Fiskifréttir - 24.06.1988, Síða 7
Samkvæmt upplýsingum Kára
Snorrasonar, framkvæmdastjóra
Særúnar hf., var reyndar starfrækt
fyrirtæki á Blönduósi, sem hét
Hafrún hf. frá árinu 1969 en þegar
nýir aðilar komu inn í reksturinn
var nafninu breytt í Særún hf.
Upphaflega var Hafrún hf. skel-
fiskvinnsla en eftir nafnbreyting-
una var meiri áhersla lögð á rækju-
vinnsluna og reyndar hrefnuveiðar
og -vinnslu. Hrefnuvinnslan af-
lagðist svo árið 1984 í kjölfar banns
við hrefnuveiðum.
Rækjuvinnsla í
sláturhúsi
Að sögn Kára Snorrasonar var
rekstur fyrirtækisins mjög erfiður
til að byrja með, ekki síst vegna
þess að það var í leiguhúsnæði í
sláturhúsinu og því þurfti alltaf að
taka rækjuvélarnar niður í maí eða
júní og þær voru svo settar aftur
upp í nóvember, eða að lokinni
sláturtíð. Fyrirtækið eignaðist
fyrst bát árið 1973 en það var
Nökkvi HU, 30 tonna bátur frá
Isafirði, sem áður hét Simon Olsen
í höfuð frumkvöðuls rækjuveiða
og - vinnslu hér við land.
— Við notuðum Nökkva á inn-
fjarðarrækjuna, hörpudisk og
hrefnuveiðar, segir Kári en Særún
hf. eignaðist síðan sitt annað skip,
Sæborgu HU árið 1981 og það
þriðja, Gissur hvíta HU árið 1985.
— Það urðu kaflaskipti í útgerð og
vinnslu hjá okkur þegar við feng-
um Gissur hvíta. Fram til þess tíma
höfðum við aðeins getað stundað
úthafsrækjuveiði í nokkur sumur
en nú vorum við komnir með skip
sem gat stundað veiðarnar allt árið
um kring, nema e.t.v. í verstu
brælum, segir Kári en hann getur
þess að úthafsrækjuveiðin hafi
verið mjög kærkomin enda hafi
innfjarðarveiðin dregist mikið
saman á undanförnum árum.
— Við fengum mest 250 tonn af
innfjarðarrækju úr Húnaflóa eitt
árið en til samanburðar má nefna
að við fengum ekki nema um 100
tonn í vetur og 75 tonn í fyrravetur.
Kvótanum er skipt á milli fimm
verksmiðja við Húnaflóa og við fá-
um alltaf 10% í okkar hlut, segir
Kári en samkvæmt upplýsingum
hans skiptast 50% kvótans á milli
Hólmavíkur og Drangsness,
Skagströnd fær 23% og Hvamms-
tangi afganginn.
Rækjutogarinn
Nökkvi HU
Særún hf. fluttist í eigið húsnæði
árið 1976 og við það kom nauðsyn-
leg festa á reksturinn. Kári segir
fiskiðjuverið hafa verið notað jöfn-
um höndum undir skelfiskvinnslu,
rækjuvinnslu og hrefnuvinnslu en
nú sé það aðeins rækjuvinnslan
sem eftir standi. — Ég er ekki
vongóður varðandi skelina. Við
vorum aðeins í skelfiskvinnslu
fyrir síðustu áramót en steinhætt-
um því eftir verðhrunið. Ætli við
verðum nokkuð í skel á þessu ári.
Árið 1986 má segja að hafi verið
tímamótaár í sögu Særúnar hf. og
reyndar Blönduóss í heild, því þá
kom rækjutogarinn Nökkvi HU í
fyrsta sinn til heimahafnar.
Nökkvi er eitt hinna svokölluðu
raðsmíðaskipa frá Slippstöðinni á
föstudagur 24. júní
föstudagur 24. júní
„Líst illa á að þuria
að selja rækjuna héðan
— segir Kári Snorrason, framleiðsiustjóri Særúnar hf. á Blönduósi
kostnaður hækkað verulega. Þessi
kostnaðarhækkun hefði síðan
haldist þrátt fyrir verðfall á rækju í
fyrra og það hefði valdið þessum
rekstrarerfiðleikum.
— Mér sýnist á öllu að staðan sé
nú heldur að snúast til hins betra.
Gengisþróunin að undanförnu
hefur létt undir rekstrinum og það
er aðeins bjartara framundan,
sagði Kári en hann gat þess að blik-
ur væru reyndar á lofti. Nú ætti að
setja vinnslukvóta á verksmiðjurn-
ar og t.a.m. dygði vinnslukvóti
Særúnar alls ekki til þess að hægt
væri að taka við öllum afla bát-
anna.
