okkar, en kýmnissögur,
sem gengu manna á milli, voru margar
hverjar fremur klúrar en kýmniskendar.
Flestir munu nú horfnir frá því að íslend-
inga vanti kýmnissansinn, en hafi einhver
verið í vafa um það, hefði sá vafi átt að
hverfa, við að sjá hvernig menn hafa tekið
gamansögum þeim, eftir enska skáldið
W. W. Jacobs, sem nú eru nýkomnar í
íslenskri þýðingu, og sýnir reynzlan að ís-
lendingar hlægja að þeim alveg á sama
hátt og Englendingar — eins og reyndar
vænta mátti. En í Englandi hafa sögur
þessar komið út í ótal útgáfum.
Bókabúðirnar eru þarfastar.
Er g vil leyfa mér að fullyrða að þær
sölubúðir, sem þarfastar eru, séu bóka-
búðirnar. Því þó segja megi að okkur
liggi meira á því að ná í mjólk og brauð,
en í bækur, þá er það nú svo, að menn
hafa einhver ráð með að ná í matinn, ef
peningar eru til á annað borð, en hitt gleym-
ist frekar, sem á að fjörga, lífga og fræða
andann. Það sem gerir íslendinga frábrugðna
öðrum þjóðum — ef það er nokkuð — þá
eru það bækurnar. íslenskur almenningur
hefur haft meira af bókum undir höndum
en almenningur í öðrum löndum, en þetta
á einkum við eins og ástatt var hér áður;
nú er óðum að færast í þá átt að íslend-
ingar séu að hætta að vera bókaþjóðin öðr-
um fremur. En það má ekki verða, því það
er vanalega hægt að þekkja það fólk úr,
sem engar bækur á. B.
Hlátur er hollur.
lestir virðast vera á eitt sáttir um það
að holt sé að hlægja; sumir halda því
jafnvel fram að það beinlínis lengi lífið að
hlægja oft. Það er margreynt að mönnum
gengur öll vinna betur, þegar menn eru í
léttu skapi, enda er gömul reynsla fyrir
þessu á íslandi. Búmennirnir gömlu hefðu
ekki látið lesa sögur og kveða rímur á
vökunni, hefðu þeir ekki verið búnir að
taka eftir að vinnan gekk betur þegar vel
lá á fólkinu.
En hvað eigum við að hafa okkur til
skemtunar? Það er margt til, en fyrst og
fremst verður að telja góðar skemtibækur.
Til þess að hlægja að, eru »Gamansögur«,
eftir enska gamansöguhöfundinn W. W.
Jacobs ágætar, en þær eru nú nýkomnar
út í íslenskri þýðingu, og kosta aðeins eina
krónu, eða með öðrum orðúm ekki meira
en það, að allir geta veitt sér þá skemtun
að eignast þær og lesa. Gamansögur þess-
ar hafa á sér þau einkenni góðu bókanna,
að það má lesa þær aftur og aftur með
stuttu millibili og alt af er hægt að hlægja
að þeim.
Egils saga.
að er ekki ofmælt, að það hafi verið
'^merkur viðburður í bókmentasögu þjóð-
arinnar,' þegar Egils saga, í útgáfu fornrita
félagsins nýja, kom út í fyrra. Því enginn
vafi er á, að þessi nýja útgáfa yerður til
þess að lestur fornsagnanna hefst á ný í
landi voru. En það sem gerir þessa nýju
útgáfu svo aðlaðandi, er hve miklar og
góðar skýringar fylgja henni. En auk þess
er allur prentunarfrágangur hinn vandaðasti,
og betri en menn eiga að venjast um bæk-
ur hér á landi.
Egils saga kostar 9 kr. óinnbundinn, en
15 kr. í bandi.
LANDSBOKASAFN
; "9393
ISLANDS