Norræni dagurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Norræni dagurinn - 27.10.1936, Qupperneq 4

Norræni dagurinn - 27.10.1936, Qupperneq 4
4 NORRÆNI DAGURINN Norræn samvinna, í þeim skiln- ingi, sem vér nú leggjum í það orð, er tiltölulega mjög ung. Á ár- unum 1880—90 var allmikið rætt og ritað um norræna samvinnu meðal stúdenta og yngri mennta- manna á Norðurlöndum. Hefir hreyfing þessi síðan verið kölluð Stúdentaskandinavismi. — Varð henni lítið ágengt, og féll hún nið- ur eftir fá ár, en nokkur ljóð lifðu til minningar um hreyfinguna. í byrjun heimsófriðarins vaknaði á ný áhugi á auknu samstarfi Norð- urlandaþjóðanna og margvísleg samvinna hófst. Upphaf hinnar „praktisku“ sam- vinnu Norðurlandaþjóðanna má því telja hina sameiginlegu hlut- leysistilkynningu til ófriðarland- anna í nóvember 1914 og „þriggja konungamótið11 í Málmey, í des- ember sama ár. Áhugi stjórnmála- mannanna og annara leiðandi manna óx nú. Byrjað var að ræða um stofnun félags, sem hefði þá stefnuskrá að auka samvinnu og samhug Norðurlanda þjóðanna. Helztu forgöngumenn, fyrir stofn- un slíks félagsskapar voru, meðal annars, frá Svíþjóð: C. Carleson. fyrrv. ráðherra, og prófessor Hec- kscher; frá Danmörku: Neergaard, fyrrv. forsætisráðherra, og prófes- sor Friis; en frá Noregi: J. L. Mo- winckel, fyrrv. forsætisráðherra, Fridtjof Nansen og Halvdan Koht, utanríkisráðherra. Um veturinn 1919 voru félögin „Norden“ („Nor- rænu félögin“) stofnuð í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. Árið 1922 var fyrir forgöngu Matthías- ar Þórðarsonar fornminjav. pró- fessor Paasches í Oslo og Sveins Björnssonar sendiherra, slíkt fé- lag stofnað á íslandi. Það hætti þó störfum eftir þrjú ár, en var endurreist 1931. í Finnlandi var deild Norræna félagsins stofnuð 1924. Tilgangur Norræna félagsins er að efla vináttu, samúð og sam- vinnu milli Norðurlandaþjóðanna um hverskonar fjárhags- og menn- ingarmál. Þessum tilgangi hyggst félagið að ná með margháttaðri kynningar- og fræðslustarfsemi. Félögin hafa til skiptis mót eða námskeið fyrir skólafólk, stúdenta, kennara, blaðámenn, bóksala, bókaútgefendur, verkfræðinga, verzlunarmenn, bændur, verka- menn o. fl., efna til ferðalaga um Norðurlönd fyrir skólafólk, hafa látið búa til skuggamynda-„seri- ur“ frá öllum Norðurlöndum, og sent þær til fjölda skóla. Þá gang- ast félögin fyrir fyrirlestrum, rit- höfundaheimsóknum og gefa út mjög vandað ársrit. Loks hafa þau látið endurskoða sögukennslubæk- ur allra Norðurlanda, gengist fyr- ii stofnun viðskiptamálanefndar o. m. fl. Nðmskeið, mðt og ferðir. Hver deild Norræna félagsins hefir að jafnaði, á ári hverju, eitt eða fleiri námskeið eða mót. Á námskeiðum þessum flytja ýmsir kunnustu vísindamenn fyrirlestra. -#-#-#-#-#--# ♦ ♦ # # #-#-#-# -#-#- Þátttakendur ræða þar ýms sam- eiginleg áhugamál sín. Jafnframt eru farnar skemmtiferðir og haldnar samkomur til að kynna þátttakendum landið og menningu þess, eins og við verður komið á svo skömmum tíma. Síðastl. sumar var fyrsta námsskeið Norræna félagsins haldið á íslandi. Var það námskeið fyrir stúdenta er lesa norræn fræði. Námskeiðið var haldið að Laugarvatni. Þekktustu íslenzkir vísindamenn í norrænum fræðum fluttu þar fyrirlestra, og rithöfundar og leikarar lásu app. Farnar voru ferðir til ýmsra merkiiegra staða svo sem að Reykholti, Þingvöllum, Skálholti, Gullfossi og Geysi. Tókst mótið í öllum atriðum mjög vel, og voru þátttakendur sérstaklega ánægð- ir og sögðust aldrei hafa lifað