Fiskifréttir


Fiskifréttir - 24.06.1988, Síða 3

Fiskifréttir - 24.06.1988, Síða 3
föstudagur 24. júní 3 Skálavík landaði einnig fjórum sinnum og skiluðu þeir róðrar 16.3 tn á land, Egill landaði einu sinni 120 kg, Sveinbjörn Jakobsson sem réri tvisvar sinnum kom með 9.2 tn að landi og Guðmundur K landaði einu sinni 1.2 tn. Fjórir trollbátar lönduðu í vikunni en hver bátur landaði einu sinni: Fróði 36.7 tn, Ólafur Bjarnason 24.0 tn, Stein- unn 8.3 tn og Sveinbjörg 2.3 tn. Sjö trillur lönduðu einu sinni hver alls 6.0 tn. Grundarfjörður: Togarinn Runólfur landaði 15. júní eftir átta daga túr 119.0 tn og var þorskur þar af 112.0 tn. Farsæll landaði 14. júní eftir fjögurra daga túr 30.3 tn og var þorskur þar af 28.0 tn og ýsa 2.0 tn. Haukabergið sem var á trolli landaði tvisvar sinnum alls 13.8 tn og var uppistaðan þorskur eða 13.4 tn. Á rækju voru eftirtald- ir bátar og lönduðu þeir tvisvar sinnum hver: Fanney 13.4 tn en þar af var rækja 1.8 tn, Sóley landaði 9.6 tn og var rækja þar af 857 kg og Grundfirðingur landaði 7.2 tn og var rækjan þar af 1024 kg. Grund- firðingur II landaði þrisvar sinnum alls 9.3 tn og var rækjan þar af 358 kg. StykkishóImur:Ársæll var eini trollbáturinn sem landaði í vikunni en hann koma að landi 16. júní með 6.5 tn af þorski. Einir sex bát- ar verða á rækju í sumar fyrir norð- an en ekið verður með aflann til Stykkishólms frá Skagaströnd því það tekur styttri tíma að aka frá Skagaströnd en að sigla með hann því bátarnir eru 100 sjómflur úti í hafi. í vikunni landaði Andey 7.0 tn af rækju og Þórsnesiö landaði 4.3 tn og var rækjan þar af 4.3 tn en grálúða 1.0 tn. Vestfirðir Patreksfjörður: Togarinn Sigurey landaði 14. júní eftir að hafa verið fjóra sólarhringa á veiðum. Aflinn var 146.4 tn og þar af var þorskur 111.0 tn. Tálknafjörður: Vegna leiðinda veðurs og veiðibanns smábáta var ekki nema ein löndun á Tálknafirði í vikunni. Þá kom togarinn Tálknfirðingur inn 14. júní með 159.0 tn eftir fimm daga veiðiferð. Aflinn var nær eingöngu þorskur eða 138.0 tn, afgangurinn var ýsa, steinbítur, karfi og ufsi. Bfldudalur: Togarinn Sölvi Bjarnason landaði 14. júlí. Hann var með 165.0 tn eftir fimm daga veiðiferð og þar af var þorskur 100.0 tn og ufsi 50.0 tn. Vegna veð- urs og veiðibanns var lítið um aðr- ar landanir. Engu að síður lönd- uðu sex skakbátar, allir eftir eina sjóferð. Ingólfur kom með 350 kg, Bryndís 1.4 tn, Dröfn 440 kg, Trausti 1.6 tn, Jón Bjarnason 1.3 tn og Pilot 393 kg. Þingeyri: Togarinn Sléttanes kom inn 13. júní. Aflinn var 150.0 tn og uppistaða hans var þorskur. Af aflanum voru 42.5 tn tekin til vinnslu á Þingeyri, 13.0 tn voru sett í gám og afgangurinn var tekinn til vinnslu í Hnífsdal. Flat- eyri: Togarinn Gyllir kom inn 13. júní með 