Fiskifréttir


Fiskifréttir - 24.06.1988, Page 4

Fiskifréttir - 24.06.1988, Page 4
4 föstudagur 24. júní Frettir Pokkalegar sölur í Þýskalandi og Frakklandi fl^POWEW VÖKVA- VÍNDUR Dragnótavindur Togvindur Grandaravindur Veitum alhliða þjónustu: 1. Hönnun vökvakerfi 2. Setjum upp vökvakerfi 3. Seljum allan búnað í vökvakerfi 4. Gerum við og endurbætum vökvakerfi Tæknimenn okkar veita allar nánari upplýsingar. iAA/DVEÍARHF SMIEUUVEGI66, PÓSTHÓIF20, 202KÓfWOGI, S. 9176600 Hvers vegna eru Pers Box fiskikassarnir svona vinsælir meðal sjómanna? Pers Box fiskikassamir eru ekki bara hentugir í flutningi og meðhöndlun, þeir varðveita líka upp- runaleg gæði og ferskleika fiskjarins frá því hann er dreginn úr sjó uns hann kemur til kaupandans. Sjómenn og fiskverkendur vita að aldrei má hrúga upp aflanum í stórt geymslurými. Þá pressast fiskurinn saman og tapar þyngd. Það sem verra er, fiskholdið merst við svo ónær- gætna meðhöndlun og los kemur í það. Afleið- ingin verður sú að úrvalsafli breytist í lélega vöru sem neytandinn fúlsarvið. Pers Box kemur í veg fyrir þessa óskemmtilegu atburðarás. Hann tekur einmitt hæfilegt magn og hindrar þannig að fiskurinn þrýstist saman og kremjist undan eigin þunga. Þannig varðveitir Pers Box fiskikassinn upprunalég gæði aflans. Hann skilar ferskri fyrsta flokks vöru sem kaup- endur keppast um að bjóða í. I Kanada, sem er okkar helsti samkeppnisaðili á Ameríkumarkaði nota sjómenn fiskikassa. Þar í landi vita menn að ekki þýðir að bjóða vandlátum neytendum annað en ún/als vöru. Því velja þeir Pers Box - fiskikassann sem fengur er í. ÍPAnjMCO Óseyri 3 • Pósthólf 214 • 602 Akureyri • Sími 96-22300 • Póstfax 96-27477 • Telex 3092 icepla is Verð á ferskfiski lækkaði veru- lega í byrjun þessarar viku í Bret- landi en í Þýskalandi hefur fengist þokkalegasta verð. Eitt skip seldi afla í Bolougne í Frakklandi og fékk ágætt verð fyrir karfa og grá- lúðu en lakara verð fyrir þorsk og ýsu. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar hjá LÍÚ hafa verið talsvert margar skipasölur í Bretlandi að undanförnu en framboð á gáma- fiski var fremur lítið í síðustu viku. Sl. mánudag voru svo seld 416 tonn á mörkuðunum í Grimsby og Hull og lækkaði verðið þá til muna og enn neðar fór það á þriðjudegin- um. Þá seldist þorskurinn á um 50 krónur hvert kíló. Eftirtalin skip hafa selt afla í Bretlandi síðan 15. júní: Særún seldi 91 tonn í Hull 15. júní fyrir samtals 7.1 millj. kr. Meðalverð á kíló var 77.89 kr. og þar af fengust 86.85 kr. fyrir ýsuna og 73.28 kr. fyrir þorskinn. Haukur seldi í Grimsby á þjóðhátíðardaginn og fékk 9 millj. kr. fyrir 148 tonn. Uppistaða aflans var þorskur og var meðalverð á kfló 60.45 kr. Náttfari seldi 86 tonn í Hull 20. júní, fyrir 6.1 millj. kr. Meðalverð var 70.78 kr./kg. en uppistaða afl- ans varýsa. Börkur seldi í Grimsby sl. þriðjudag og fékk 7.7 millj. kr. fyrir 155 tonn eða 53.05 kr./kg. Fyrir þorsk fengust 50.79 kr./kg. en tæpum 9 kr. meira fyrir ýsuna. Ólafur Jónsson seldi sama dag í Hull, alls 203.5 tonn fyrir 10.3 millj. kr. Meðalverð var aðeins 50.62 kr./kg. en ufsi á 18 kr./kg. dró meðalverðið heldur niður. Það breytir því þó ekki að aðeins feng- ust rúmar 53 kr. fyrir þorskinn og rúmar 58 kr. fyrir ýsuna. í Þýskalandi voru tvær skipasöl- ur: Breki seldi í Bremerhaven 14. júní, alls 236 tonn fyrir 12.1 millj. kr. Meirihluti aflans var ufsi á 31.56 en 75.79 kr./kg. fengust fyrir karfann. Þá seldi Engey í Brem- erhaven sl. mánudag, alls 219 tonn fyrir 15.1 millj. kr. Meðalverð á kfló var 69.23 kr. Gott verð fékkst fyrir karfann, 85.46 kr./kg. og ágætt fyrir ufsann 41.14 kr./kg. Ögri seldi svo 152 tonn í Bo- lougne 20. og 21. júní fyrir 8.7 millj. kr. Meðalverð var 57.62 kr./ kg. Aflinn var blandaður og feng- ust tæpar 58 kr. fyrir þorskinn, tæpar 43 kr. fyrir ýsuna, rúmar 72 kr. fyrir grálúðuna og tæpar 80 kr. fyrir karfann. Gámar I sl. viku voru seld 696 tonn af gámafiski í Bretlandi fyrir 47.6 millj. króna. Meðalverð var 68.40 kr./kg. Langmest var selt af þorski, 401 tonn og var meðalverð 64.02 kr./kg. Fyrir 124 tonn af ýsu fengust að jafnaði 83.76 kr./kg. og kolinn var á 62.73 kr./kg. Sl. mánudag