Rödd Reykjavíkur - 30.07.1936, Síða 2

Rödd Reykjavíkur - 30.07.1936, Síða 2
2 RÖDD REYKJAVÍKUR Það er ámælisvert, hv,ernig stöðugt fer í vöxt, að verk- stjórar og forstjórar atvinnufyrirtækja nota aðstöðu sína til þess að koma ættingjum sínum og venslamönnum að at- vinnu þeirri, sem þeir eiga yfir að ráða, og bola þeim frá, sem þurfa vinnunnar frekar með og eru máske fult eins hæfir. Þetta gengur nú orðið svo langt, að menn þurfa að vera „frændur einhvers frænda“, verkstjórans eða for- stjóra»s, til þess að geta gert sér von um að fá atvinnu. Tökum til dæmis símann síðan núverandi símamálastjóri tók við, illu heilli, og líkt mun fara um póstvinnuna undir hans stjórn. Sama gildir um bankana alla, Mjólkursam- söluna, Alþýðubrauðgerðina, Sláturfélag Suðurlands o. fl., að skyldleikinn ræður meira um forgang til vinnunnar heldur en hæfileikar og þörf. Og það er algengt, að hjón vinni bæði fyrir háum launum við ýms opinber fyrirtæki. Um einkasöluh ríkisins og skrifstofur þess er það kunnugt, að tryggustu meðmæli þar eru kommúnismi. En ámælisverðast gagnvart borgurum Reykjavíkur er það, hvernig ættaklíkurnar hrifsa til sín bæjarvinnuna meir og meir, vegna afskiftaleysis bæjarstjórnar eða borg- arstjóra. Eg hefi áður bent á það, sem dæmi, hvernig verkstjórinn við höfnina, Þorlákur Ottesen, hefir komið venslafólki sínu að vinnu, og notið til þess meinleysis hafn- arstjóra. Fóstri Þorláks, sem sagt er, að hann eigi að erfa, á tvö íbúðarhús, og er þó stöðugt í vinnu, bróðursonur konu Þorláks, gjaldkeri Dagsbrúnar, sem sagt er, að eigi stóra jörð og talinn vel efnaður einhleypingur, vinnur þar stöðugt, bróðir konu Þorláks komst þar að vinnu, og tengda- sonur Þorláks fór að vinna við höfnina daginn eftir að hann gifti sig. Pólitískir vinir Þorláks virðast ganga þar fyrir vinnu, eða jafnvel ekki aðrir teknir, eins og t. d. bróðir Jóns Axels Péturssonar, sem var fyrsti framkvæmda- stjóri í Kaupfélagi alþýðu. Fánaberi Alþýðuflokksins hef- ir komið sjúpsyni sínum, sem er 15 til 16 ára, þar að vinnu, með fullu karlmannskaupi. Einnið er sérstaklega áber- andi, hvernig vissir bílstjórar hafa haft stöðuga vinnu við höfnina með bíla sína, dag eftir dag og ár eftir ár, með 40 til 50 króna tekjum á dag, en aðrir bílar frá Vörubíla- stöðinni hafa enga vinnu fengið. Mun það ekki valda, að bílstjórarnir eru pólitískir vinir og jábræður Þorláks Otte- sen verkstjóra ? Hafnarstjóri þarf ekki að láta sér detta í hug, að honum séu greiddar tugir þúsunda króna á ári hverju, til þess að hann láti misnota svo vald sitt. Hann er þjónn Reykvíkinga, og hann stækkar ekki við að nugga sér upp við rauða ofbeldið. Þó að eg í þetta sinn hafi sérstaklega gert hafnar- vinnuna að umtalsefni, þá er líkt eða sama um aðra bæj- arvinnu, Gasstöð, Rafstöð, sandnám, grjótnám, gatnagerð og fleira, og mun eg ef til vill koma að því í næstu grein. Allri vinnu, sem bærinn eða fyrirtæki hans hafa ráð á, ætti að vera úthlutað af framfærsluráði, eftir tillögum fátækrafulltrúanna. Þá gæti verið einhver von um að þeir fengju vinnu, sem þurfa hennar