Þjálfi - 24.09.1932, Page 1

Þjálfi - 24.09.1932, Page 1
» Þ J Á L FI« Laugardaginn 24. september 1932. EflÍð íprÓttÍr. S3S3£3S3S3S3g3£3S38383g3g3S3S3S3M83g3£3S3g3g3SSS383£3S3S3£3g3S3S3 Þessi hvatningarorð sjást víða nú á dögum og hafa sjáanlega haft allmikil áhrif meðal þjóðar- innar, einkum nú á síðustu árum. Þessi fevatningarorð hafa einnig heyrst í þessu bygðarlagi og áhrifm orðið nokkur. Hraust sál í hraustum líkama, er alment talið mjög æskilegt og ákjósanlegt takmark, en fljótt kemur það í ljós að það er hæg- ara sagt en gert að ná því tak- marki. Hverjar eru hindranirnar? Frá íþróttamannanna sjónar- miði, eru þær helztu þessar, skiln- ingsleysi eldri kynslóðarinnar, skortur á skilyrðum til íþrótta- iðkana og áhugaleysi þess hluta yngri kynslóðarinnar, sem láta sér íþróttaiðkanir engu skifta. Alt hefir þetta við nokkur rök að styðjast, en þó að eins að nokkru leyti. Það sem meðal íþróttamanna er kallað ,skilningsleysi eldri kynslóðarinnar“, er oft sprottið af hinni hörðu lífsbaráttu, sem allur fjöldinn á við áð búa, kröf- ur nútímans eru orðnar svo mikl- ar og margvíslegar, að það vinst enginn tími til annara áhuga- mála, og samkeppnin er orðin svo hörð, að ekkert tækifæri má láta ónotað til þess að afla sér brauðs, því ávalt er annar reiðu- búinn að hlaupa í skarðið. Skilyrðisskortinn verða íþrótta- mennirnir sjálfir að ráða bót á, er hægt að komast langt í því efni, með því að sýna óþrjótandi dugnað og einlægan áhuga. íþróttamenn geta verið þess fullvissir, að hvorki bæjarfélagið sem heild, né ráðandi menn inn- an þess, eru ekki íþróttamálum fjandsamlegir, séu þau rekin af viti og einlægum áhuga. En því er ver og miður, að oft hefir það viljað brenna við, að í því efni hefir allmikið ávantað. Hvaða virðingu er hægt að hafa fyrir því félagi, sem setur skautaíþróttina á sína stefnuskrá, en aðalafköstin eru að halda eitt ball á vetri og nokkur spilakvöld? Hvaða áhuga sýnir það íþrótta- félag, sem hefir 100 — 200 með- limi, en að eins 10 — 20 borga árstillag sitt, sem þó er mjög lágt? — Og svona mætti lengi telja. — „'pjálfjur Utiskemtun heldur Knattspyrnufjelagið,, Þjálfi" í Víðistöðum sunnud. 25. þ. m., og hefst hún kl. 2\ e. h. TIL SKEMTUNAR: 1. Skemtunin sett af formanni félagsins. 2. Hornaflokkur spilar. 3. Ræða: Doktor Guðferandur Jónsson. 4. Hornaflokkur spilar. 5. Fimieikasýning kvenna: Flokkur úr „Þjálfa* undir stjórn Hallsteins Hinrikssonar. 6. Hornaflokkur spilar. 7. Handknattleikur milli „Þjálfa“ og „Hauka“. Spennandi keppni. 8. Hornaflokkur spilar. 9. Reiptog: Suður- og Vesturbyggjar. 10. Dans á skrautlýstumpalli.Tveirþektirharmonikusnillingar spila. Kl. 2 e. h. lelkur hornaflokkur nokkur lög fyrir framan hús Jóns Mathíesens, þaðan verður gengið í skrúðgöngu á skemtistaðinn. Skotbakki. Yeitingar á staðnum. Merki að skemtuninni verða seld á götunum og við innganginp og kosta 1 krónu fyrir fullorðna og 50 aura fyrir börn. Hafnfirdingarl Fjölmennið á síðustu og bestu útiskemtun ársins, og styrkið þar með starfsemi hafnfirskra iþróttamanna og kvenna. Vér heitum á liðsinni Hafnfirðinga. — Með iþróttakveðju. 83 Stjórnin. 1 S3S3S3S3S3S3S3S3S3S3S3S3S3S3S3S3HBS3S3S3S3S3S3S3S3S3S3S3S3S3S3S3S3 Mörgum af yngri kynslóðinni líkar ekki slíkt háttalag og vilja því ekki vera með í félagsskapn- um. Þeir fá ekki séð að hvorki nein hollusta né siðbætandi áhrif fáist innan slíkra félaga, og þess vegna verða þeir að standa fyrir utan. Ég er sannfærður um að hindr- anirnar fyrir vexti og viðgangi jafn göfugs og góðs málefnis eins og hollar og góðar íþróttir eru, liggja aðallega í framferði og breytni íþróttamannanna sjálfra Þó að ég hafi sjálfur ekki tekið mikinn þátt í íþróttalífi bæjarins, þá eru mér samt ljósar ýmsar misfellur sem átt hafa sér stað meðal þeirra, sem fyrir íþróttum beita sér, en sem þurfa að út- rýmast, áður en góðs árangurs og almennrar velvildar er að vænta. — Ég set hér að endingu 10boð* orð fyrir íþróttamenn til að breyta eftir; síðar má svo bæta fleirum við; þvi að listi þessi er alls ekki tæmandi, en allmikils ár- angurs má væntay séu þessi boð- orð vel haldin: Eins og að undanförnu kaupa hinir vandlátu kjöt, slátur, mör, svið, ristla, hjörtu og lifur hjá Jóni Aathíesen. Símar: 101 & 201.

x

Þjálfi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjálfi
https://timarit.is/publication/1600

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.