Sjómannafélag Reykjavíkur 20 ára - 23.10.1935, Page 7

Sjómannafélag Reykjavíkur 20 ára - 23.10.1935, Page 7
ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 Hvíldartímalögin og baráttan fyrir peim. Þegar togarar voru fyrst keyptir hér til lands, þá var flest sniðið eftir því, sem var á enskum togurum. Var því alls ekki um neinn reglulegan svefn- tíma að ræða meðan verið var á fiskveiðum. Það var því mörg stundin lengi að líða, bæði köld og erfið. Við skulum bara hugsa okkur, þegar lagt var út í veiði- ferð, hvílík gleðihugsun það hefir verið sjómönnunum, að vita það, að um leið og veiðarn- ar byrjuðu, og þar til búið var að fylla skipið, að fá ekki að hvíla sig nema rétt stund og stund eða máske ekkert. Það hefir líka margur undr- ast yfir því, hvað sjómenn gátu mikið afborið að þessu leyti. Skútunar voru þá sem óðast að ganga úr sér, en létu eftir hið mesta mannval, sem keptist um að komast á þessi nýtízku fiski- skip, enda var öll aðbúð miklu betri á þeim, en þekst hafði hér á fiskiskipum. Það þótti heldur ekki svo lítið varið í að sigla til Englands í alla þá dýrð og gleði, sem þar var að sjá og heyra. En þeir fundu brátt, að þessar ótakmörkuðu vökur voru hreint og beint óþolandi. Það væri engin leið fyrir menn að afbera slíkt, ef þetta yrði þeirra aðal atvinna og æfistarf. Það sýndi sig líka fljótt, að togar- arnir yrðu aðal fiskiskipin. Það mundi því falla í þeirra hlut, að ala upp sjómannastéttina. Þetta gæti þvi ekki kallast atvinnu- grein, ef ungir sem gamlir gætu ekki aðstaðið þetta eins og ver- ið hafði á skútunum. Þótt óánægja væri mikil hjá sjó- mönnum, þá var þó ekkert að- hafst til þess að rétta hlut þeirra. Sjómenn voru nú alment farn- ir að sjá það, að svo búið mátti ekki lengur standa, að engin félagsskapur væri til, sem gæti staðið á verði fyrir velferð þeirra að einu og öllu leyti. 23. október 1915 var svo stofnað Hásetafélag Reykjavík- ur. Það var gaman að vera í Bárunni það kveld. Þessi stóri salur, sem svo þótti í þá daga, var þéttskipaður af hraustum og framsæknum sjómönnum, sem ætluðu að sýna í verki, hvað félagsskapur þeirra gæti áorkað, þótt við ofurefli og afturhald væri að etja. Pélagið var ekki nema nokkra mánaða gamalt, þegar það lagði út í fyrstu baráttuna, sem var um kaupkröfu. Var þá fljótt séð af framkomu útgerðar- manna í því máli og undirtekt- um þeirra um ákveðinn hvíldar- tíma að þetta mundi aldrei geta orðið samningsatriði milli þeirra ið þeim mönnum að þakka vel- gengni sína í fjármálum, og traust manna á félagsskapnum. Margir áhugamenn hafa lagt á sig fórnfúst starf, öll þessi ár, í þágu f élagsins. Sumir þeirra eru horfnir úr tölu lifenda og marg- ir þeirra fyrir skeytum Ægis. Aðrir hafa dregið sig í hlé frá störfum, sumpart fyrir aldurs sakir, eða snúið sér að öðrum verkefnum. En það sem mestu veldur um í þróun félagsins, er skilningur félagsmannanna á nauðsyn samtakanna og eflingu þeirra. Engir hafa betur sýnt það en sjómennimir, að þeir eru ó- trauðir að leggja til orustu við atvinnurekendur, þegar kosti þeirra er þrengt, eða ef á þá er ráðist. Engin stétt hefir oftar barist hér á landi og engin stétt hefir sýnt jafn mikla þrautseigju þegar út í deilu var komið. Félagsleg þjálfun með- al þeirra er meiri en hjá öðrum verkalýðsstéttum enn sem kom- ið er. Alt þetta og margt fleira hefir gert Sjómaxmafélagið að því veldi sem það er nú í ís- lenzku þjóðlífi. Að síðustu má geta þess, að félagið hefir notið margskonar velvilja hjá þeim, sem utan við það standa. Hér í bænum má glögt finna hyersu mikil ítök sjómannastéttin á í hugum fjölda borgara. Samúðin með henni þegar deilur hafa verið háðar, hafa í fyrsta lagi aukið hjá sjómönnum sigurvissu, og samúðin hefir flýtt fyrir sigrun- um. En stærsta vopnið, sem fé- lagið hefir notið, er Alþýðublaðið. Án þess hefði ekki verið hægt að horfa yfir farinn veg með þeim árangri er náðst hefir. Þökk sé öllum lífs og liðnum er stutt hafa málefni félagsins og aukið hróður, velgengni og menningu íslenzku sjómanna- stéttarinnar í síðastliðin 20 ár. Sigurjón Á. Óiafsson. og sjómannanna. Var því ekki um annað að gera en leita til löggjafarvaldsins í þessu efni. Árið 1919 átti í fyrsta sinn sæti á Alþingi fulltrúi fyrir al- þýðuna í Reykjavík, Jörundur Brynjólfsson, og flutti hann þá frumvarp til laga á Alþingi, um