helst með, og þá ætti að vera hægt að útiloka ættarklíkurnar úr bæjarvinnunni. Borgarstjórinn er sagður góður maður og friðsamur, og svo mun um aðra bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna, en þeir hafa engan rétt til að sýna meinleysi að því er kemur til málefna bæjarins. Þeir eru kosnir af Sjálfstæðisflokkn- um eða mönnum honum fylgjandi, og fyrir þeim bera þeir ábyrgð. Mönnum þarf að skiljast það, að ekki sé fyrsta skilyrðið að nugga sér upp við rauða ofbeldið, til þess að fá að vinna fyrir uppeldi sínu og sinna; hvítir menn eiga að hafa forgangsrétt til allrar vinnu í bænum. Finni fjöld- inn ekkert sjálfstæði í Sjálfstæðisflokknum, þá verður Reykjavík bráðlega rauðu föntunum að bráð. Þar á að gjalda auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Rauðliðar úti- loka alls staðar hvíta menn frá vinnu; hví ekki að svara þeim í sama tón? Og1 Vinnumiðlunarskrifstofuna og Ráðn- ingarstofu Reykjavíkur á að leggja niður; þær gera bara bölvun. Þeim 12 þúsundum króna, sem þær kosta á ári væri betur varið til hjálpar atvinnulausum fjölskyldu- mönnum. Hannes Jónsson, Ásvallagötu 65. Unglinga- vinnan. Bæjarsjóður og ríkissjóður lögðu nokkurt fé fram í vor til unglingavinnu við Sogsveginn. Mér hafði skilist svo, að vinnan ætti að vera handa þeim, sem þyrftu hennar með, en síður handa þeim unglingum, þar sem framfær- endurnir ættu miklar eignir og hefðu góð laun. Eg sótti um þessa vinnu fyrir son minn, en fékk það svar, að ,,því miður“ gæti hann ekki fengið vinnu vegna þess, að aðrir ættu meiri rétt til hennar. Eg sótti bæði til Vinnumiðlunarskrifstofunnar, svo- kölluðu, og til Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurbæjar, því það getur verið hættulegt að styggja asnana, hvort eem þeir eru hvítir eða rauðir; en árangurinn varð sami hjá báðum. — Nú hefi eg komist að því, að herfileg rangindi hafa verið framin af báðum ráðningarstofunum, svo, að það er næstum hægt að segja, að vinnunni hafi verið hnuplað frá þeim, sem vegna fátæktar þurftu hennar með, handa þeim, sem vel gátu komist af án hjálpar; og leiðinlegast er, að þeir hafa notað þar áhrif sín, sem síst skyldi, stöðu sinnar vegna. Eg vil ekki láta ræna drenginn minn rétti hans, og ,ekki heldur aðra fátæka, sem líkt stendur á fyrir. Því heimta eg, að gerð sé opinberlega grein fyrir ástæðum að- standenda allra drengjanna, og að þeir drengir, sem órétti- lega hafa verið teknir, verði látnir víkja fyrir þeim, sem vinnunnar þurfa með. Hannes Jónsson, Ásvallagötu 65. Þrír kiðlingar. Það skeði inni í Kringlumýri í vor, sem mun fágætt, að geit fæddi þrjá kiðlinga, og lifðu þeir allir og þrífast vel. Eigandi geitarinnar er fátækur verkamaður. Hann hefir reynt að halda þessu happi sínu leyndu, vegna þess, að, hann er á nálum um, að mjólkursölunefndin muni láta setja á hann nýjan skatt með bráðabirgðalögum, ef hún fréttir af þessu.

x

Rödd Reykjavíkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rödd Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/1621

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.