Fiskifréttir - 03.10.1997, Blaðsíða 9
FISKIFRÉTTIR föstudagur 3. október 1997
9
Texti: ESE
Axel Guðnason
komið saman, er matsalurinn og
hann var vægast sagt ógeðslegur.
Duglegustu sjómenn sem
ég hef verið með
Axel lofar áhöfnina á Ryjo
Maru fyrir dugnað og hann segist
ekki hafa unnið með betri og dug-
legri sjómönnum en indónesísku
undirmönnunum.
— Ég hef verið á yfir 30 skipum
hér heima og ég er ekki viss um að
það þýddi að bjóða íslenskum sjó-
mönnum upp á það sem Indónes-
arnir sætta sig við með bros á vör. í
slæmum veðrum gengur sjór yfir
dekkið, enda eru skipin ekki nema
að hluta til yfirbyggð, en hásetarn-
ir láta það ekkert á sig fá. Þeir
þurrka mesta saltið úr augunum og
brosa enn meira á eftir, segir Axel
en hann segir undirmennina vera á
mjög lélegum launum á íslenskan
mælikvarða. Þeir fái um 500 doll-
ara á mánuði í laun og eins fái þeir
tóbak og vinnufatnað frá útgerð-
inni.
— Það má vel vera að þetta þyki
góð laun í Indónesíu en þegar haft
er í huga að aflaverðmæti skipsins
eftir rúmlega mánaðarlanga veiði-
ferð var 115 milljónir króna þá eru
undirmennirnir með smápeninga í
laun. Japönsku yfirmennirnir eru
betur settir því þeir fá ákveðinn
aflahlut til viðbótar við föstu laun-
in, segir Axel en hann segir áhöfn-
ina á Ryou Maru hafa verið mjög
þægilega í öllu viðmóti. Japönsku
yfirmennirnir hafi séð um að koma
öllum upplýsingum um afla og
veiðisvæðið til hans og það hafi
þeir gert af mikilli samviskusemi.
Stærsti túnfískurinn vó
300 kg aðgerður
Axel segir aflann hafa verið
mjög misjafnan frá degi til dags.
Þegar veiðin var slökust fengust
ekki nema þrír til fjórir túnfiskar á
dag en besta veiðin hafi verið 22
túnfiskar á einum og sama sólar-
hringnum.
— Túnfiskurinn var mjög vænn
og mest var um fiska sem vógu 100
til 150 kíló. Stærsti fiskurinn í
veiðiferðinni var 300 kfló slétt eftir
að búið var að gera að honum og
skera af honum sporðinn. Mesta
lengd þessa fisks var um 311 sentí-
metrar og þetta var því engin smá
skepna. Meðalvigtin hjá okkur var
um 119 kíló, segir Axel Guðnason.
-framleiddar undir ströngu gaeðaeftirliti
vorur
dnleg
plastvörubretti, sem
falla að alþjóðlegum
flutningastöðlum og
eru sérhönnuð til nota
i matvælaiðnaði.
Einangruð fiskiker
afýmsum stærðum;
hefðbundin eða
endurvinnanleg
ofurker.
úr hráefnum sem eru alþjóðlega viður-
kennd til nota í matvælaiðnaði.
Línubalar me
níðsterkum
handföngum.
BORGARPLAST
Sefgarðar 1-3 • 170 Seltjarnarnes
Simi: 561 2211 • Fax: 561 4185
HF.
Dögun ehf. á Sauðárkróki:
Krístbjörg ÞH kem-
ur í stað Hafarnar SK
Rækjuverksmiðjan Dögun ehf. á
Sauðárkróki hefur keypt togskipið
Kristbjörgu ÞH 44 frá Húsavík og
kemur það í stað Hafarnar SK 17
sem nú hefur verið auglýstur til
sölu með veiðileyfi en án veiði-
heimilda. Enginn kvóti fylgdi í
kaupunum og kaupverð fæst ekki
gefíð upp.
Að sögn Agústs Guðmundsson-
ar, framkvæmdastjóra Dögunar,
er Kristbjörg ÞH um 40% stærra
skip en Haförninn og hentar það
því betur til hráefnisöflunar fyrir
rækjuverksmiðjuna. Ahöfnin af
Haferninum flyst yfir á „nýja“
skipið og verður Jón Árni Jónsson
skipstjóri. Ekki er enn ljóst hvaða
nafn Kristbjörgin mun fá en komið
hefur til greina að gefa henni nafn-
ið Röst SK en að sögn Ágústs er nú
komið einkaleyfi á nafnið Haförn.
Alls voru skráð átta skip með
þessu nafni í síðustu skipaskrá og
fá þau að halda nöfnunum þar til
að þau hverfa úr eigum viðkom-
andi útgerða.
Kristbjörg ÞH er 187 brúttórúm-
lesta skip, smíðað í Noregi árið
1966. Haförninn var einnig smíð-
aður í Noregi en árið 1959. Hann er
149 brúttórúmlestir að stærð og
segir Ágúst skipið henta mjög vel
til netaveiða.
