Norræni dagurinn - 27.10.1936, Síða 3
NORRÆNI DAGURINN
3
Korræn kynning.
Norræn samvinna er hafin og er
Norræna félegið brautryðjandinn.
Þessi hreyfing er merk, kölluð
fram af innri þörf og reist á sterk-
um menningararfi.
Að vísu er það svo, að nútíma-
manninum verður það, að líta tor-
tryggnisaugum á samninga og
samvinnu milli þjóða. Allt slíkt
virðist hégómamál nú á dögum,
dögum undirferlis, eiðrofa og
bræðravíga. En það á ekki við um
Norðurlönd. Þar er sennilega and-
leg menning dýpst grópuð, og
virðingin mest fyrir einstaklings-
frelsi og náungans rétti. Og sú til-
finning verður sterkari með degi
hverjum, að þessari litlu fjöl-
skyldu í þjóðahafinu beri að
vinna saman og standa saman til
sóknar og varnar.
Eitt af því, sem Norræna félag-
ið fæst við til aukinnar samvinnu
Norðurlanda, eru námsferðir og
skólamót. Það hefir orðið mikill
siður hin síðustu ár og er þó í
byrjun. En það er ein hin hollasta
leið til aukinnar kynningar og
vaxandi skilnings.
Auðvitað munum við íslending-
ar alltaf eiga örðugt með fjöl-
mennar námsferðir vegna kostn-
aðar við langt ferðalag, en þó hef-
ir Norræna félaginu tekizt að
lækka svo allan kostnað slíkra hóp-
ferða, að furðu gegnir. Þó mun
það gera betur er því eykst mátt-
ur með tíð og tíma. Og það er al-
veg víst, að íslenzk æska hefir
gott af að kynnast frændliðinu á
Norðurlöndum.
Og í raun og veru er henni það
nauðsynlegt. Við erum fá og smá.
Við höfum þeyst áfram hin síðari
ár og tímar viðsjárverðrar bylt-
ingar hafa sópað, eða eru að sópa,
ýmsum dýrmætum verðmætum í
gleymskunnar og kæruleysisins
haf. Slíkir tímar eru háskalegir
hverri þjóð, en þeir eru löngu
gengnir yfir Norðurlönd og þjóðir
þær hafa bjargað sínum verðmæt-
um úr þeim eldsofni og eru nú í
dag þróttmiklar greinar á sterk-
um stofni. íslenzk æska myndi því
komast í kynni við frændur og
jafnaldra, sem skilja betur en hún
dýrmæti þess menningararfs, er
bjarga ber og varðveita. Hún
myndi komast í kynni við þrótt-
arhiminn yfir allt líf jarðar smátt
og stórt og gerir engan mannamun.
I dag eru allar sex Norðurlanda-
þjóðirnar sameinaðar í hug og
hjarta án tillits til stjórnmála-
skoðana, landamæra, stjórnarfars
o. fl. í innilegri samúð og djúpum
skilningi á nauðsyn og blessun
þessarar samvinnu útmást öll
aukaatriði og smámunir. í þessari
samúð og skilningi erum vér
sterkir og ósigrandi. Án þess að-
eins hjáróma holtaþokuvæl á
norðurhjara heims, sem enginn
tekur tillit til. — Vér verðum í
þessu sem öðru að sýna trú vora
í verkunum. Ganga á undan með
góðu fyrirdæmi. Vera hafnsögu-
menn heimsins! Helgi Valtýsson.
mikið íþróttalíf, fjallgöngur og
hverskonar útilíf og störf, og hún
myndi kynnast öflugum félags-
skap æskunnar þar, til hverskonar
framsóknar og dáða. Þess vegna
hefir íslenzk æska gott af að
kynnast þessum frændum sínum,
og það er trúa mín, að Norræna
félagið muni gera stórvirki á
næstu árum í þá . átt, að gera
henni þetta mögulegt. Því er það,
að við fögnum Norrænum degi og
aukinni norrænni samvinnu. Og
við óskum þess af alhug, að Nor-
ræna félagið megi lifa og dafna
sem bezt og koma sem mestu af
ætlunarverki sínu í framkvæmd á
næstu árum. Það er nú, og á þó
enn betur að verða, voldugur nor-
rænn fáni, er við skulum, sem
flest, fylkja okkur undir.
Snorri Sigjússon.
Norræn samvinna.
