Þjóðmál - 01.03.2019, Side 88
86 ÞJÓÐMÁL Vor 2019
Stutta svarið er já, það gæti gerst. Þó má
telja ólíklegt að það gerist undir stjórnartíð
Donalds Trump, þó að vissulega sé hann
ólíkindatól sem hirðir lítið um stjórnarskrá
eða aðrar reglur sem kunna að þvælast fyrir
honum. Að því sögðu er réttara að hafa í
huga að sambærilegir atburðir hafa þegar átt
sér stað í sögunni.
Það er rétt að hafa í huga að fyrrnefnd Margaret
Atwood, höfundur bókarinnar, hefur greint
frá því að jafnvel þó svo að sagan sé dystópísk
sögu sé hún ekki vísindaskáldskapur. Með
öðrum orðum, allt það sem fram kemur
í bókinni á sér fyrirmynd og gæti gerst í
raunveruleikanum. Hér eru engar geimverur,
drekar eða galdrar – heldur raunsæ lýsing
á því sem gæti (og hefur að hluta) gerst í
raunheimum.
Atwood er fædd í Kanada árið 1939. Hún er
þekktur rithöfundur og ljóðskáld og hefur
barist fyrir mannréttindum og réttindum
kvenna. Hún bjó í VesturBerlín þegar hún
skrifaði bókina, á þeim tíma sem Þýskalandi
(og Berlín) var enn skipt í austur og vestur.
Frá því að sjónvarpsþættirnir litu dagsins ljós
hefur hún margoft verið spurð að því hvort
hún sjái einhver samasemmerki með bókinni
og nútímanum. Hún hefur iðulega svarað því
neitandi en þó bent á að sagan í heild eigi sér
fyrirmyndir.
Hinum megin við múrinn
Og þar komum við að kjarna málsins. Auður
Aðalsteinsdóttir ræddi um Sögu þernunnar
(bókina) við bókmenntafræðingana Mörtu
Sigríði Pétursdóttur og Helgu Margréti
Ferdinandsdóttur í þættinum Bók vikunnar í
Ríkisútvarpinu í mars 2017. Þar sagði Auður
bókina lýsa fasísku samfélagi og hafa gengið
í endurnýjun lífdaga eftir að Donald Trump
var kjörinn forseti.
Helga Margrét lýsti því að bókin hefði ekki
heillað hana þegar hún las hana fyrst en
hins vegar hefði verið hætta á því að Trump
yrði kjörinn forseti. Hún sagði að henni hefði
fundist bókin vera komin nokkuð til ára sinna
þangað til það hefði litið út fyrir að Donald
Trump yrði mjög líklega kjörinn Bandaríkja
forseti.
„Og það er alveg […] mjög óhugnanlegt að
sjá þessa atburði eiga sér stað í samtímanum.
[…] Þessi saga er áminning um að svona
atburðir geti átt sér stað hvenær sem er
við rétt skilyrði í raun og veru,“ sagði Helga
Margrét í þættinum og bætti því við seinna
í þættinum að sagan færi í hringi. Marta
Sigríður minnti þó á að bókin var skrifuð í
VesturÞýskalandi árið 1984 og að hinum
megin við múrinn væri alræðisríki Austur
Þýskalands.
Í þættinum var einnig vitnað í Fríðu Björk
Ingvarsdóttur, bókmenntafræðing og rektor
Listaháskóla Íslands. Hún vitnaði réttilega til
þess að bókin lýsti hættunum á miðstýrðu
valdi og mannlegri túlkun á Biblíunni.
„Hún afhjúpar mjög vel hversu hættuleg
mannanna túlkun getur verið þegar einhver
ein túlkun er öðrum æðri og það má ekki
viðurkenna sýn annarra á hlutina eins og
þeir koma þeim fyrir sjónir. Þetta er bara
mjög hollur boðskapur. Biblían er bara
táknræn þarna, ekkert endilega fyrir trúar
brögð heldur einmitt fyrir miðlægt vald.
Það að fara bókstaflega ofan í […] 2.000 ára
gamla bók og taka það sem þar er sett fram á
forsendum sem við höfum ekki hugmynd um
hverjar voru og bera það fram sem einhvern
Elizabeth Moss fer með hlutverk Offred í sjónvarpsþátt
unum og hefur hlotið verðskuldað lof fyrir leik sinn.