Erlent
Noregur:
Rússar landa 80%
togarafísksins
Ekkert lát virðist á löndunum rúss-
neskra togara í Noregi. Rússarnir
virðast því ekki ætla að standa við
fyrri fullyrðingar um að landa afla
sínum í auknum mæli heima fyrir.
Mikil og góð vinna er nú í fisk-
vinnslustöðvum í Norður-Noregi
vegna mikils hráefnis frá Rússum.
Á tímabilinu 1. ágúst til 15. sept-
ember sl. lönduðu Rússar um 80
prósent af öllum togarafiski sem
barst á landi í Noregi. Alls var
landað 27.600 tonnum af þorski á
þessu tímabili og af þ ví voru 21.300
tonn rússaþorskur. Undanfarið
hafa þeir landað á milli 3.000 og
6.500 tonnum vikulega í Noregi.
Fari fram svo sem horfir munu
Rússar slá eldra löndunarmet sitt á
þorski í Noregi um miðjan næsta
mánuð. Það var sett árið 1995, en
þá lönduðu þeir 155.000 tonnum
þar.
Um 130 rússneskir togarar eru
nú á veiðum austarlega í Barents-
hafi og veiða á bilinu 5 til 6.000
tonn á viku. Norskir togarar hafa
orðið að hætta þorskveiðum í Bar-
entshafi þar sem þeir hafa klárað
ufsakvóta sína. Of mikið af ufsa
fæst sem aukaafli með þorskinum.
Margir þeirra veiða nú af leigu-
kvótum á ýsu í landhelgi Rússa.
VÖRUHÚS ÍS
íslenskar sjávarafurðir hf.
VÖRUHÚS ÍS - HOLTABAKKAV/HOLTAVEG - 104 REYKJAVÍK
UMBÚÐIR- REKSTRARVÖRUR-VEIÐARFÆRI
SlMAR 568 1050 OG 581 4667, FAX 581 2848
SJÓMENN
ÚTGERÐARMENN
• Fallhlífarblys MK3 •
• Handblys MK6 •
• Björgunarbúningar •
• Björgunarhringir •
• Björgunarvesti •
Góðar vörur á góðu verði!
Allt til logsuðu og logskurðar
Við erum ávallt til þjónustu reiðubúin
Söluumboð fyrir gas og tæki Söluaðilar á tækjum
® ísafjörður: Þröstur Marsellíusson # Héðinn Vélaverslun
Ásgarði, Hnífsdalsvegi 27 Reykjavík
Sími: 456-3349 Bréfsími: 456-3302 Sími: 562 4260 Bréfsími: 562 4315
# Akureyri: Sandblástur og málmhúðun sf. # Sindri
Hjalteyrargötu Reykjavík
Sími: 462-3288 Bréfsími: 462-7730 Sími: 562 7222 Bréfsími: 562 3024
® Vestmannaeyjar: — Skipalyftan hf. # GHVerkstæðið
Vestmannaeyjum Borgarnesi
Sími: 481-1490 Bréfsími: 481-1493 Sími: 437-2020 Bréfsími: 437-2024
® Reyðarfjörður: Heildverslunin Stjarnan # Varahlutaverslun KS
Óseyri 1 Sauðárkróki
Sími: 474-1114 Bréfsími: 474-1154 Sími: 453-5122 Bréfsími: 453-6037
® Borgarfjörður: Bifreiðastöð KB # Víkingur
Brákarey Egilsstöðum
Sími: 437-1200 Bréfsími: 437-1934 Sími: 471-1244 Bréfsími:47l-2I40
® Selfoss: SG búðin Eyravegi 37 Sími: 482-2277 Bréfsími: 482-2833
® Sauðárkrókur: Skipaafgreiðsla KS Hafnarhúsinu á Eyri Sími: 453-5200 Bréfsími: 453-6024
• Hella: Varahlutaverslun Björns Jóhannssonar Lyngási 5 Sími: 487-5995 Bréfsími: 487-5906
# Keflavík: BG Bílakringlan hf. Gróflnni 7-8 Sími: 421 -4242 Bréfsími: 421 -4611 ÍSAGA ehf. Breiðhöfða 11-112 Reykjavík Sími 577 3000 - Fax 577 3001
AGA SKAPAR NÝ TÆKIFÆRI ÁC^Á
BRUNNAR HF. ER KRAFTMIKID FRAMLEIÐSLUFVRIRTÆKI
Á SVIÐI BÚNAÐAR FVRIR SJÁVARÚTVEG
fiugsun
nýjar hugmyndir,
nýjar lausnir
ONTEC-VÉL SEM
FRAMLEIÐIR
FLJÓTANDIÍS!
• Nánast kristallalaus.
• Hlutfall íss er 15-70%
BRUNNAR HF. SKÚTAHRAUN 2 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI 555 6400 FAX 555 6401 E-mail: brunnar@ok.is