153.0 tn eftir sex daga veiðiferð og uppistaða aflans var þorskur. Gyllir kom aftur inn 18. júní vegna veðurs og aflatregðu. Gyllir var þá kominn með 30.0 tn af þorski. Lítið sem ekkert gaf á sjó fyrir þá báta sem ekki voru í veið- ibanni. Suðureyri: Togarinn Elín Þorbjarnardóttir var búinn að vera fimm daga á veiðum þegar hann kom inn 13. júní með 152.0 tn og þar af var þorskur 120.0 tn. Af- gangurinn var blandaður afli. Bol- ungarvík: Vegna veiðibanns smá- báta voru togararnir einir um að landa á Bolungarvík í vikunni. Dagrún kom inn 14. júní eftir fimm daga útiveru. Aflinn var 135.0 tn og þar af voru 87.0 tn tekin til vinnslu í landi, afgangurinn var settur í fjóra gáma. Dagrún kom aftur inn 18.0 júní vegna veðurs og lélegs afla en aflinn var 30.0 tn. Togarinn Heiðrún kom inn 18.0 júní eftir þriggja daga veiðiferð. Heiðrún var einungis með 17.0 tn og var leiðinlegt veður og almenn aflatregða sög'ð ástæða þess. fsa- fjörður: Togarinn Guðbjörg land- aði 13. júní eftir viku veiðiferð. Aflinn var 159.0 tn, mær eingöngu þorskur. Togarinn Guðbjörg kom inn 14. júní eftir viku veiðiferð. Aflinn var 101.0 tn og þar af var þorskur 89.0 tn. Togarinn Júlíus Geirmundsson kom inn 13. júní eftir viku veiðiferð. Aflinn var 94.5 tn og þar af var þorskur 76.0 tn. Togarinn Sléttanes landaði 13. júní og af aflanum voru 50.0 tn tekin til vinnslu í landi, auk þess sem sett var í fjóra gáma. Fimmtán rækjubátar lönduðu í vikunni, allir eftir eina sjóferð. Sigrún kom með 10.0 tn, Hulda 1.8 tn, Víkingur 27.0 tn, Gísli Árni 19.0 tn, Sighvat- ur Bjarnason 23.0 tn, ísleifur 18.0 tn, GaukurlO.Otn, Geirfugl8.0tn. Bergur 1.0 tn (en Bergur kom inn vegna smávægilegrar bilunar), Fíf- ill 12.0 tn, Svanur 13.0 tn, Jónína 2.0 tn, Siggi Sveins 15.8 tn, Benni Vagn 2.0 tn og Harpa 17.7 tn. Súðavík: „Hér er búið að vera „Reykjavíkur veður“ og það er ekki beint skemmtilegt," sagði heimildarmaður Fiskifrétta á Súðavík. „Við fengum engu að síð- ur rækju úr fjórum bátum og svo landaði togarinn okkar.“ Togarinn Bessi kom inn 13. júní eftir fimm daga veiðiferð. Aflinn var 124.0 tn, mest þorskur. Rækjubáturinn Orri fór í tvær veiðiferðir og kom með 20.7 tn. Aðrir Rækjubátar lönd- uðu einu sinni; Sigrún kom með 4.2 tn, Arney 13.0 tn og Mummi 8.5. Hólmavík: Þrír rækjubátar lönduðu í vikunni. Hilmir kom með 4.8 tn af rækju og 1.1 tn af fiski, Hrímnir kom með 3.2 tn af rækju og 1.8 tn af fiski og Ingibjörg 5.2 tn af rækju og 680 kg af fiski. Drangsnes: Tveir færabátar lönd- uðu í vikunni. Svana kom með 240 kg og Sæbjörn 966 kg. Hafrún var á línu og kom með 103 kg og Jenný fékk 292 kg í net. Tveir bátar lönd- uðu rækju í vikunni; Grímsey kom með 3.5 tn og Donna 5.3 tn. Norðurland Hvammstangi: Þrír bátar lönduðu rækju í vikunni. Glaður