— Ég held að við getum verið
Akureyri en Særún hf. og fleiri að-
ilar hrepptu skipið eftir harða sam-
keppni við önnur byggðarlög. Sæ-
rún hf. sem er útgerðaraðili
Nökkva HU á 33% í togaranum en
með áhöfn hans og Gissurs hvíta,
er starfsfólk Særúnar hf. alls um 45
talsins. En hvernig hefur útgerð
þessa „óskabarns Blönduósinga“
gengið?
— Útgerð Nökkva hefur gengið
mjög vel og skipið hefur aflað
ágætlega. Við vitum reyndar ekki
ennþá hvernig reksturinn hefur
komið út, því það stendur á upp-
lýsingum um lán í Ríkisábyrgðar-
sjóði. Mér sýnist þó á öllu að þessi
útgerð eigi að geta gengið og mér
líst vel á framtíðina, sagði Kári en
þess má geta að Særún hf. stendur
nú í þeim stórræðum að láta yfir-
byggja Gissur hvíta sem er 165
tonna skip. Nú er verið að leita
tilboða í verkið og sagðist Kári
vonast til þess að niðurstaða lægi
fyrir um mánaðamótin.
Kostnaðarhækkanir
í góðærinu
Kári Snorrason sagði reyndar að
síðasta ár hefði reynst fyrirtækinu
ákaflega erfitt, eins og reyndar öll-
um fyrirtækjum í rækjuiðnaði hér á
landi, þrátt fyrir góð aflabrögð.
Rækjuverð hefði náð toppnum ár-
ið 1986 og í kjölfar þess hefði allur
Kári Snorrason.
ánægðir með kvóta bátanna.
Nökkvi er með 900 tonna rækju-
kvóta og 200 tonna þorskkvóta,
eða svokallaðan meðafla og Gissur
hvíti er með 200 tonna rækjukvóta
og 700 tonna þorskígildi, segir
Kári en samkvæmt upplýsingum
hans þýða þessi 700 tonna þorsk-
ígildi að hægt væri að fá 700 tonn af
rækju í staðinn á „frjálsum mark-
aði“. Ef fara ætti með málið í geng-
um ráðuneytið, þ.e. skila inn
þorskkvóta til þess að fá úthlutað
rækju í staðinn, yrði samanburður-
inn hins vegar mun óhagstæðari
því þá þyrfti 4 tonn af rækju á móti
hverju þorsktonni. Má segja að
þetta minni um margt á dollara-
viðskipti austan Járntjalds, þar
sem mun minna fæst fyrir dollar-
ann hjá hinu opinbera en á göt-
unni. Þess má geta að Nökkvi er
gerður út samkvæmt sóknarmarki
og má því vera að veiðum í 260
daga á árinu. Rækjuveiðar á
Dohrn-banka eru þó utan kvóta og
því væri mögulegt að senda skipið
þangað í einn eða tvo túra utan
hefðbundinnar sóknar. Dohrn-
bankarækjan er mjög verðmæt og
fer nánast öll á Japansmarkað en
til samanburðar má nefna að rækj-
an úr norðurkantinum, þar sem ís-
lensku rækjuskipin hafa aðallega
verið að undanförnu, er mun
smærri og það þykir gott að 50%
aflans fari á Japansmarkað eða sé
það stór að hægt sé að selja ópill-
aða í suðu á Englandsmarkað.
Góður rækjukvóti
skipanna
— Það er ljóst að þessi rækju-
kvóti dugar okkur ágætlega og það
eina sem þyrfti að skoða betur er
þessi aukaaflakvóti Nökkva. Það
kemur sáralítill þorskur með í
Fiski FRfcTTlIÍ
Rækja
rækjuaflanum og t.a.m. hefur
Gissur hvíti verið að koma með tvo
til þrjá kassa eða um 100 kíló af
þorski eftir úthaldið. 200 tonn eru
varla nóg til þess að það borgi sig
að gera út á það, með tilheyrandi
tilfæringar á búnaði og veiðarfær-
um. Þetta þyrftu að vera 400 til 500
tonn til þess að það borgaði sig að
gera út á þetta sérstaklega, sagði
Kári en að sögn hans lítur nú allt út
fyrir að fyrirtækið þurfi að selja
stóran hluta rækjuaflans á brott
vegna þess takmarkaða rækju-
vinnslukvóta sem fyrirtækið fær
sennilega úthlutað.
— Þetta hefur verið á reiki í allt
vor en mér skilst nú að við fáum
1150 tonna vinnslukvóta. Þetta
þýðir með öðrum orðum að við
verðum að selja hluta aflans og þá
sennilega suður! Það er mér illa
við, segir Kári en hann segir að
sennilega megi Blönduósingar þó
sæmilega við una, því margir fari
mun verr út úr vinnslukvótaúthlut-
uninni.
Nökkvi HU.
Uppþíðingarvél fyrir rækju.
Hér er rækjan fínhreinsuð áður en hún fer í lausfrystingu.
Rækjunni pakkað.