Fiskifréttir - 02.05.2003, Síða 4
4
FISKIFRETTIR 2. maí 2003
Óshum eigendum og áhöfn til hamingju
með nýtt og glæsilegt olíuship
Dælur um borð
eru frá ITIIR
RAMTAK
VELA- OG SKIPAÞJONUSTA
CÓD ÞIÓNUSTA
vecur þungt Drangahrauni I -1 b Hafnarfjörður
Sími: 565 2556 • Fax: 555 6035
Netfang: info@framtak.is • http://www.framtak.is
Öflug þjónusta og varahlutir í eldri mótora. Viögeröarþjónusta fyrir allar
geröir utanborösmótora er hjá Vélaröst, Súöavogi 28-30, sími 568 6670.
Jóhnson-Evinrude
Öruggir og öflugir
Hjá Gísla Jónssyni býðst þér mikið úrval af hinum þekktu Johnson-Evinrude
utanborðsmótorum. Þú getur valið um létta og meðfærilega tvígengismótora
stóra og öfluga fjórgengismótora - og allt þar á milli!
N«Þ fa* Johnson J Jafmsm clohnsofi" | i abnsn,
rl t*1 Tf i . * j ik §4 J
¥ drr ¥' r ¥'
3,5 hestafla tvígengismótor Þyngd 13,5 kg. Verö 79.000 kr. 5 hestafla fjórgengismótor Þyngd 25 kg. Verö 123.000 kr. 8 hestafla fjórgengismótor Þyngd 38 kg. Verð 209.000 kr. 50 hestafla fjórgengismótor Þyngd 109 kg. Verð 689.000 kr.
* ahnstm
L
25 hestafla
tvígengismótor
Þyngd 53 kg.
Verö 269.000 kr.
www.johnson.comwww.evinrude.com
(^ÍSLI JÓNSSON ehf Brímborg Akureyrí
Bíldshöfða 14 • Sími 587 6644 Tryggvabraut 5 • Sími 462 2700
Sviljum sprautað yfir hrogn. Myndin er tekin um borð í Óla á Stað
GK, en hann var einn þeirra báta þar sem hrognasöfnunin fór fram á.
Fyrsta kynbóta-
verkefniö vegna
þorskeldis
— borin veröa saman seiöi
frá mismunandi svæöum
Að undanförnu hefur staðið
yfir sýnataka í tengslum við
fyrsta kynbótaverkefnið sem
ráðist er í hérlendis vegna þorsk-
eldis. Það felst í því að samtals
um 200 hrygnur frá þremur
svæðum við landið eru kreistar
um borð í veiðiskipum, hrognin
frjóvguð og þau send til eldis-
stöðvar Hafrannsóknastofnunar
í Grindavík. Tilgangurinn er að
kanna hvort einhver munur sé á
gæðum seiðanna eftir því hvaðan
þau eru upprunnin.
Þetta er samstarfsverkefni Haf-
rannsóknastofnunar og Stofnfisks
og hafa Björn Björnsson fiskifræð-
ingur á Hafró og Vigfús Jóhanns-
son framkvæmdastjóri Stofnfisks
yfirumsjón með því. Hrogn hafa
verið kreist úr spriklandi netafiski,
annars vegar við Tvísker
og úti af Hornafirði og
hins vegar við Meðal-
landsfjörur. Sýnataka
þessi fyrir sunnan land
fór fram í tengslum við
netarallið. Þriðja svæðið
er svo úti fyrir Norður-
landi og þar er fiskurinn
tekinn í dragnót á Geir
ÞH frá Þórshöfn. Hrognin
Hrognum hellt í dós
eftir skolun.
eru send jafnóðum til Grindavíkur
þar sem Agnar Steinarsson sér-
fræðingur á Hafrannsóknastofnun-
inni hefur umsjón með „fóstrun"
þeirra í eldisstöðinni.
Björn Gunnarsson sjávarlíffræð-
ingur, sem stjórnað hefur sýnatök-
unni um borð í bátunum, sagði að
hún hefði tekist mjög vel. ,,Vitað er
að vaxtarskilyrði í sjó eru mismun-
andi milli svæða við landið og við
viljum með þessu verkefni kanna
hvernig lirfurnar bregðast við
stöðluðum aðstæðum sem við get-
um skapa sjálfir í eldisstöðinni.
Þessi tilraun mun taka nokkur ár,
en eftir næsta haust verður ef til
vill hægt að sjá hvort einhver mun-
ur sé á seiðunum eftir því hvaðan
þau eru komin," sagði Björn í sam-
tali við Fiskifréttir.