lækkaði verðið svo til muna en þá fengust 25 millj. króna fyrir 416 tonn. Þá var þorskurinn á 55.65 kr./kg; ýsan á 61.46 kr./kg. og kolinn á 62.23 kr./kg. „Hálfdrættingar“ á grásleppunni Ljóst er orðið, að grásleppu- hrogn á þessari vertíð verða aðeins tæplega helmingur þess sem aflað- ist í fyrra. Grásleppukarlar á Norður- og Norðausturlandi eru þegar búnir að taka upp net sín og veiðin í Breiðafirði og Faxaflóa hefur gengið illa að undanförnu vegna stöðugrar vestanáttar. „Aflinn er nú 7.200 tunnur og verður sennilega 9-10 þúsund tunnur þegar upp er staðið,“ sagði Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda í samtali við Fiskifréttir í vikunni og gat þess að 18-19 þúsund tunnur hefðu verið komnar á land á sama tíma í fyrra, en þá varð heildar- veiðin á vertíðinni milli 22 og 23 þúsund tunnur. Að sögn Arnar stafar dræm veiði aðallega af léleg- um gæftum en einnig af kaldari sjó en í fyrra. Það er nokkur huggun harmi gegn, að kanadískum grásleppu- körlum hefur gengið síst betur en okkur. Útlit er fyrir að þeir fái 11 þús. tunnur í ár en voru með 24 þús. tunnur í fyrra. Þess vegna hef- ur ekkert verðhrun orðið á grá- sleppuhrognum, eins óttast var, og nú fást 1100 þýsk mörk fyrir tunn- una sem gerir 26.000 króna skila- verð til íslenskra grásleppukarla. Útflutningsverðmæti hrognanna í ár verður samkvæmt þessu um 275 milljónir króna. í fyrra voru greidd 12-1400 þýsk mörk fyrir tunnuna. Örn tók fram, að engin ástæða væri til þess að selja hrogn núna undir samþykktu lágmarksverði, því ekkert offramboð yrði á hrogn- um í ár. Búið er að gera samninga um sölu á 5.500 tunnum af grá- sleppuhrognum úr landi og fara hrognin til Danmerkur, Þýska- lands og Bandaríkjanna. Verk- smiðjurnar hér innanlands kaupa 4.000 tunnur á þessu ári. Fiskveiðasjóður: „Endurskoða þarf reglurnar að reynslutíma loknum“ maðul'uú' „Ástæða þess að Fiskveiðasjóð- ur hefur sett þessar reglur er sú, að með þeim er auðveldara að halda stærð og búnaði nýsmíðaðra skipa innan skynsamlegra marka,“ sagði Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ, er Fiskifréttir báru undir hann harða gagnrýni Þorsteins Más Baldvinssonar framkvæmda- stjóra Samherja hf. á starfsreglur Fiskveiðasjóðs í síðasta blaði. „ Við höfum beitt okkur fyrir því að leyfð verði eðlileg endurnýjun flotans, en eigum undir högg að sækja frá þeim aðilum sem enga endurnýjun vilja á þeirri forsendu að flotinn sé alltof stór. Þorsteinn Már deildi á það í við- talinu við Fiskifréttir, að útgerðar- menn sem hyggðu á nýsmíði gætu ekki fyrst fengið lánsloforð og leit- að svo eftir hagkvæmustu kostun- um, heldur yrðu þeir að leggja fé og fyrirhöfn í að semja um nýsmíði og allt sem henni tilheyrði áður en þeir vissu hvort þeir fengju lánslof- orð eða ekki. Kristján Ragnarsson benti á í þessu sambandi, að þetta væri aðeins þriðja árið frá því að endurnýjun fiskiskipa hefði verið leyfð að nýju eftir nokkurra ára banntíma og kvað hann sjálfsagt og eðlilegt að endurskoða reglurn- ar að fenginni reynslu. Um þá í Flekkefjord í Noregi er verið að smíða nýtt skip fyrir Dalvíkinga í stað togarans Björgvins EA og verður það afhent um mánaðamót- in ágúst/september, að því er Valdimar Bragason framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Dalvíkinga tjáði Fiskifréttum. Valdimar sagði, að smíðin sjálf hefði gengið vel en skipinu hefði seinkað vegna tafa á afhendingu óánægju Samherjamanna að þurfa að bíða fram á næsta ár eftir því að vita hvort þeir mættu endurnýja togarann Þorstein EA sem sjcemmdist í hafís í vetur sagði Kristján, að Fiskveiðasjóður hefði sett sér það markmið að leyfa ekki endurnýjun fleiri skipa í ár og við það markmið yrði staðið. EA búnaðar á millidekki sem ekki væri framleiddur af skipasmíðastöðinni og því ekki við hana að sakast. Upphaflega var samið um að stöð- in tæki gamla Björgvin EA upp í nýsmíðina og hefur sá samningur ekkert breyst, en hins vegar hafa menn hér innanlands verið að kanna möguleika á að fá skipið og láta þá annað skip út í staðinn. Óvíst er á þessari stundu hvað verður ofan á í því efni. Nýr Björgvin EA í haust

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.