hvíldartíma á togurum. Frum- varpið mætti hinni hörðustu mótstöðu á þinginu og var felt í neðri deild með 14 akv. gegn 11 atkv. Þar með var það staðfest, sem n.argur hélt fram, að meiri hluta Alþingis vantaði allan skilning og vilja á því, að sjá hvílík nauðsyn þetta var fyrir sjómannastéttina. Hefði þó mátt vænta þess, að litið væri í fullri vinsemd til hennar að þessu leyti. Eins var það augljóst mál, að með þessari ráðstöfun mundi meira aflast og að betur yrði að aflanum unnið, eins og líka síðar hefir komið á daginn, og var það út af fyrir sig ekki svo lítið atriði, þar sem um harðsnúna samkeppni í markaðslöndunum var að ræða og alt af kvartað yfir því, að togarafiskur væri mun verri, en sá, sem önnur skip veiddu. S jómenn voru nógu lengi bún- ir að reyna þær hörmungar og kvalir, sem hið ótakmarkaða svefnleysi hafði í för með sér. Heimsstyrjöldin var nýaf- staðin og höfðu þeir lagt alt í sölurnar til að duga landi sínu sem bezt og mistu sumir lífið, en aðrir fengu hina mestu hrakninga. Það er áreiðanlegt, að sjómenn hafa oft á þeim tíma kvatt heimili sín og fóst- urjörð í fullum efa um það, hvort þeim auðnaðist að koma heim aftur, enda var full ástæða til þess á þeim hörmungarár- um ,sem þá gengu yfir. Það hefir víst margur horft svo lengi, sem hann gat, þegar síð- asti fjallstmdurinn eða vitinn var að síga í sjó, en framund- an var hið mikla Atlantshaf og þegar fór að nálgast brezku ströndina, var þar enginn viti, sem logaði. Alt fult af morðvél- um, sem leyndust í hafinu og gátu á hvaða stund sem var bundið enda á alt, á einu augna- bliki. Þetta gat meiri hluti neðri deildar ekki tekið til greina. Fyrir henni vakti aðeins þetta, að vera á móti öllu því, sem til gæfu og gengis mætti verða fyrir sjómennina, en láta þá lúta í einu og öllu vilja útgerð- armannanna. Það hefir þó oft sýnt sig í gegnum aldimar, að drengileg og góð framkoma hjá liðsmönnunum hefir oft verið goldin að maklegleikum, þótt hér væri öðru til að dreifa hjá háttvirtu Alþingi. Má í því sam- bandi benda á eitt atvik, sem kom fyrir á Sturlungaöld, þeg- ar Þórður kakali barðist við Kolbein unga á Húnaflóa 1244. Þórður varð að flýja úr orust- imni og tók land á Árnesi á Ströndum. Hann kallaði saman liðsmenn sína og spurði þá, hvað mönnum þætti vænlegast til undankomu. Þeir, sem skipin áttu vildu ekki yfirgefa pau, en hinir vildu fara landleiðina tii Vestfjarða. Þegar Þórður sá, að sitt vildi hvor, þá kvað hann sjálfur upp úrskurð með þessum skörulegu orðum. Sturlunga segir svo frá: „og eigi vil ek nú því launa yðr, at leiða yðr nú enn á nýjaa leik í háskann fyrir mínar sakir, því at meira þykki mér verðr einn góðr drengr en allir þesak skiptötrar“. Þetta er álit eins hins mest» og bezta fyrirliða, sem uppi var á Sturlungaöld, enda kunni hann ef til vill manna bezt að meta manngildið. Þórður og liðsmenn hans yfir- gáfu skipin og ofurseldu þau tortímingunni, en hér höfðu sjómenn ekki farið fram á ann- að við Alþingi, en það, að sett yrðu lög, sem trygðu þeim rétt- látan hvíldartíma. 1921 kom málið aftur fyrir Alþingi og var Jón Baldvinsson þá komin á þing og var nú flutningsmaður þess. Var nú sótt og varist af miklu kappi. Sýndu andstæðingar málinu enn hina mestu óvild. Jón Baldvins- son hafði með svo skýrum rök- um haldið á málinu að ýmsir frjálslyndir menn í neðri deild, svo sem: Þorleifur Guðmunds- son, Sveiim x Firði og Magnús Kristjánsson veittu honum á- gætan stuðning, enda þektu þessir rnexrn, af eigin reynslu, kjör og aðbúnað sjómanna. 11. maí kom málið svo fyrir deildina í síðasta sinn. Margir biðu úrslitanna með mikilli eft- irvæntingu, þar sem varla mátti á milli sjá hvort málið hefðist í gegn, en svo fóru leikar, að frumvarpið var samþykt með 14 atkv. gegn 11, með þeim breytingum, að í stað 8 tíma, sem voru í frumvarpinu, komu 6 tímar. Það var eikki lítill fögnuður meðal sjómanna þegar úrslit málsins urðu kunn, þrátt fyrir það þó 2 tíma vantaði upp á þeirm upphaflegu kröfu. En það þótt- ust flestir vita, að það yrði eikki nema stundarbið þar til siguiinn yrði fulkomnaður. 1927 var kosinn á þing formað-

x

Sjómannafélag Reykjavíkur 20 ára

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannafélag Reykjavíkur 20 ára
https://timarit.is/publication/1607

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.