kom með 12.3 tn af rækju, 900 kg af grálúðu og 400 kg af öðrum fiski. Haförn kom með 1.2 tn af rækju og 250 kg af fiski og Neisti kom með 2.8 tn af rækju. Blönduós: Gissur hvíti land- aði tvisvar sinnum í vikunni, hann kom með 14.0 tn úr öðrum róðrin- um en 4.4 tn í hinum síðari enda var þá veður orðið með leiðinlegra móti. Húni kom með 441 kg af rækju og Haförn 2.8 tn af rækju. Skagaströng: Togarinn Arnar var búinn að vera viku á veiðum þegar hann kom inn 13. júní með 158.0 tn af ýsuðum fiski og þar af var þorsk- ur 145.0 tn. Auk þessa var Arnar með 5.0 tn af heilfrystum undir- málsfiski. Takkanes kom inn 13. júní eftir sex daga veiðiferð og afl- inn var 16.4 tn af rækju. Ólafur Magnússon landaði 4.5 tn af rækju í vikunni, Rauðsey 19.3 tn, Arnar- borg 8.2 tn og Stakkanes 16.4 tn. Allir lönduðu bátarnir einu sinni í vikunni. Siglufjörður: Tveir togar- ar lönduðu í vikunni. Togarinn Sigluvík var búinn að vera viku á veiðum þegar hann lagðist að bryggju 16. júní. Aflinn var 129.0 tn og var þorskur uppistaða aflans. Verðmæti aflans var 4.4 milljónir. Togarinn Stapavík landaði 13. júní eftir að hafa verið fimm daga á veiðum. Aflinn var 88.1 tn, nær eingöngu þorskur. Verðmæti afl- ans var 2.8 milljónir. Fimm rækju- bátar lönduðu einu sinni hver; Dagfari kom með 9.8 tn, Sænes 7.1 tn, Sæljón 7.2 tn, Súlan 22.5 tn og Þórður Jónasson 19.0 tn. Þorleifur landaði tvisvar sinnum, samtals 1.1 tn. Ólafsfjörður: Togarinn Ólafur Bekkur landaði 15. júní eftir að afa verið fimm daga á veiðum. Aflinn var 150.0, tn og þar af var sett í einn gám. Togarinn Sólberg landaði 14. júní eftir viku veiðiferð. Aflinn var 171.6 tn, mestmegnis þorskur. Tveir bátar lönduðu rækju í vik- unni; Guðmundur Ólafur kom með 24.0 tn af rækju og 922 kg af grálúðu. Sigurfari kom með 10.4 tn af rækju og 600 kg af fiski. Arnar var með dragnót og fór í þrjár sjó- ferðir í vikunni. Aflinn var samtals 3.5 tn. Dalvík: Trollbáturinn Bald- ur kom inn 13. júní með 82.0 tn af þorski eftir fimm daga veiðiferð. Togarinn Björgúlfur landaði 15. júní eftir viku veiðiferð. Aflinn var 172.0 tn, þar af var þorskur 135.0 tn og afgangurinn að mestu ýsa. Fimm bátar lönduðu rækju í vik- unni, allir eftir einn róður; Bliki kom með 11.9 tn, Sólfell 8.1 tn, Dalborg 14.2 tn og Bjarmi kom með 200 kg úr sínum fyrsta túr sem reyndar var prufutúr. Árskógs- sandur: Þrír bátar lönduðu rækju í síðustu viku; Særún kom með 7.0 tn af rækju og 1.5 tn af bolfiski úr tveimur róðrum, Þórshamar kom með 23.0 tn af rækju og 1.5 tn af grálúðu, einnig úr tveimur sjóferð- um og Heiðrún kom með 8.0 tn af rækju úr einni sjóferð. Heimildar- maður Fiskifrétta sagði rækjuveið- arnar ganga ágætlega og að bátarn- ir fengu upp undir 1.3 tn í hali sem þætti gott. Akureyri: Togarinn Svalbakur landaði 13. júní eftir að hafa verið sex daga á veiðum. Afl- inn var 106.0 tn, þar af var þorskur 91.0 tn, steinbítur 6.0 tn og karfi 5.0 tn. Verðmæti aflans var 3.5 milljónir. Harðbakur landaði 14. júní eftir viku veiðiferð. Aflinn var 186.0 tn, þar af var þorskur 149.0 tn, ufsi 15.0 tn og steinbítur 7.0 tn. Verðmæti aflans var 6.2 milljónir. Grenivík: Línubáturinn Sjöfn landaði tvisvar sinnum í vikunni, aflinn var samtals 13.0 tn. Smábát- ar lönduðu samtals 1.3 tn í vikunni. Hrísey: Vegna veiðibanns og leið- inda veðurs var togarinn Snæfell einn um að landa í Hrísey í vik- unni. Snæfell landaði 14. júní eftir viku veiðiferð og aflinn var 124.0 tn. Þar af var þorskur 99.0 tn og afgangurinn ýsa, steinbítur og koli. Grímsey: Enginn afli barst að landi í Grímsey í vikunni. Húsavík: Togarinn Kolbeinsey landaði 14. júní eftir viku veiðiferð. Aflinn var 167.6 tn og var þorskur uppistaða aflans. Þrír dragnótabátar lönd- uðu í vikunni. Fanney kom með 4.5 tn eftir tvær sjóferðir, Krist- björg 4.9 tn eftir fjórar sjóferðir og Sæborg 4.5 tn eftir þrjár sjóferðir. Þrír bátar lönduðu rækju í vikunni. Galti kom með 17.6 tn af rækju og 522 kg af bolfiski, Björg Jónsdóttir 6.4 tn af rækju og 195 kg af bolfiski og Erling 19.2 tn af rækju og 450 kg af bolfiski. Litlir bátar komu sam- tals með 6.8 tn í vikunni. Þórshöfn: Trollbáturinn Súlnafell landaði einu sinni í vikunni. Hann kom með 60.0 tn, mestmegnis þorsk. Fimm trillur voru á netum í vik- unni. Vigdís landaði 157 kg úr tveimur sjóferðum. Aðrir bátar lönduðu einu sinni. Sólberg kom með 406 kg, Sunna 1.8 tn, Kristján 2.5 tn og Þórir 269 kg. Þrír bátar voru á færum í vikunni og allir lönduðu þeir einu sinni. Mar kom með 234 kg, Sölvhamar 290 kg og Votanes 49 kg. Raufarhöfn: Tog- arinn Rauðinúpur landaði 13. júní eftir að hafa verið sex daga á veið- um. Aflinn var 142.0 tn, þar af voru 20.0 tn af ýsu, 30.0 tn af grá- lúðu og afgangurinn var að mestu leyti þorskur. Austfirðir Vopnafjörður: Eyvindur Vopni landaði 15. júní eftir sex daga túr 41.6 tn og var þorskur þar af 26.0 tn og ýsa 8.0 tn. Seyðisfjörður: Otto Wathne landaði 13. júní eftir sex daga túr 49.9 tn og skiptist aflinn í eftirtaldar tegundir: Þorskur 24.8 tn, ýsa 10.2 tn, ufsi 8.9 tn og karfi 3.8 tn. Gullver landaði 14. júní eft- ir sex daga túr 141.6 tn og var mest af þorski í aflanum eða 62.9 tn, af karfa var 40.3 tn, 15.6 tn voru af grálúðu, 15.3 tn voru af ýsu og 6.0 tn af ufsa. Netabáturinn Andri landaði þrisvar sinnum alls 970 kg. Neskaupstaður: Þær voru þrettán trillurnar sem lönduðu 35.0 tn samtals úr 73 róðrum. Þetta voru þær trillur sem eru með kvóta. Birtingur landaði 13. júní eftir fimm daga túr 120.0 tn og var þorskurþaraf 105.0 tn. Barði land- aði