Fiskifréttir


Fiskifréttir - 23.08.1991, Side 1

Fiskifréttir - 23.08.1991, Side 1
ISSN 1017-3609 SKAGFJÖRÐ VEIÐARFÆRADEILD Sími 91-24120 f FRETTIR 31. tbl. 9. árg. föstudagur 23. ágúst 1991 Framleiðsla á fiskflökum í smápakkningum á vegum HB á Akranesi hefur gengið vel og er búist við því að framleiðslan nemi alls um eitt þúsund tonnum á þessu ári. Þessar hressu stúlkur vinna við smápakkalínuna en nánar er greint frá heimsókn í HB á bls. 6-7. Mynd/Fiskifréttir ESE Úthlutun fyrír nýtt kvótaár kemur mönnum í opna skjöldu: Þríðjungi minni ýsukvóti Útgerðarmenn eru þessa dagana að opna umslögin frá sjávarútvegs- ráðuneytinu um úthlutun veiði- heimilda á nýju kvótaári, sem hefst 1. september. Segja má að skerð- ingin á ýsukvótunum hafi helst komið mönnum í opna skjöldu. Allir voru búnir að búa sig undir minni þorskkvóta en engan óraði fyrir því að skerðingin á ýsukvót- um gæti numið allt að þriðjungi frá síðasta heila fiskveiðiári, sem lagt var til •grundvallar átta mánaða kvótanum. Árni Kolbeinsson ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu staðfesti í samtali við Fiskifréttir, að ýsukvótinn á nýju fiskveiðiári væri 50 þúsund tonn eða svipaður og ýsukvótinn fyrir fyrstu átta mánuði þessa árs eftir að hann var endurskoðaður sl. vor. Þetta segði þó ekki alla söguna, því flotanum hefði gengið erfiðlega að ná heild- arýsukvótanum og áætlað væri, að raunverulegur afli af ýsu síðustu 12 mánuðina, þ.e. frá 1. sept. 1990 til 31. ágúst 1991 yrði í kringum 50 þúsund tonn þegar upp væri stað- ið. Árni sagði, að ákvörðun ráðu- neytisins um ýsukvótann á kom- andi fiskveiðiári væri byggð á ráð- leggingum fiskifræðinga og því væru engar nýjar forsendur fyrir því að breyta henni. Viðmælendur Fiskifrétta úr röð- um útgerðarmanna voru flestir sammála um að kvótaskerðingin væri reiðarslag fyrir ýmis byggðar- lög og í því sambandi voru einkum Vestmannaeyjar nefndar og einnig byggðarlög eins og Þorlákshöfn og fleiri staðir á SV — horninu. Svo sem kunnugt er voru mjög mörg skip á þessu svæði gerð út sam- kvæmt sóknarmarki á árinu 1990 og sóknin í tegundir eins og ýsu og ufsa var því frjáls. Ysu— og ufsa- aflinn varð því margfaldur á við aflamark viðkomandi skipa í um- ræddum fisktegundum en nú bregður svo við að kvótinn fyrir næsta fiskveiðiár er langt undir aflamarki ársins 1990. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Fiskifréttir hafa aflað sér er mjög algengt að ýsukvótar hafi verið skertir um 33%. Algeng skerðing í þorski er í kringum 20% og hið sama á við um ufsann. Fyrstu viðbrögð manna við úthlut- un sjávarútvegsráðuneytisins er að draga þurfi saman seglin í vinnsl- unni og leggja þurfi skipum. Einn viðmælenda Fiskifrétta nefndi einnig að stórfelld kvótaskerðing á borð við þessa yrði tvímælalaust til þess að hraða þeirri þróun að vinnslan yrði í stórauknum mæli færð út á sjó. Sjá nánar viðbrögð manna á bls. 9 og 10. Aflatölur daglega til ráðuneytis: Flestar hafnir tengdar I sumar hefur verið unnið að því að tölvutengja fiskihafnir landsins við sjávarútvegsráðuneytið og eru flestar hafnirnar nú þegar komnar inn í kerfið. í þessum mánuði hafa farið fram prufukeyrslur og menn á vegum ráðuneytisins hafa ferðast um landið og hjálpað til við að leysa vandamál sem upp hafa kom- ið. Tilgangurinn með þessari tölvutengingu er sá, að ráðuneytið geti fylgst nákvæmlega með tölum um landaðan afla frá degi til dags. Að sögn Arndísar Steinþórs- dóttur deildarstjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu hefur þetta verk gengið mjög vel og er stefnt að því að nýja fyrirkomulagið taki form- lega gildi um næstu mánaðamót. Ekki er víst að minnstu hafnirnar verði inn í kerfinu fyrst til að byrja með, en þær geta þá sent sínar upplýsingar með telefaxi og verða þær slegnar inn á handvirkan hátt. Eftir að nýja kerfið tekur gildi eru hafnaryfirvöld gerð ábyrg fyrir því að aflatölur í viðkomandi ver- stöð liggi fyrir daglega í tölvu. Upplýsingarnar munu svo berast ráðuneytinu í gegnum tölvunetið á sjálfvirkan hátt á nóttunni eftir ákveðnu upphringingarkerfi. Aflatölur slegnar inn á Akranesi. Skerseyri hf. í Hafnarfirði fékk nýlega prufusendingu af heilfrystum þorski frá Múrm- ansk í Sovétríkjunum. Tilgang- urinn var sá að kanna hvort þetta hráefni hentaði til frekari vinnslu hér, annað hvort í salt eða í blokk. Að sögn Bjartmars Pétursson- ar framkvæmdastjóra Skerseyrar hf. leit fiskurinn vel út en endan- legar niðurstöður úr vinnslutil- raunum liggja ekki fyrir. Þess má geta, að bæði Danir og Bretar hafa keypt töluvert af heilfryst- um Rússaþorski til vinnslu. Sem kunnugt er hafa íslenskir físk- vinnslumenn veríð í auknum mæli að leita leiða tii þess að afla sér hráefnis, sem hægt sé að grípa til þegar fisk skortir hér innan- iands. Nægir þar að minna á kaupin á Alaskaþorskinum í þessu ári og kaup Miðness hf. í Sandgerði á heilfrystum karfa og langhala af rússnesku verk- smiðjuskipi í sumar.

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.