Rödd Reykjavíkur - 30.07.1936, Side 4
4
RÖDD REYKJAVÍKUR
þor og getu til að frelsa verslunina úr klóm þeirra rauðu
einokunarfanta, sem nú liggja eins og mara á þjóðariík-
amanum. Þeir heimta beitt hörku, og það fljótt, ef annað
dugar ekki. — Burt með rauða ofbeldið.
Hannes Jónsson, Ásvallagötu 65.
Þannig á að svara.
Þegar bændurnir sýna ykkur ósanngirni, Reykvíking-
ar, þá eigið þið að svara með því, að hætta að kaupa sölu-
vörur þeirra, mjólk, kjöt o. fl., nema þá sem minst, og
neyða þá þannig til að sýna ykkur sanngirni.
Þegar foringjar ykkar svíkja ykkur, verkamenn, og
hreykja sér upp á ykkar kostnað, og brugga vélráð með
mestu óvinum ykkar, þá eigið þið að svara með því að losa
ykkur við þá. Sama er um formann ykkar, Dagsbrúnar-
menn; ef hann liggur afvelta í fylliríi, eins og komið hefir
fyrir, og sömuleiðis, ef forstjóri Vinnumiðlunarskrifstof-
unnar sýnir ykkur ruddaskap og rangindi, og rekur ykkur
út, eins og hann mun hafa gert.
Þegar landsstjórnin sýnir ykkur ruddaskap og rang-
indi, Reykvíkingar, þá eigið þið ekki að leggja henni til
hrísið, með því að lána henni sparifé ykkar. Féð er engu
síður vel geymt í sparisjóði ykkar, heldur en í þjóðbank-
anum, sem menn stundum næstum freistast til að kalla
þjófabanka.
Hannes Jónsson, Ásvallagötu 65.
Gj aldeyrisnefndin
og Danir.
Eg kom í búð nú í dag, þar sem verslað er með rit-
föng. Bað eg um krákpenna 2 nr. 1346, en þeir voru ekki til,
og aðrar tegundir sömu gerðar komnar að þrotum, og var
mér sagt, að eigi væri von að úr þessu rættist. Þótti mér
þetta allkynlegt og spurði hverju sætti; var mér sagt, að
þetta stafaði af því, að pennarnir væri breskur iðnaður.
Skildist mér þegar, að þarna væri að verki hin hávísa inn-
flutnings- og gjaldeyrisnefnd með verslunarjöfnuð sinn og
aðra verslunarspeki. — Þótti mér þarna kenna mikillar for-
visku og allhvassrar verslunarhyggju, þó mér virðist að
réttara hefði verið að banna allan innflutning penna, því að
margt óþarft orðið er skrifað með þeim. Auðvitað hefði þetta
komið hart niður á hrafninum, ef allir hefðu farið að skrifa
með hrafnsfjaðrapennum. — Þetta hefir nefndin líklega séð,
og hrærst til meðaumkunar með krumma, og ekki talið ólík-
legt, að guð borgaði fyrir hrafninn eins og áður.
Hverfum frá þessu og „höfum ekki grjótið í gamninu“,
sagði draugurinn. — Þegar eg fór að hugleiða þetta, kom
mér í hug, hvort nefndin sýndi dönskum varningi lík skil
og pennunum ensku. — Allir vita, að Danir kaupa nauðalítið
af íslendingum, en vér mjög mikið af þeim, og höfum til
þess mörg skip og stór að flytja varning þenna hingað frá
Danmörku, og Danir sjálfir einnig. — Eg hefi áður ritað um
þetta í „Storm“, og bendi nú enn á þetta, því í sambandi við
ýms önnur fleðulæti, og blíðubrögð, milli Dana og Islending;
er virðist fara í vöxt eftir því sem nær dregur árunum 1940
—1943, er þetta dálítið tortryggilegt.
Innflutnings- og gjaldeyrisnefndin ætti að gera grein
fyrir þessu, áður en ósamlitur blettur kann að falla á feld
hennar, því óvíst er, að hann verði brott núinn, þó ærið fáist
bensín hjá Héðni.
Ritað á Jónsmessu 1936.
Árni Árnason frá Höfðahólum.
Á §kall-
slofunni.
Gísli mætir á skattstofunni, samkvæmt kvaðningu.
Erindið er það, að hann hefir gleymt að verðleggja fimm
lömb, sem hann hefir talið fram. Eftir að það er lagað,
hvessir skattstofumaðurinn augun á Gísla, og fór fram
eftirfarandi samtal:
Skattst.m.: Þér eigið kvígu.
Gísli: Nei, eg á enga kvígu.
Skattst.m.: Þér áttuð kvígu í fyrra.
Gísli: Nei, aldrei átt kvígu.
Skattst.m.: Kú þá.
Gísli: Nei, aldrei átt kú.
Skattst.m.: En hér stendur hryssa.
Gísli: Já, eg hefi átt hryssu í þrjú ár og altaf talið
hana fram.
Skattst.m.: Er það ekki sama og kýr.
. ‘ .v'^av
icotland
Tard
Þeir, sem hafa gaman af
skemmtilegum og spenn-
andi leynilögreglusögum,
ættu að lesa Scotland
Yard. f bókinni er fjöldi
af úrvals sögum um við-
ureign hinna frægu lög-
reglusveita við afbrota-
menn. Sögurnar eru jafn-
spennandi eins og skáld-
sögur, en eru allar sann-
ar, teknar upp úr dag-
bókum lögreglunnar.
Fæsl i békmrzlBBnin.
ísafolaarprentsmiðja h.f.