næsta dag eða 14. júní eftir sex daga túr 157.0 tn og skiptist aflinn í eftirtaldar tegundir: Þorskur 90.0 tn, ufsi 46.0 tn, karfi 10.0 tn og ýsa 7.5 tn. Bjartur landaði 15. júní 149.0 tn en hann var fimm daga að fá þennan afla. Mest var af þorski í aflanum eða 70.0 tn en 26.0 tn voru af ýsu og 42.0 tn af ufsa. Reyðar- fjörður: Snæfuglinn landaði 13. júní eftir sex daga túr 165.0 tn og skiptist aflinn í eftirtaldar tegund- ir: Þorskur 80.0 tn, ufsi 40.0 tn, karfi 27.0 tn og ýsa 14.0 tn. Fá- skrúðsfjörður: Eini aflinn sem kom á land í síðustu viku var af Hoffellinu en það landaði 13. júní eftir sex daga túr 149.0 tn og var aflaskiptingin eftirfarandi: Þorsk- ur 73.5 tn, ýsa 44.0 tn, ufsi 7.0 tn og karfi 4.0 tn. Stöðvarfjörður: Kambaröstin landaði 13. júní eftir viku túr 66.6 tn og var mest af þorski í aflanum eða 48.0 tn en 14.0 tn voru af ýsu. Breiðdalsvík: Hafn- arey landaði 13. júní eftir viku túr 85.8 tn og var þorskur þar af 32.0 tn, ýsa 40.0 tn og ufsi 4.0 tn. Djúpi- vogur: Sunnutindur landaði 13. júní 106.7 tn eftir sex daga túr. Mest var af þorski í aflanum eða 60.6 tn en 26.6 tn voru af ýsu. Stjörnutindur landaði 15. júní eftir viku túr 33.2 tn og skiptist aflinn í eftirtaldar tegundir: Steinbítur 11.4 tn, þorskur 11.0 tn og ýsa 9.0 tn. Drífa landaði 13. júní 5.0 tn af bolfiski og 919 kg af humri og tveimur dögum síðar landaði ís- borgin 970 kg af humri og 2.3 tn af botnfiski. Höfn: Þær voru 21 trill- urnar sem lönduðu í vikunni alls 15.5 tn. Togarinn Þórhallur Daní- elsson landaði 13. júní eftir viku túr 95.7 tn og var mest af þorski í afl- anum eða 62.6 tn, af karfa var 17.4 tn, ufsa 13.6 tn og ýsu 1.6 tn. Skóg- ey landaði 19.9 tn af þorski úr einni sjóferð. Fjórtán humarbátar lönd- uðu í vikunni: Árný landaði 352 kg af humri og 1.5 tn af öðrum fiski, Bjarni Gísla 1789 kg af humri og 6.6 tn af öðrum fiski, Erlingur landaði 915 kg af humri og 1.8 tn af öðrum fiski, Freyr landaði 827 kg af humri, Haukafellið landaði 1227 kg af humri og 4.9 tn af öðrum fiski, Hrísey kom með 231 kg af humri og 384 kg af öðrum fiski, Hvanney landaði 1107 kg af humri og 3.5 tn af öðrum fiski, Litlanes landaði 376 kg af humri og tæp 4.0 tn af öðrum fiski, Lingey landaði 1575 kg af humri og rúm 4.0 tn af öðrum fiski, Sigurður Ólafsson landaði 1455 kg af humri og 7.9 tn af öðrum fiski, Steinunn landaði 582 kg af humri, Vísir landaði 577 kg af humri og 3.3 tn af öðrum fiski, Þinganes kom með 502 kg af humri á land og 851 kg af öðrum fiski og Æskan landaði 1650 kg af humri og 3.4 tn af öðrum fiski. Fimm bátar lönduðu óslitnum humri í vikunni: Bjarni Gísla 1228 kg, Freyr 228 kg, Sigurður Ólafs- son 267 kg, Vísir 111 kg og Garðey 675 kg.

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.