Þjóðmál - 01.09.2019, Side 6
4 ÞJÓÐMÁL Haust 2019
***
Á þessu er þó að verða breyting, sem betur
fer. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðar-
ráðherra hefur sett til umsagnar á samráðsgátt
stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um
breytingar á samkeppnislögum. Drögin eru
fremur hófstillt og sjálfsagt má ganga enn
lengra en þar er boðað. Í stuttu máli er verið
að færa lög um eftirlitið og starfsemi þess í
sambærilegt form og þekkist annars staðar á
Norðurlöndum.
Drögin að frumvarpinu eru mikilvæg og verða
vonandi að lögum fyrr en síðar. Það hefur
auðvitað verið áhugavert að fylgjast með
andstæðingum málsins og málflutningi
þeirra gegn frumvarpsdrögunum. Páll Gunnar
Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins sl. 14
ár, hefur látið mikið fyrir sér fara í andstöðu við
málið og nýtur til þess stuðnings aðila sem
hafa á liðnum árum starfað sem verktakar
hjá stofnuninni, t.d. Gylfa Magnússonar
hagfræði prófessors (sem einnig er fv.
stjórnar formaður stofnunarinnar).
***
Það er annað sem er mikilvægt í þessu máli.
Það er sjálfsagt ekki tilgangur ráðherrans, en
sem fyrr segir þarf að stíga stór og ákveðin
skref í þá átt að takmarka völd embættis-
manna og ríkisstofnana. Samkeppniseftirlitið
er þar ofarlega á lista.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), fjallaði um
málefni Samkeppniseftirlitsins í grein á vef SA
í lok maí. Þar taldi hann upp ýmsa þá þætti
sem nauðsynlegt væri að breyta í lögum um
stofnunina og benti réttilega á að margir
aðilar í atvinnulífinu veigruðu sér við að fjalla
um samkeppnismál af ótta við viðbrögð
Samkeppniseftirlitsins.
Það er sorgleg staðreynd að það er ástæða til
að óttast viðbrögð Samkeppniseftirlitsins.
Eins og Halldór Benjamín benti á getur
stofnunin hafið mál gegn fyrirtækjum,
tilkynnt að meint brot séu til rannsóknar,
safnað gögnum og borið sakir á einstaka
stjórnendur eða starfsmenn fyrirtækja – án
þess þó að það leiði nokkurn tímann til sekta
eða dóma vegna samkeppnisbrota. Þetta
hefur stofnunin ítrekað gert og það er ekkert
útlit fyrir að stjórnendur hennar láti af þeirri
venju.
Og það þarf í raun ekki gagnrýni á stofnunina
til. Sá sem hér heldur á penna þekkir fjölmörg
dæmi þess að aðilar í atvinnulífinu veigri sér
einnig við því að óska eftir leiðbeiningum
frá stofnuninni. Þeir sem það hafa gert hafa
yfirleitt mætt skætingi og tortryggni í sinni
garð – og auðvitað vill enginn stjórnandi
í fyrirtæki að einföld fyrirspurn endi með
húsleit og öllu því sem henni fylgir.
Það er nauðsynlegt að gera veigamiklar
breytingar á starfsemi Samkeppniseftirlitsins
og vonandi verða þær gerðar sem fyrst í
þágu atvinnulífs og neytenda. Við skulum
muna að hagsmunir atvinnulífs og almennings
fara saman í þessu máli eins og öðrum.
***
Sá stjórnmálamaður sem hreyfir við hugmyndum þess efnis að draga skuli úr vægi
eftirlitsstofnana þarf um leið að svara fyrir hvort hann vilji í alvöru annað hrun!
Þar erum við enn stödd í umræðunni.