Samband milli norrænu þjóð-
anna hefir ekki gefizt vel hingað
til, og við því var ekki að búast.
Einstakar þjóðir, mest hefir borið
á Danmörku og Svíþjóð, vildu
sölsa undir sig öll umráð og af-
skipti yfir hinum „minni“ bræðr-
um. Hagsmunir einstaklinga eða
stétta áttu að hafa mest gagn af
sambandinu. Þessir ókostir leystu
upp Kalmarsambandið og „union'*
Noregs og Svíþjóðar. Svipaða leið
fóru tilraunir til Skandinavisma
19. aldarinnar, og þó átti hug-
sjónagrautur að vera ein aðalstoð
þessa fyrirhugaða sambands.
Einnig eyddi tortryggni öllum'
möguleikum til frekari samstarfs.
Á síðustu krepputímum hafa
komið fram sterkar raddir, sem
hvatt hafa íbúa Norðurlanda til
nánara sambands og samvinnu.
Þessi ríki eru nú einu sinni nokk-
uð sérstæð meðal annarra heims-
velda. Sameiginlegu tengslin eru
svo mörg, en hinsvegar hafa við-
burðir síðustu ára læknað sumar
smáþjóðir af stórveldakvilla. Sam-
vinna ætti að geta tekizt á mörg-
um sviðum, með miklu betri á-
rangri en áður. Sú samvinna verð-
ur að ná lengra en til sameigin-
legrar þátttöku í sumbli og skála-
ræðum.
Hvað hefir norræn samvinna að
segja fyrir ísland? Fyrst og fremst
eru möguleikar fyrir meiri og hag-
kvæmari verzlunarviðskipti milli
þjóðanna, enda ættu þessar
bræðraþjóðir að verða viðskipta-
leg eining og beita innilokunar-
stefnu viðskiptalífsins sem minnst
gagnvart hver annarri. Það myndi
gera Norðurlönd öflugri út á við,
viðskiptalega að minnsta kosti.
I öðru lagi getum vér íslending-
ar lært margt af frændþjóðum
vorum, bæði í atvinnumálum og
andlegum efnum. Ýmsir atvinnu-
vegir vorir eru á því stigi, að
nauðsynlegt er að færa sér í nyt
þekkingu og reynslu annarra
þjóða, og þá ekki hvað minnst
Norðurlandaþjóðanna, til þess að
geta eflt þá og bætt, eftir kröfum
nútímatækninnar. í verzlunar-
sem viðskiptalífi getum vér lært
af þeim, miklu meir en raun er
orðin á. Nægir í því efni að benda
á samvinnufélagsskap Svíanna. Þá
þurfa margir að fara til útlanda til
þess að fullnuma sig í fræðigrein-
um og öðru því, sem engin kostur
er á að geta lokið við hér heima.
Norðurlönd eru oss efalaust lang-
heppilegasti staðurinn til þessara
hluta, enda er vísindaleg þekking
og nákvæmni þar á mjög háu
stigi. Og yfirleitt er íslendingum
tekið með mestu alúð, hvar sem
þeir koma á norræna grund. Þetta
er mín reynsla, og fleiri munu
geta tekið undir.
Það væri leitt, ef á okkur stæði,
þegar út er rétt höndin og bræðra-
þjóðirnar bjóða okkur samvinnu á
jafnréttisgrundvelli. Það hefði áð-
ur fyrr þótt merkileg tíðindi. Ekki
höfum vér verið upphafsmenn
þessara nýju tilrauna. En vér
þurfum margt að læra, af því að
margt þarf að starfa, áður en vel
er að verið. Og fyrir öll löndin
sem heild yrðu aukin viðskipti,
andleg sem veraldleg, til mikils
stuðnings á þessum erfiðu og ó-
vissu tímum.
Hugsjónir eru þó ekki nægileg
undirstaða aukinnar samvinnu.
Hagsmunir þjóðanna einir saman,
ekki heldur. Ef allt á vel að fara,
verða þetta að vera bæði hugsjóna
og hagsmunasamtök. Eitt er of
veikt, tvennt er gott, en hið þriðja
gefst ekki. Geir Jónasson.
Norræn sambúð.