við- burðaríkari og skemmtilegri daga. Þátttakendur voru 35 og þar a£ voiu 27 útlendir stúdentar. Mót sem þessi eiga mjög mikinn þátt í að auka kynningu og vináttu á milli þjóðanna. Þátttakendurnir segja kunningjum sínum frá land- inu og skrifa um það, og kynna þannig landið út á við. Mörg per- sónuleg vináttusambönd, sem myndast hafa á svona mótum, hafa síðan haldizt upp frá því. Námsferðum um Norðurlönd hefir Norræna félagið gengizt fyrir og ferðast börn svo þúsundum skipt- ir á vegum þess um öll Norður- lönd á hverju sumri. Frá íslandi hafa tvær slíkar skólaferðir verið farnar um Noreg og Svíþjóð. Tók- ust ferðir þessar mjög vel og voru ótrúlega ódýrar. Kostuðu um kr. 260.00 á nemanda með ferðalagi til Noregs og Svíþjóðar, og dvöl og gistingu í 26 daga. Afslátt á fargjöldum, bæði milli landa og á járnbrautum, hefir félagið fengið fyrir þátttakendur, oftast um 50%. Þá hefir félagið gengizt fyrir hinum svokölluðu „vikum“ til þess að kynna menningu land- anna og efla samvinnu. Á „vik- um“ þessum hafa þekktir stjórn- mála- eða menntamenn flutt fyr- irlestra um ýms menningarmál. Söng-, tón-, leik- og ritlist hafa verið kynntar og listasýningar haldnar. „íslenzka vikan“, sem haldin var í Stokkhólmi 1932 átti mjög mikinn þátt í að kynna þjóð vora og menningu. í þakklætis- skyni fyrir „íslenzku vikuna“ í Stokkhólmi var svo „sænska vik- an“ haldin í Reykjavík í sumar. Síðan Norræna félagið var stofn- að, hafa um 40 þúsund manns tekið þátt í mótum og námskeið- um þess á öllum Norðurlöndum, auk áheyrenda á „vikunum“, sem áður er getið. Þátttakendur frá íslandi í mót- um og námskeiðum Norræna fé- lagsins hafa verið sem hér segir: í Danmörku ................. 47 í Finnlandi ................. 5 í Noregi ................... 42 í Svíþjóð .................. 77 í skólaferðum til Noregs og Svíþjóðar ................. 62 í söngferð Karlakórs Reykjavíkur ............... 49 Samtals 282 • ■•»•»»»» •-» Má óhætt telja, eftir lauslegum útreikningi, sem gerður hefir ver- ið, að Norræna félagið hafi sparað fyrir þátttakendur þessa, með af- slætti af fargjöldum og ódýrri eða ókeypis dvöl, um 65—70 þúsund krónur. Útgálustaifsemi. Félagið gefur út ársrit, NORDENS KALENDER. Ritið fjallar um ýms merk menn- ingarmál og vinnur með því að kynningu landa og þjóða á Norð- urlöndum. í það rita margir merk- ustu rithöfundar og vísindamenn á Norðurlöndum. Ritið er í alla staði sérstaklega vönduð bók, bæði að efni og ytra frágangi, með fjölda, mjög góðra mynda, enda þykir jafnan viðburður á bókamarkaðinum þegar það kem- ur út. Öll félögin gefa ársritið út í sameiningu og er ritað í það á öllum Norðurlandamálunum. Þá hafa félögin gefið út „Nordens sángbok“, „Islandske smáskrift- er“, „Nordisk Litteraturforteg- nelse“ o. fl. bækur. Loks gefa fé- lögin út Nordisk Tidskrift í sam- vinnu við Letterstedtska Förenin- gen, sem kostar útgáfu þess. Fé- lagsmenn Norræna félagsins fá tímaritið nokkru ódýrara en aðrir kaupendur. Fyriilestrar. Félagið hefir gengizt fyrir all- mörgum fyrirlestrum og fengið fyrirlesara frá hinum Norðurlönd- unum til fyrirlestrahalds. Hér á landi hafa nokkrir slíkir fyrir- lestrar verið fluttir í félaginu. í fyrravetur flutti dr. Guðbrandur Jónsson fyrirlestra um ísland í Norrænu félögunum í Noregi og Svíþjóð, við mjög góða aðsókn. Samstarf við háskólana. Norrænu félögin í Danmörku, Noregi og Svíþjóð kosta sendi- kennara við háskólana í Kaup- mannahöfn, Oslo og Uppsölum, þannig, að hvert félag kostar sendikennarann í sínu