Hamar - 23.02.1934, Síða 1
í
1
i 4. áig.
Föstudaginn 23. febrúar 1934.
tbl.
„Kosninga“-togarinn.
æjarmál.
Eftir Bjarna Snæbjörnsson.
»Nýi«-togarinn, sem bæjarstjórinn lofaði fyrir
kosningarnar að koma skyldi til Bæjarútgerðar-
innar verður líklega eftir ait saman hinn 14 ára
gamli „porsteinn lngólfsson“, er síðar var gerð-
ur út frá Færeyjum og hjet þá ,,Roynden“.
Hann er nú bresk eign.
Framkvæmdorsljóri Bæjarúigerðarinnar er farinn
iil Englands við annan mann iil að skoða gripinn.
Hvar æila jafnaðarmenn að iaka peningana iil
skipkaupanna?
Æilar bærinn kanske að borga skipið með hinum
iandsfrægu „gulu seðium“.
Á fundi, sem útgerðarráð
Bæjarútgerðarinnar bjelt 15. þ.
m., samþyktu jafnaðarmenn að
senda þá Ásgeir Stefánsson
framkvæmdarstjóra og Gísla
Jónsson umsjónarmann út til
* Englands til að leitast fyrir um
heppilegan og ód>rran togara
fyrir Bæjarútgerðina.
Bæjarútgerðin skyldi auðvitað
kosta förina. Borgar hún ferða-
kostnað beggja mannanna og
dvöl þeirra í Englandi. Auk þess
fær Gísli kr. 1 000,00, ef honum
tekst að útvega togarann, en
annars kr. 500,00.
Það kom fram á fundinum, að
helst höfðu jafnaðarmenn auga-
stað á togaranum „Roynden"
(áður „Þorsteinn Ingólfsson").
En það, er 14 ára gamalt skip
og ekki vissu jafnaðarmenn neitt
um það þegar að því var spurt
þarna á fundinum, í hvaða ásig-
komulagi skipið væri nú, eða
hvort það myndi ekki reynast
alt of dýrt miðað við aldur þess
og ástand.
Ólafur Þórðarson bæjarfulltrúi,
senv sæti á í útgerðarráðinu af
hálfu sjálfstæðismanna, spurðist
fyrir um það, hvort fjárhagur
Bæjarútgerðarinnai væri svo
góður, að hugsanlegt væri að
ráðast í að kaupa annan togara
og hvar jafnaðarmenn hugsuð
sjer að grípa peningana til að
kaupa skipið fyrir. — Þessu
svöruðu jafnaðarmenn engu —
fmst líklega þetta hvorutveggja
algjör aukaatriði. —
Neitaði Ólafur að greiða at-
kvæði um þessa „sendiför“, þar
sem engar uppljrsingar lægju fyr-
ir um það, hvort mögulegt væri að
kaupa togarann, þó tiltækilegt
skip, hvað verð og gæði snerti,
yrði íáanlegt. — Var því sendi-
förin ákveðin með atkæðum jafn-
aðarmannanna þriggja, bæjar-
stjórans, Davíðs og Björns
Jóhannessonar. — Magnús í
Brautarholti var ekki á fundinum.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins sendu bæjarstjóranum
brjef strax morgunin eftir að
útgerðarráðsfundurinn var hald-
inn, og kröfðust þess, að bæjar-
stjórnarfundur yrði haldinn um
málið, áður en sendimennirnir
færu af stað til Englands, — en
bæjarstjóri neitaði því og taldi
það ástæðulaust!
Sama einræðið og vant er á
bænum þeim!
Mál þetta verður rætt nánar i
næsta blaði.
Inngangur.
Það hefur undanfarið verið svo
hjá okluir Hafnfirðingum, eins og
reyndar víðasthvar annarstaðar
að mikið hefur verið rætt og
skriíað um bæjarmálin þegar að
kosningar hafa staðið fyrir dyr-
um. Síðan hefur jafnáðarlega
verið hljótt um málin. Þeir, sem
komist hafa til forráða, hafa lítið
hafist handa þótt þeim jafnt og
öðrum hafi verið' það Ijóst fyrir
kosnirtgar, áð margt mætti fara
öðruvísi en fer og margt hafi
verið vanrækt-
í fátækum bæ, eins og Hafnar-
fjörður er, þar sem íbúarnir eru
nær eingöngu verkamenn, sem
rjetí hafa ofaní sig og á, þá er
vitanlegt að margt er ógert af
því, sem nú er talið nauðsynlegt
að bæir veiti þeim erþábyggja-
Einstaka eru taldir efnaðir, en
eignir og afkoma þeirra fáu, sem
hjer gjalda nokkuð að ráði til
bæjarins, eru ætíð í tvísýnu eins
og allra þeirra sem fást við út-
gerð hjer á landi. Ef svo
út af bregður, óhagstæð tíð,
fiskileysi, eða þá slæmur mark-
aður veldur það erfiðleikum og
jafnvel hruni, fyrst hjá þeim, er
atvinnuna veita og síðar hjá
þeim, er þyggja hana. Skattar,
tollar og almenn dýrtíð í landinu
gerir atvinnufyrirtækjunum ekki
kleyft að standast nema vel láti
í ári. Það má altaf
búast við einhverjum þessara
þriggja erfiðleika sem jeg þarna
minnist á, annað hvort einum eða
fleirum í senn og þess vegna
verður hvert bæjarfjelag að gæta
hófs í fjárkröfum sínum til borg-
aranna, gæta hagsýni í öllum
framkvæmdum sínum og gjörð-
um. Hvert okkar fyrir sig þekkir
ógn vel mörg' heimili, sem hafa
svipuðu fje úr að spila og jafn
marga munna að seðja, en ólíka
afkomu. Við vitum það líka öll
að afkoma hvers heimilis er ekki
eingöngu komin undir hversu
miklar tekjur heimilið eða fyrir-
vinnan hefur, heldur hvaða kröf-
ur eru gerðar innan heimilisins
og hvernig haldið er á fjenu.
Margur er sá maðurinn er finnst
hann ekki geta lifað ef bann
ekki eyðir svo og svo miklp ár-
j