Fiskifréttir - 02.05.2003, Page 16
FRETTIR
16. tbl. föstud. 2. maí 2003
Auglýsingar
511 6623
Kaupendur grásleppuhrogna tilkynna
verölækkun á söltuðum hrognum:
LS hvetur veiðimenn
til að taka upp netin
— ef lækkuninni er haldið til streitu
„Grásleppuveiðimenn hafa
verið að fá bréf frá kaupendum
þar sem tilkynnt er að verðið fyr-
ir tunnuna af söltuðum hrognum
hafi verið lækkað úr 70.000
krónum í 60.000 krónur. Við
munum hvetja veiðimenn til þess
að standa fast á upprunalegu
verði en taka upp netin að öðrum
kosti,“ sagði Örn Pálsson fram-
kvæmdastjóri Landssambands
smábátaeigenda í samtali við
Fiskifréttir.
Öm kvaðst hafa fregnir af því að
kavíarframleiðendur víðar á landinu
hefðu tilkynnt veiðimönnum um sams
konar verðlækkun og áður var getið
um. Sú skýring væri gefin á verðlækk-
uninni að hægt væri að fá söltuð grá-
sleppuhrogn erlendis frá, þ.e. frá Nor-
egi og Grænlandi, á lægra verði en
hérlendis. Öm sagðist draga í efa að
Smábátasjómenn
Hjá okkur fáið þið flestar rekstrarvörur fyrir
smábátaútgerð. Allar nánari upplýsingar í
þjónustuveri ESSO síma 560 3400.
verðlagning á hrognum erlendis gæfi
tilefni til verðlækkunar hérlendis.
Ellert Kristinsson framkvæmda-
stjóri hjá Sigurði Agústssyni ehf. í
Stykkishólmi sagði í samtali við
Fiskifréttir að verðlækkunin á söltuð-
um grásleppuhrognum væri til komin
vegna aukins framboðs á hrognum
hér heima auk þess sem kavíarfram-
leiðendum byðust hrogn á lægra
verði erlendis frá. Að auki væri veiði
við Kanada ekki hafin og ylli það
óvissu. „Við kaupum hrognin innan-
lands og okkur hafa verið boðin
hrogn á 60.000 krónur fyrir tunnuna.
Það segir sig sjálft að samkeppnis-
staða okkar yrði vonlaus ef við fylgd-
um ekki þróuninni eftir og sætum
uppi með dýrari hrogn en aðrir munu
framleiða úr. I fyrra þróuðust málin á
hinn veginn, verðið væri lægra í upp-
hati en hækkaði eftir því sem leið á
vertíðina enda gekk veiðin illa. Þetta
er því ávallt spurning um framboð og
eftirspum,“ sagði Ellert.
Betri yfirsýn - Kynntu þér nýja
Quantifier pælikerfið
PH (RSW) 1 i i J
ini Oásalisi.'.H3
Stöðugar upplýsingar
til þín frá öllum tönkum
Pælikerfið frá HEX Tækni hefur verið endurbætt það mikið
að víð getum talað um alveg nýtt kerfi. Vegna þess höfum við
gefið því nafnið Quantifier. Nýja Pælikerfið mælir með mikilli
nákvæmni vökvahæð í tönkum með veltustillingu sem gefur
upp meðaltals- og augnablikshæð sem er birt í skjámyndakerfi.
Meðal möguleika sem kerfið getur gefið þér eru:
• Aðvörun í opnum rýmum.
• Hæð og magn, einnig í RSW tönkum.
• Djúprista skips.
• Skráning mælinga - rekjanleiki.
• Hitastig í tönkum.
• Stillanlegar aðvaranir.
• Viðvörun á há- og lágmarki í tanki.
• Vökvahæð í opnum rýmum.
Hafðu strax samband við HEX Tækni og fáðu að vita meira
um þetta einstaka kerfi - Fyrir þitt skip.
HEX<®> TÆKNI
HEX Tækni ehf. - 600 Akureyri - Sími 461 4242 & 863 2666
Ryðfríar vörur frá viðurkenndum
framleiðendum, sem standast
kröfur i matvælaiðnaði
5
0691
110000
!»•••••••••<
>••••••••••
«•••••••••'
•••••••••••
••••••••••<
»••••••••••
- - n # • •
Ryðfrír vélbúnaður til sjós og lands
@ tellureRöta
Ryðfríar og
tæringarvarðar
legur og leguhús
Ryðfrí vagnhjól
Ryðfríar dælur
Ryðfríar og
tæringarvarðar
keðjur og tannhjól
Veitum tæknilega ráðgjöf við val á legum, drifbúnaði og rafbúnaði
Þekking Reynsla Þjónusta
» FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík
Sími: 540 7000 • Fax: 540 7001
■ Það borgar sig að nota það besta