landi. Þá hefir félagið gengizt fyrir því, að nefndir hafa verið stofnaðar við háskólana á Norðurlöndum til þess að koma á reglubundnum háskólakennara- og stúdentaskipt- um milli landanna. Enúurskoóun kennslubóka í sögu. Árið 1933 skipaði Norræna fé- lagið nefndir í öllum Norðurlönd- unum til þess að endurskoða sögukennslubækurnar sem kennd- ar eru í skólunum. Nefndirnar voru skipaðar mörgum hinum þekktustu sagnfræðingum á Norð- urlöndum. Sömdu þær skýrslur um störf sín, og sendu hver ann- ari til athugunar. Við endurskoð- un þessa komu margar skekkjur í ljós, sem nú eru, eða verða, leið- réttar í næstu útgáfum bókanna. Er félagið nú að gefa út skýrslur sögunefndanna í bókarformi og svör þeirra við gagnrýninni. Verð- ur þetta merk bók og gagnleg fyr- ir alla þá, sem kenna sögu eða lesa. Barði Guðmundsson þjóð- skjalavörður hefir samið skýrslu íslenzku nefndarinnar. Viðskiplamálanelnd. Um haustið 1934 gekkst Nor- ræna félagið fyrir því, að stjórnir Norðurlandanna skipuðu við- skiptamálanefndir, sem rannsök- uðu skilyrði fyrir auknu samstarfi þessara landa í verzlun og við- skiptum, sín á milli, og einnig um samninga við önnur lönd um við- skipti. Nefndir þessar hafa nokkr- um sinnum komið saman á fundi, til þess að ræða um þessi mál. Allnákvæmar rannsóknir um við- skiptaskilyrði landanna hafa ver- ið gerðar. Ekkert nefndarálit hef- .ir þó ennþá komið fram, en þess mun vera von innan skamms. Kvikmyndir. Félagið er nú að láta útbúa nor- ræna kvikmynd, þar sem verð- ur sinn kaflinn frá hverju landi með fallegúm landslagsmyndum og verða þjóðlög leikin undir. Kvikmynd þessi verður sýnd á bí- óunum á Norræna deginum í ílestum stærri bæjum um öll Norðurlönd. Hvert beint gagn er að pvi að vera i Norræna lélaginu? Félagsmenn fá aðgang að mót- um, námskeiðum, fyrirlestrum og skemmtisamkomum félagsins, mikinn afslátt á fargjöldum, þeg- ar þeir fara á námskeið félagsins, og hið prýðilega ársrit, Nordens Kalender, fyrir kr. 2.00. (Bókin kostar annars kr. 8.00 í bókaverzl- unum). Skólar og félög fá ókeypis Nor- dens Kalender og Nordisk Tids- skrift, 8 hefti á ári, og skugga- mynda-„seríur“, 25 myndir frá hverju landi. Ársgjald fyrir einstaklinga er kr. 5.00 -f- kr. 2.00 fyrir Nordens Kalender. Ársgjald fyrir skóla og félög kr. 25.00. Æfitillag er kr. 100.00. Allir, sem greiða árgjald sitt, geta orðið félagar. Fjárhagur Norrænu félaganna. Norræna félagið í Danmörku hefir höllina Hindsgavl, sem nokkrir áhugasamir og vinveittir félagsmenn keyptu handa því, til afnota fyrir mót og námsskeið. Fjöldi verzlunarfyrirtækja greiða félaginu ársgjöld, frá kr. 100.00 upp í kr. 1000.00. Félagið í Noregi fékk fyrir nokkrum árum 100 þús- und króna gjöf frá J. L. Mowinkel, fyrrv. forsætisráðherra, og hefir árlega miklar tekjur af sjóðnum. Félagið í Svíþjóð fékk einnig fyr- ir nokkrum árum 100 þúsund kr. gjöf frá K. Wallenberg, bankastj. Auk þessa hafa félögin árlega, hvert um sig, um 20 þúsund kr. í tekjur úr ýmsum öðrum sjóðum. Félögin í Finnlandi og á íslandi hafa lítilsháttar styrk frá ríkinu. Stjórn Norrœna félagsins á íslancLi. St. Jóh. Stefánsson, hrm., form. Guðl. Rósinkranz, ritstj., ritari. Jón Eyþórsson, veðurfræðingur. Pálmi Hannesson, rektor. Vilhj. Þ. Gíslason, skólastjóri. íslandsdeild Norræna félagsins á Akureyri. Prentsmiðja Odds Björnssonar,

x

Norræni dagurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræni dagurinn
https://timarit.is/publication/1610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.