Fiskifréttir


Fiskifréttir - 24.06.1988, Side 1

Fiskifréttir - 24.06.1988, Side 1
Fiskuppboð virka daga kl. 09.00 A~7- —. — ~T~ N □hon E! Hringið í síma 651888 eða komið við á skrifstofunni í markaðshúsinu. kallkerfi R áajlSMfeR hí. FISKMARKABURINN HF. VIO FORNUBUÐIR - PÓSTH. 383 • 222 HAFNARFIROI SÍMI 651888 - TELEX 3000 „Fiskur SÍ€XJMÚLA 37 - PÓSTHÓLF 1369 121 REYKJAVÍK SÍMI 688744 - TELEFAX 688552 TELEX 3069 Grásleppukarlar: Milljóna tjón — / Faxaflóa „Ég áætla að netatjónið sem grá- sleppukarlar við Faxaflóa hafa orðið fyrir í hvassviðrinu og brim- inu að undanförnu nemi yfir 10 milljónum króna,“ sagði Örn Páls- son framkvæmdastjóri Landssam- bands smábátaeigenda, en netin eru öll rifin og tætt og víða ekkert eftir nema teinarnir. Fiskifréttir ræddu við Skarphéð- inn Árnason grásleppukarl á Akranesi, sem er með 270 net. Kvaðst hann hafa skoðað 30 þeirra og væru þau öll ónýt. Skarphéðinn taldi víst að sama væri að segja um öll hin netin, þótt hann hefði ekki getað gengið úr skugga um það ennþá vegna veðurs. Tjónið áætl- aði hann 3-400 þúsund krónur ef hann gæti notað teinana áfram. „f>að er ekki hægt að tryggja veið- arfæri í sjó og því verða menn að bera tjónið sjálfir, enda er ekki lit- ið sömu augum á þennan atvinnu- rekstur og á refabú og laxeldi,“ sagði Skarphéðinn. Grásleppunet liggja dýpra í Breiðafirði og enda þótt þau séu öll full af skít er talið að grásleppu- karlar hafi ef til vill sloppið betuf þar. í Faxaflóa munu hins vegar flestir hætta veiðum núna. Petta veiðarfæratjón bætist við afar lé- lega grásleppuvertíð og mun marg- ur veiðimaðurinn því ekki ríða feitum hesti frá vertíðinni í ár. Sjá einnig „Hálfdrættingar“, frétt um grásleppuvertíðina bls. 4 Noregur: Danir og Fær- eyingar fá ekki að landa loðnu Færeyskir og danskir loðnubát- ar fá ekki heimild til þess að landa í Norður-Noregi afla sem þeir fá á svæðinu milli Jan Mayen og Græn- lands á komandi vertíð, að því er segir í Fiskaren. Norska sjávarútvegsráðuneytið hefur hafnað beiðnum þar að lút- andi líkt og í fyrra, þar sem samn- ingar hafa ekki tekist milli Norð- manna, Islendinga og Grænlend- inga um veiðikvóta á þessu svæði. Islenska sjávarútvegsráðuneytið tók sömu afstöðu í fyrra, eins og menn rekur minni til. Vinnslukvóti settur á rækjuverksmiðjur: Klofníngur í félagi rækjuframieiðenda — kvótinn verður kærður til dómstóla, segir formaður nýstofnaðs félags Klofningur er kominn upp í samtökum rækjuframleiðenda í kjölfar ákvörðunar að setja vinnslukvóta á hverja verksmiðju. Óánægðir rækjuframleiðendur hafa stofnað nýtt landssamband, Félag rækjuvinnslustöðva og for- maður félagsins, Garðar Sveinn Arnason á Sauðárkróki segir að ný reglugerð sjávarútvegsráðuneytis- ins um vinnslukvótann verði kærð til dómstóla um leið og hún líti dagsins Ijós. Vinnslukvótinn á sér nokkuð langan aðdraganda en upphaflega átti að setja hann á um áramót. Með vinnslukvótanum er rækju- verksmiðjunum skammtað ákveð- ið magn til vinnslu og við úthlutun kvóta tekur sjávarútvegsráðuneyt- ið mið af rækjuvinnslu fyrirtækj- anna undanfarin fjögur ár, þannig að meðaltal tveggja bestu áranna telur með ákveðinni uppbót. Drög að reglugerðinni voru kynnt á fundi rækjuframleiðenda á dögun- um og komu þau mörgum mjög á óvart því samkvæmt þeim áttu mörg fyrirtæki ekki einu sinni að fá að vinna afla eigin skipa, hvað þá viðskiptabáta sem samið hafði verið við út árið. Reglugerðin hef- ur hins vegar tekið nokkrum breyt- ingum í ráðuneytinu sl. daga og í samtali við Fiskifréttir sagði Hall- dór Ásgeirsson, sjávarútvegsráð- herra að vinnslukvóti verksmiðj- anna yrði aldrei minni en rækju- kvóti báta í eigu sömu fyrirtækja. Talsmenn óánægðra rækjufram- leiðenda segja að með vinnslu- kvótanum sé verið að hygla þeim Alls 258 skip fá leyfi til rækju- veiða á þessu ári og er úthlutaður kvóti 36.953 tonn, þar af um 31.800 tonn í aflamarki og tæp 5.200 tonn í sóknarmarki, samkvæmt þeim upplýsingum sem Fiskifréttir öfl- uðu sér í sjávarútvegsráðuneytinu. Skiptingin milli skipaflokka er sú, að 12 sérhæfð rækjufrystiskip fá framleiðendum sem harðast hafi gengið fram í yfirborgunum á und- anförnum árum, en refsa þeim sem hafa sýnt skynsemi í rekstri og reynt hafa að halda taprekstri í lág- marki. Þeir gagnrýna einnig það að reglugerðin skuli taka gildi um mitt ár enda verði þeir eftir sem áður að standa við gerða samninga um að taka við afla viðskiptabáta. Ráðherra bendir hins vegar á að heimild til að veiða 12% heildarafl- ans, eða 4.468 tonn, þar af 2.721 tonn í aflamarki. 98 bátar sem stunda togveiðar allt árið fá 33% heildarkvótans í sinn hlut eða 12.259 tonn, þar af 9.948 í afla- marki. Þá fá 100 humar- og sfldar- bátar úthlutað 8.228 tonnum eða 22% heildaraflans, þar af 7.128 tonnum í aflamarki, og loks fá 48 reglugerðin sé tiltölulega rúm og ágreiningsmál verði hægt að leysa í samvinnu við Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda. Lárus Jónsson, framkvæmdastjóri fé- lagsins segir deilurnar sprottnar af misskilningi og hann segir aðeins tvo rækjuframleiðendur hafa gengið úr félaginu fram að þessu. loðnubátar 32% heildarkvótans eða 11.998 tonn og allt í aflamarki. Sem áður sagði fá 258 bátar nú rækjuveiðileyfi, en 211 bátar lönd- uðu rækju í fyrra. Ekki er ljóst hversu mikið verður um að bátar framselji rækjukvóta sína, en ein- hverjar færslur hafa þegar átt sér stað í ráðuneytinu þar ac lútandi. Sjá nánar bls. 9-11 Sjávarútvegsráðuneytið: 36 þús. tonna rækjukvóta skipt milli258 veiðiskipa

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.