Atburðir síðustu ára virðast
benda til þess, að á Norðurlönd-
um eigi lýðræði og lýðmenning
eitt hið traustasta vígi. Vafalaust
verður á næstunni hafin sókn,
efnisleg eða andleg, á þetta vígi
af féndum þessara hugsjóna. Þá
verða norrænar þjóðir að standa
saman sem einn maður og verjast
hinni sameiginlegu hættu. Það
ætti og að takast, ef þjóðirnar
skilja í tæka tíð sinn vitjunar-
tíma. Hver hinna norrænu þjóða
á að vísu sína eigin sögu, en þær
sögur allar eru tengdar blóðbönd-
um sameiginlegs uppruna, máls
og menningar og slúngnar rauð-
um þráðum nálægðar og frænd-
semi. Ætti oss því að reynast til-
tölulega auðvelt að gæta í félagi
skyldra hagsmuna og hugsjóna.
Það er sjálfsagt erfitt að skýra
sæmilega þjóðerniskennd hinna
ólíku þjóða, enda er það ekki á
mínu færi. Þó er vafalaust, að
mjög skiptir þar í tvö horn um
smáþjóðir og stórþjóðir. Þegn
heimsveldis finnur auðveldlega til
máttar síns og samábyrgðar við
stjórnarvöld veraldarinnar og
skilur nauðsyn þjóðar sinnar að
halda velli í deilunni um heims-
yfirráðin. Þjóðerniskennd hans
og ættjarðarást leiðist því auð-
veldlega í öfgar, gerizt ágeng og
herská. Slíkar tilfinningar verða
aftur á móti hlægilegar, ef þær
birtast hjá þegnum smáþjóðanna.
Ættjarðarást þeirra er fyrst og
fremst átthagaást og þjóðernis-
kennd þeirra fyrst og fremst ætt-
rækni. Hún er því góðrar ættar í
sjálfri sér, en öfgar hennar birt-
ast auðveldlega í þröngsýni og
smásálarskap. Smáþegninum hætt-
ir til — ef þjóðerniskennd hans
annars er sterk — að meta sitt
eigið um of, en vanmeta það, sem
ókunnugt er og erlent. Hann
hyggur það eitt skipta máli, sem
gerist innan hans eigin takmark-
aða sjóndeildarhrings, og gleymir
því, að veröldin er víðari en hola
moldvörpunnar. Sá sjálfbirgings-
háttur, sem af þessu sprettur, er
bæði óskemmtilegur og skaðvænn.
Norrænar þjóðir standa að því
leyti vel að vígi að verjast þess-
háttar öfgum, að þær geta flutzt
land úr landi, án þess að verða
þess verulega varar að nú hafi
þær ekki lengur jörð feðra sinna
undir fótum. Norrænn maður er
raunar hvergi alger útlendingur,
hvar sem hann fer á Norðurlönd-
um. Þjóðirnar eru hver annari ó-
líkar, en þó náskyldar. Svo er og
um sögu þeirra, mál og menningu.
Aukið samstarf þeirra er því auk-
in vörn gegn þröngsýni og sjálf-
birgingshætti heimalningsins, án
þess þó að valda of hættulegum
mökum við landvinningahug og
drottnunargirni stórþjóðanna.
Vorir tímar eru tímar sambanda
og bandalaga. Vér íslendingar er-
um smáþjóð og þurfum vissulega
•á samstarfi við aðrar þjóðir að
halda, til þess að spjara oss bæði
efnalega og andlega. Oss er eng-
anveginn í kot vísað, þar sem um
er að ræða nánari sambúð við
frændur vora á Norðurlöndum.
Þar búa nú merkar menningar-
þjóðir. Hvert spor í áttina til
þeirra er heillaspor.
Jóhann Frímann.
Útvarpað og endurvarpað
verður um öll Norðurlönd í dag
svo sem hér segir:
Ejtir hádegi:
Kl. 17.30 Stutt ávörp flutt af kon-
ungum íslands og Dan-
merkur, Noregs og Sví-
þjóðar og ríkisforseta
Finnlands.
— 18.00 Fyrirlestur frá Reykjavík,
prófessor Haakon Shetelig
frá Bergen.
— 20.30 Norræna félagið í Reykja-
vík; ræður, söngur og við-
töl. Ræðumenn: Hermann
Jónasson forsætisráðherra,
St. Jóh. Stefánsson alþm.,
og Guðlaugur Rósinkranz,
ritari Norræna félagsins í
Reykjavík.
— 21.00 Útvarp frá samsæti Nor-
ræna félaginu í Rvík.