Fiskifréttir - 24.06.1988, Page 8
8
föstudagur 24. júní
Olíuskipum breytt í fískiskip fyrír 40 milljarða króna
Að undanförnu hefur fjölmörg-
um bandarískum olíuskipum verið
breytt í fiskiskip og hafa breyting-
arnar einkum farið fram erlendis,
m.a. í Noregi. Meira en einn millj-
arður bandaríkjadala (42 milljarð-
ar ísl.kr.) hefur verið settur í ný
eða endurbætt fiskiskip og á þeim
hvfla þungir skuldabaggar, að því
• Lehman bátavélar eru byggðar
upp á Ford vélum.
• Lehman er stærsti framleiðandi á
Ford bátavélum í heiminum.
• Lehman bátavélar eru
ferskvatnskældar. Lehman notar
Cupronickel efni í alla kæla.
Cupronickel kælar eru 3x
endingarbetri en venjulegir kopar
kælar.
• Lehman bátavélar eru þýðgengar,
öflugar og öruggar.
• Lehman bátavélar eru framleiddar
í stærðum: 90-135-185-225-275 og
355 Hö.
Við afgreiðum Lehman bátavélar
með hefðbundnum skrúfubúnaði
eða með dæludrifum. Gírar,
lensidælur, vökvadælur og allur
aukabúnaður afgreiddur að ósk
kaupanda.
Hvort sem þig vantar vél í
hefðbundinn fiskibát eða
hraðfiskibát þá er Lehman góður
kostur.
Leitið upplýsinga.
Þýðgengari, öflugri öruggari.
Lehman Power er svarið.
Vélar & Téeki hf.
Maríne & Technical Ltd.
Tryggvagata 18, símar 21286 — 21460
SÓMI
FRABÆRIR SPORT-
OG FISKIBÁTAR
Sómi 700, 800 og 900 eru liprir,
traustir og rúmgóðir bátar, hvort
heldur er til siglinga eða fiskveiða.
Sóma bátarnir hafa hlotið miklar
vinsældir fyrir gæði og hagkvæmni
í rekstri.
Hagkvæmt verð og greiðslu-
skilmálar.
Hringið eða skrifið eftir upplýsinga-
bæklingi.
hÁTA-
______SMIDJA
GUÐMUNDAR
EYRARTRÖÐ 13
P.O. BOX 82
221 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI: 50818 & 651088
er segir í Fishing News Internation-
al.
Reagan forseti hefur nú undir-
ritað lög sem banna»endursmíði
skipa erlendis og er gert ráð fyrir
að það dragi mjög úr fjölgun fiski-
skipa, þar sem bandarískir bankar
halda að sér höndum vegna þess að
þeir óttast að flotinn sé þegar orð-
inn alltof stór miðað við afrakst-
ursgetu fiskistofnanna. Árið 1990
mun flotinn hafa stækkað um 40
verksmiðjuskip en þau þurfa eina
milljón tonna af fiski á ári. Flotan-
— Reagan setur
hömlur á frekari
stækkun flotans
um er ætlað að veiða í Norður-
Kyrrahafi en þar eru í gangi sam-
starfsverkefni („joint venture")
Bandaríkjamanna og erlendra
þjóða sem leggja til fiskiskipin og
munu þessi skip veiða 1,2 milljónir
tonna á þessu ári. Hafa stjórnvöld
áhyggjur af ofveiði þegar nýju
skipin hefja veiðar.
Grænland:
Síðasti nýsmíðaði
togarinn í bili
Fyrir skömmu var afhentur hjá
Langsten skipasmíðastöðinni í
Noregi nýr frystitogari sem smíð-
aður er fyrir Grænlendinga. Þetta
er síðasti togarinn sem grænlenska
landsstjórnin lætur smíða í bili,
enda hefur fiskiskipaflotinn stækk-
að mjög ört á undanförnum árum.
Grænlensk stjórnvöld vinna nú að
gerð framtíðaráætlunar um upp-
byggingu fiskveiða og fiskvinnslu í
landinu og meðan sú vinna stendur
yfir þykir rétt að staldra við. Út-
flutningur sjávarafurða frá Græn-
landi hefur tvöfaldast frá 1984-1987
og sama er að segja um vinnuafl í
fiskiðnaði.
Nýi togarinn heitir Tasermuit og
kostaði 103 milljónir danskra
króna eða jafnvirði 680 milljóna
íslenskra króna. Hann er 65,5 m
langur, 13 m breiður, mælist 2.200
brl. og hefur 4000 hestafla aðalvél.
Lestarrými er 1150 rúmmetrar og
svarar til 500 tonna af rækju eða
8-900 tonna af frystum flökum.
Skipverjar verða 30-40 eftir því
hvaða veiðar skipið stundar. Hægt
er að vinna 50 tonn af rækjuafurð-
um á sólarhring eða 50 tonn af
fiski. Rækjuflokkurnarvélarnar
eru frá Carnitech og geta þær
flokkað hráa rækju í fimm mis-
munandi stærðir. Þessi nýi togari
er systurskip togarans Sermilik
sem eyðilagðist í bruna í sömu
skipasmíðastöð um jólin í fyrra,
rétt áður en átti að afhenda hann,
að því er fram kemur í Dansk Fisk-
eri Tidende.
Barentshaf:
„Náttúrulegar orsak-
ir fyrir hruninu“
„Náttúrulegar orsakir áttu
stærstan þátt í hruni loðnustofns-
ins í Barentshafi,“ sagði Sigurd
Tjelmeland fiskifræðingur norsku
hafrannsóknastofnunarinnar á
ráðstefnu í Þrándheimi nýlega, að
sögn Fiskaren.
Stóri sfldarárgangurinn frá 1983
og stórir þorskárgangar árið 1982
og árin á eftir gengu afar nærri
uppvaxandi loðnu og þegar við
bættist að ekki var dregið úr loðnu-
veiðunum nógu snemma, hrundi
stofninn. Tjelmeland sagði, að
fram að þessu hefðu menn einblínt
um of á það, hvaða áhrif veiðar
hefðu á fiskistofnana en ekki gefið
því nægan gaum í hvaða mæli ein
fisktegund nærist á annarri og
hvaða áhrif breytingar hitastigi og
öðrum þáttum sjávarins hefðu á
vistkerfið í heild. Upphafið að
hruni loðnustofnsins í Barentshafi
var einmitt það, að sjórinn hlýnaði
verulega á árunum 1982-86 eftir
langvarandi kalt tímabil. Talið er
að þetta hafi gerst með innstreymi
Atlantshafssjávar og auknu út-
skreymi kaldsjávar, og gat Tjel-
meland þess að í undirbúningi væri
gerð „líkans“ af líffræðilegum
þáttum Barentshafs og nálægra
hafsvæða.