Fiskifréttir


Fiskifréttir - 24.06.1988, Side 12

Fiskifréttir - 24.06.1988, Side 12
FRÉTTIR 24. tbl. föstudagur 24. júní Er von á síldar- göngum frá Noregi? — norskt hafrannsóknaskip væntanlegt í sumar verður norskt hafrann- sóknaskip statt 100-200 sjómflur austur af Langanesi til þess að fylgjast með því hvort eitthvað af norsk-íslensku vorgotssfldinni gangi á fornar slóðir við ísland, líkt og gerðist á árum sfldarævin- týrisins forðum. Þetta er liður í þeim áformum að skoða vel sumargöngur síldarinn- ar, því nú verður 1983 árgangurinn kynþroska, en hann er langstærsti árgangur norsk-íslenska sfldar- stofnsins í 20 ár. Islendingar hafa bundið vonir við, að þessi árgangur og þeir sem á eftir kæmu myndu verða þess valdandi að sfldin tæki á rás á haf út í ætisleit og skilaði sér á fornar slóðir við Island. Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar tjáði Fiskifréttum, að þær vonir hefðu dofnað nokkuð þegar í ljós hefði komið að allir árgangarnir eftir 1983 væru lélegir og því væru fremur litlar líkur á því að vorgots- sfldin tæki upp fyrra háttarlag í bráð. I norska blaðinu Fiskaren kemur fram, að hrygningarstofn vorgotssfldarinnar sé núna yfir ein milljón tonna, en Jakob segir, að nann þurfi að verða 2,5 milljónir tonna svo fullur afrakstur fáist úr þessum sfldarstofni. Alþjóðahaf- rannsóknaráðið hefur lagt til að leyfilegur afli Norðmanna úr stofninum verði 100 þúsund tonn í ár og Sovétmanna 20 þúsund tonn. Þetta telur Jakob alltof mikið. Hann segir þó, að Norðmenn hafi sýnt fulla ábyrgð í nýtingu stofns- ins fram að þessu, en eigi að síður sé norsk-íslenski sfldarstofninn eini sfldarstofninn í Norður-Atl- antshafi sem ekki hafi náð sér eftir hrun fyrri ára. Þessu sé öfugt farið Lesið Fiskifréttir * í hverri viku með sfldarstofna við Bretlandseyj- ar, í Norðursjó og við ísland, sem allir hafi rétt við. að verða <X7 NASCO/ÍSRÖST HF. Utflutningur: Ferskur fiskur — frosinn fiskur — rækja — kassaleiga Innflutningur: Ric Pappakassar, allar gerðir fýrir sjávarútveg Laugavegur 163, sími 622928 ■■■^■■Pi Vindrafstöðvar 12 eða 24V Fyrir: Báta - Húsvagna- Landbúnað Fiskeldisstöðvar Vaðstígvél. Olíuþolin, sýruþolin. Stærðir 8-12. Sendum í póstkröfu NYTT BYLTINGARKENNT GUMMI Krókar stærðir 8-9-10-11-12 4 litir: gult, rautt, svart, hvítt og dökkgrænt. KE4ÍE&S ISLAND Bíldshöfða 16 - 112 Reykjavík - Sími 686470 Heima Hafsteinn 672419 - Sigurður 76175 h/f Olíu-, sýru- og eldþolnir. Þetta efni er viðurkennt til notkunar á olíuborpöllunum í Norðursjó. K International skipamálning í sérflokki SKIPALAKK Grunnmálning og menjur. Frábært verð! SJÁLFHREINSANDI HVÍTT SKIPALAKK - nýjung í skipamálningu - SJÁLFHREINSANDI BOTNMÁLNING - ótvíræður olíusparnaður - ÖLL MÁLNING Á HEILDSÖLUVERÐI DANÍEL ÞORSTEINSSON & CO. H/F NÝLENDUGÖTU 30,101 REYKJAVÍK SÍMAR: 25988 -12879

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.